Fréttablaðið - 14.09.2018, Side 10

Fréttablaðið - 14.09.2018, Side 10
Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu í VR við kjör fulltrúa félagsins á 43. þing Alþýðusambands Íslands 2018. Kjörnir verða 87 fulltrúar og 30 til vara. Framboðslistar ásamt meðmælum 300 fullgildra félagsmanna þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, fyrir kl. 12.00 á hádegi, föstudaginn 21. september næstkomandi. Kjörstjórn VR VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS Bandaríski tæknirisinn Apple kynnti á miðvikudag nýjar vörur, líkt og fyrirtækið gerir venju sam- kvæmt í september. Helstu nýjung- arnar eru þrjár nýjar útgáfur hins geysivinsæla iPhone-snjallsíma og ný útgáfa snjallúrsins Apple Watch. Eins og alltaf þegar Apple heldur kynningarfundi fóru bandarískir tæknimiðlar á yfirsnúning. Í gær og á miðvikudag birtist því urmull umfjallana um það nýjasta í Apple- heiminum. Leiðarstefið virðist vera það að hinar nýju vörur séu góðar uppfærslur á eldri útgáfum þótt hönnunin haldist sú sama. Lítil breyting á hönnun þarf þó ekki að koma á óvart. Undanfarin ár hefur Apple haft þann sið að kynna S-útgáfur iPhone-símanna á árum sem enda á sléttri tölu. Þá er venju- lega um að ræða uppfærslu á inn- volsi símanna, ekki hönnun þeirra. Fyrstan skal nefna iPhone XS. Síminn er keimlíkur iPhone X sem kom á markað í fyrra en er, líkt og hinir tveir nýju símarnir, útbúinn nýjum A12 örgjörva og á því að vera hraðvirkari. TechCrunch komst svo að orði að Apple væri ekkert að finna upp hjólið. Blaðamaður Ars Technica sagði að ef ekki væri fyrir nýja gyllta litinn hefði hann varla vitað að síminn væri nýr. Hann hafi hins vegar, við nánari athugun, tekið eftir hraðaaukningu. Þá sagði hann skjá símans þann besta sem hann hefði nokkurn tímann séð á snjall- síma. Bróðir XS er iPhone XS Max. Tröllvaxinn sími með 6,5 tommu OLED-skjá sem teygir sig yfir nærri alla framhlið símans. Síminn er útbúinn stærri skjá og rafhlöðu XS en er að öðru leyti eins. Með öflugan örgjörva og stóran skjá í huga má vel sjá fyrir sér að síminn sé ágætis leikjavél. Mestu breytinguna frá iPhone X má hins vegar sjá á hinum nýja XR. Í staðinn fyrir ryðfrítt stál er komið ál og í stað OLED-skjás er kominn síðri LCD-skjár. Þá er síminn einungis útbúinn einni myndavél á afturhlið- inni í stað tveggja en Apple heldur því fram að með hugbúnaði sé hægt að ná næstum sömu niðurstöðu þegar portrettmyndir eru teknar. Þessi niðurfærsla á eiginleikum XR, sem tækniblaðamenn segja þó ekki mikla, skilar sér í mun lægra verði. Í Bandaríkjunum mun ódýr- asta útgáfa XR kosta 749 banda- ríkjadali. Ódýrasti XS-síminn mun kosta 1.000 dali og XS Max 1.100 dali. Dýrasta útgáfa XS Max mun hins vegar kosta heila 1.500 dali. Verð eldri síma, iPhone 7 og 8, hefur verið lækkað á meðan framleiðslu enn eldri síma verður hætt. Útgáfudagur XS og XS Max verður 21. september en hægt verður að for- panta þá viku fyrr. XR fer í forpönt- un 19. október og verður sendur kaupendum viku síðar. Tuong Nguyen, greinandi hjá fyrirtækinu Gartner, sagði í samtali við CNET að Apple væri greinilega að stuðla að verðhækkun á snjall- símamarkaði. Þá er vert að taka fram að tollastríð Bandaríkjanna við Kína gæti orðið til frekari verðhækkunar hjá Apple, eins og fyrirtækið varaði sjálft við á dögunum. Með verðhækkunina í huga virtist það fara í taugarnar á blaðamanni The Verge að Apple sé nú hætt að láta millistykki fyrir venjuleg heyrnar tólatengi fylgja með símum sínum. Apple hætti að hafa slík tengi á símunum sjálfum með útgáfu iPhone 7 og hafa margir keppi- nautar fylgt í kjölfarið, þó ekki allir. „Það eitt að þurfa millistykki er pirrandi. En að þurfa líka að borga fyrir það er hreinlega móðgun,“ sagði í umfjöllun The Verge. Sagði þar enn fremur að jafnvel þótt það væri rétt að fæstir notuðu milli- stykkin, og