Fréttablaðið - 14.09.2018, Blaðsíða 23
Barnavörur IKEA
ganga í gegnum
enn strangari
prófanir en
aðrar vörur
fyrirtækisins og
þurfa að stand
ast strangari
kröfur.
Heimur þeirra
snýst um leik, börn
eru skapandi og finna
alltaf nýjar leiðir til að
nota hluti. Það er til
dæmis ekki ólíklegt að
barnið sjái trampólín
þegar það lítur á rúm.
IKEA hefur gefið út app sem hjálpar aðstandendum að vera skrefi á undan barninu.LEN gjafapúðinn er sérstaklega hannaður út frá öryggi þegar barni er gefið brjóst eða fær pela.
Birna Magnea sölustjóri hefur umsjón með fræðslu um öryggi fyrir foreldra.
Allar vörur IKEA ganga í gegnum öryggisprófanir og standast ströngustu kröfur
hvers lands. Barnavörurnar ganga
þó í gegnum enn strangari prófanir
og þurfa að standast strangari
kröfur. Til að mynda eru allar
dýnur IKEA úr öruggu og sjálfbæru
efni og lausar við skaðleg efni. Að
auki eru nýju barnadýnurnar frá
IKEA úr efni sem hleypir lofti auð-
veldlega í gegn og skapar öruggara
umhverfi fyrir barnið.
Birna Magnea Bogadóttir, sölu-
stjóri í IKEA, útskýrir öryggisferli
fyrirtækisins:
„Í prófunarferlinu er hugsað út
í hvernig ætlast er til að varan sé
notuð og líka hvernig mögulegt
er að nota hana og þannig tekst
að draga úr hættu á slysum. Hver
einasta vara gengur í gegnum
strangt prófanaferli og hún er ekki
sett í sölu fyrr en hún er algjörlega
örugg. Jafnvel eftir að vörurnar
eru komnar í sölu er haldið áfram
að meta þær og prófa reglulega og
gerðar úrbætur ef þörf er á.“
Börn fara eigin leiðir
Börn nota hluti ekki alltaf eins og
ætlast er til og þau hafa ekki getu
til að hugsa um öryggi þegar þau
leika sér. IKEA styður því börn og
foreldra þeirra með því að meta
mögulega hættu við vörur meðan
á hönnun og þróun þeirra stendur.
Birna segir frá aðferðum IKEA:
„Við hönnun á barnavörum
Öryggi barna í fyrirrúmi
Fallegar og vandaðar barnavörur sem hjálpa barninu að þroskast og þróa með sér líkamlega og
félagslega hæfni eru mikilvægar. Þó eru flestir foreldrar sammála um að öryggi barna er það sem
skiptir mestu máli. Því leggur IKEA mikla áherslu á alla þessa þætti með öryggi barna í fyrirrúmi.
er litið á þær út frá sjónarhorni
barna. Heimur þeirra snýst um
leik, börn eru skapandi og finna
alltaf nýjar leiðir til að nota hluti.
Það er til dæmis ekki ólíklegt að
barnið sjái trampólín þegar það
lítur á rúm. Því er það óhjákvæmi-
legt að stundum verði árekstrar, en
alvarleg slys eru aldrei ásættanleg.“
Ný herferð IKEA fjallar um
öryggi á heimilinu og er unnin í
samstarfi við Herdísi Storgaard,
stofnanda Miðstöðvar slysavarna
barna. Þar er öryggi barna í fyrir-
rúmi og boðið er upp á fræðslu
fyrir nýbakaða sem og reynda
foreldra, ömmur, afa og alla þá
sem umgangast börn. Birna hefur
umsjón með vinnustofunni sem er
í boði í versluninni:
„Með vinnustofunni viljum við
deila þekkingu okkar á hvernig
má skapa öruggara heimili. Flest
slys verða inni á heimilinu og með
aukinni fræðslu má koma í veg
fyrir mörg þeirra.“
Í tengslum við verkefnið Örugg-
ara heimili gaf IKEA út app sem
hjálpar aðstandendum að vera
skrefi á undan barninu. Þar er fullt
af fróðleik og líka hægt að útbúa
minnislista yfir öryggisráðstafanir
sem eru byggðar á aldri barnsins.
Appið er frítt og er á Google Play
og Apple App Store.
Vísindaleg en umfram allt
mannleg nálgun
IKEA fer ekki aðeins eftir vísinda-
legum rannsóknum og prófunum
heldur beitir einnig mannlegri
nálgun þegar það kemur að vöru-
þróun. Dæmi um þetta er nýi LEN
gjafapúðinn sem er sérstaklega
hannaður með öryggi í huga og
mikil áhersla lögð á rétta og þægi-
lega líkamsstellingu þegar barni er
gefið brjóst eða það fær pela. IKEA
fékk til sín nýbakaða foreldra til
að hanna með sér púðann og fann
þannig hentuga stærð og lögun
sem gæfi þægilegan stuðning.
„Þó að við tökum fulla ábyrgð
á vörunum þá má segja að IKEA
vörur séu unnar í miklu samstarfi
við viðskiptavini okkar. Við hlust-
um á það sem þeir hafa að segja og
tökum mark á viðbrögðum þeirra.
Við seljum aðeins vörur sem við
gæfum eigin börnum,“ segir Birna
að lokum.
KYNNINGARBLAÐ 3 F Ö S T U DAG U R 1 4 . s E p t E m b E r 2 0 1 8 MóÐIR oG BARN
1
4
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
D
4
-F
9
A
0
2
0
D
4
-F
8
6
4
2
0
D
4
-F
7
2
8
2
0
D
4
-F
5
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
1
3
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K