Apple hefði hætt að láta millistykki fylgja með í umhverfis- verndarskyni, myndi sá rökstuðn- ingur ekki halda vatni þar sem hægt væri að setja gjafabréf fyrir milli- stykki í kassann. Einnig hefur verið gagnrýnt að enn á ný fylgi ekki hrað- hleðslutæki með símunum. Útgáfudagur iOS 12, nýjustu upp- færslu stýrikerfis snjalltækja Apple, var einnig kynntur á fundinum og kemur stýrikerfið út 17. september. Með í för eru Memoji, eins konar sjálftjámyndir, hóptilkynningar og á stýrikerfið einnig að bæta frammi- stöðu eldri síma. Hins vegar hefur útgáfu hópspjalls í gegnum Face- Time verið frestað, trúlega fram í október að því er Techradar greindi frá. thorgnyr@frettabladid.is Nýjum Apple-vörum almennt vel tekið Phil Schiller, varaforseti Apple, kynnir nýja iPhone-síma, þar á meðal hinn tröllvaxna iPhone XS Max. NordicPhotoS/AFP Tækni Allt frá útgáfu Windows 10 hefur bandaríski tæknirisinn Microsoft hvatt neytendur til þess að prófa nýja vafrann sinn, Microsoft Edge. Vafrinn var gefinn út eftir að fyrri vafri fyrirtækisins, Internet Explorer, missti nærri alla markaðshlutdeild. Fyrst að hluta til Mozilla Firefox og svo að nær öllu leyti til Google Chrome, ráðandi vafra á markaði í dag. Sem dæmi um þessa hvatningu Microsoft til Edge-notkunar má nefna það að stillingar um sjálfgefinn vafra hafa átt það til að endurstillast yfir á Edge eftir stýrikerfisuppfærsl- ur, auglýsingar á lásskjám og í möpp- um og svo venjulegar auglýsingaher- ferðir á netinu og í fjölmiðlum. Tækniáhugamönnum hefur þótt þessi mikla hvatning eiga meira skylt við þrýsting eða einfaldlega ýtni. Tæknisíðan Thurrott greindi svo frá því í gær að nú sé Microsoft einfald- lega farið að vara við notkun ann- arra vafra. Þegar blaðamaður Thurr- ott reyndi að hlaða niður Google Chrome spratt gluggi upp sem í stóð: „Þú ert nú þegar með Microsoft Edge, hraðari og öruggari vafra fyrir Wind- ows 10.“ Blaðamanninum var þá boðið upp á annaðhvort að opna Edge eða að hlaða niður Chrome sem og upp á að „sleppa frekari viðvörunum í fram- tíðinni“. „Chrome er ekki vírus. Það er engin gild ástæða fyrir því að Micro- soft VARI mig við því að hlaða Chrome niður. Og þessi notkun orðanna „að vara við“ kemur frá Microsoft en ekki mér.“ – þea Óánægja með ýtni Edge Surface-tölva frá Microsoft, líklega með innbyggðan Edge-vafra. MyNd/MicroSoFt Hjartarafrit og stærri skjár Apple kynnti sömuleiðis Apple Watch Series 4, nýjustu útgáfu snjallúrs síns. Úrið er útbúið stærri skjá, hraðari örgjörva og nýjum heilsueigin­ leikum. Eftirtektarverðustu eiginleikarnir eru einmitt þeir sem eru á heilsusviðinu. Til að mynda nýta nýju úrin, sem fást í tveimur skjástærðum, hreyfi­ skynjara til þess að skynja það þegar notandi dettur. Hægt er að virkja stillingu sem býður notanda upp á að hringja neyðarsímtal með einum smelli eftir slæma byltu. Þá mun úrið einnig vara notanda við þegar hjartsláttur er óreglu­ legur, of hægur eða of hraður. Sömuleiðis verður í fyrsta skipti hægt að taka hjarta­ rafrit. Sá eiginleiki býðst þó eingöngu í Banda­ ríkjunum, að minnsta kosti í bili. Helst er fundið að hinu nýja snjallúri að rafhlöðuendingin er sú sama og áður. „Óbreytt rafhlöðuending veldur mestum vonbrigðum. Ég vonaðist eftir framför á því sviði,“ sagði blaðamaður Ars Technica. Þrír nýir iPhone-símar, ný snjallúr og ný upp- færsla iOS-stýrikerfisins er á meðal þess sem kynnt var á fundi Apple í vikunni. Tækniblaða- menn í góðum gír. Flestum líst vel á nýju vörurnar við fyrstu sýn. 1 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 F Ö s t U D A G U r10 F r é t t i r ∙ F r é t t A b L A ð i ð 1 4 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 D 4 -F E 9 0 2 0 D 4 -F D 5 4 2 0 D 4 -F C 1 8 2 0 D 4 -F A D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 1 3 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.