Fréttablaðið - 14.09.2018, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 14.09.2018, Blaðsíða 30
Ég held að það hafi varla verið gefinn út áður á Íslandi svona pakki með nótnabók, CD og vínylplötu. Mér finnst geggjað að lögin séu að koma út í nótnabók fyrst, það er svo retró. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is 100% Black 60% Magenta 100% Yello RITLISTARNÁMSKEIÐ Á HAUSTÖNN 2018 Hægt er að fá ritlistarnámskeið sérsniðin fyrir hópa og vinnustaði. Ráðgjöf um ritun og útgáfu Endurminningaskrif. Reykjavík, 24. september – 15. október Endurminningaskrif. Félagsmiðstöðin Vesturreitir, 25. september – 16. október Skapandi skrif. Helgarnámskeið, Reykjavík, 12. -14. október Skapandi skrif fyrir háskólafólk. El Tobosco, Spáni, 20. -27. október Skoðanaskrif. Reykjavík, 29. október – 19. nóvember Skapandi skrif. Berlín, 25. – 28. nóvember Skapandi skrif. Helgarnámskeið á Ísafirði, 11. – 13. janúar 2019 ,,Ótrúlega, endalaust skemmtilegt!” Ósk Elísdóttir Björg Árnadóttir, rithöfundur, blaðamaður og ritlistarkennari www.stilvopnid.is Lambakótelettur eru alltaf góðar. Hér eru þær mariner-aðar og síðan grillaðar. Þær eru góðar með blómkálsgratíni og grill- uðu grænmeti. Í eftirrétt eru síðan þessar æðislegu bláberjamúffur. Þetta þarf ekki að vera flókið til að vera gott. Marineraðar kótelettur Fyrst er það uppskrift að mariner- ingunni. Best er að láta kjötið liggja í henni í sólarhring en minnst tvær klukkustundir. 6 tvöfaldar kótilettur, tvær á mann Kryddolía 200 ml ólífuolía 200 ml ferskar kryddjurtir, óreganó, timían, steinselja, basil, rósmarín, salvía og fleira eftir smekk. 5 hvítlauksrif 1 tsk. börkur af sítrónu Safi úr einum sítrónubát ½ chilli-pipar Það er gott að grilla grænmeti eins og … Matur úr íslensku hráefni Nýtt lambakjöt, nýupptekið grænmeti og bláber úr íslenskri sveit. Kvöldmaturinn að þessu sinni er svolítið þjóðlegur en jafnframt bæði hollur og góður. Ekta föstudagsmatur fyrir fjölskylduna. Grillaðar kótelettur eru æðislegar og ekki er verra að hafa gott meðlæti með. 1 gul paprika 1 græn paprika 1 rauð paprika Salt og pipar Setjið allt sem á að fara í mariner- inguna í matvinnsluvél. Smakkið og bætið við chilli ef þarf. Kóteletturn- ar eru settar í poka og helmingnum af kryddblöndunni hellt yfir. Öllu blandað vel saman. Geymið. Áður en þú grillar kóteletturnar er grænmetið sett á grillið. Penslið paprikurnar með kryddblöndunni. Skerið til helminga og grillið í 15 mínútur. Snúið af og til. Setjið í skál og breiðið álpappír yfir. Grillið kóte- letturnar á meðalhita í 8 mínútur á hvorri hlið. Bragðbætið með salti og pipar og meiri kryddblöndu ef þarf. Berið kóteletturnar fram með blóm- kálsgratíni og grillaðri papriku. Gratínerað blómkál Blómkál í ostasósu er ákaflega hollur og góður réttur. Hægt er að hafa blómkálið sem stakan rétt með salati og brauði eða með kjöti í staðinn fyrir kartöflur. 1 blómkálshöfuð, tekið í sundur 2 msk. smjör 2 hvítlauksrif, rifin niður 3 msk. hveiti 5 dl mjólk 150 g rifinn ostur 100 g grænkál, skolað og skorið niður Salt, pipar og smávegis múskat Hitið ofninn í 200°C. Sjóðið blóm- kálið í fimm mínútur og takið síðan til hliðar. Búið til ostasósu. Bræðið smjör í potti og steikið hvítlaukinn. Passið að hann brenni ekki. Hrærið hveiti saman við smjörið. Hellið mjólkinni varlega saman við á meðan þið hrærið vel og vandlega svo sósan verði laus við kekki. Bætið ostinum saman við og hrærið varlega allt saman. Bragð- bætið með salti, pipar og múskati. Setjið blómkálið saman við og látið suðuna koma upp aftur. Bætið þá grænkálinu saman við. Það má nota spergilkál í staðinn fyrir grænkál. Setjið blönduna í eldfast mót og lokið með álpappír. Bakið í 10 mínútur. Takið þá álpappírinn og bakið áfram í 10 mínútur eða þar til gratínið fær smá lit. Í lokin er smávegis steinselju dreift yfir og pipar. Berið strax fram. Bláberjamúffur Þeir sem eru búnir að fara í berja- mó luma trúlega á fallegum og góðum bláberjum. Það er um að gera að nota smávegis af þeim í þessar góðu múffur sem er einfalt að útbúa. 200 g hveiti 150 g sykur 1 tsk. lyftiduft 200 g smjör, mjúkt og skorið í bita 2 egg Safi og börkur af einni sítrónu 1 dl mjólk 250 g bláber Hitið ofninn í 200°C. Setjið allt hrá- efni nema bláberin í matvinnsluvél. Hrærið þar til úr verður fallegt deig. (Ef þú átt ekki matvinnsluvél má nota hrærivél en þá er betra að bræða smjörið). Hrærið bláberjun- um varlega í deigið með sleif. Setjið deigið í 12 múffuform. Fallegt er að setja bláber ofan á kökurnar. Bakið í um það bil 15 mínútur eða þar til kökurnar eru fallega bakaðar. Kælið og skreytið með glassúr ef þið viljið. Karl Olgeirsson er einn af okkar ástsælustu tónlistar-mönnum en hann hefur verið viðloðandi íslenskt tón- listarlíf frá því hann var við nám í Menntaskólanum í Hamrahlíð seint á síðustu öld. Upp á síðkastið hefur djassinn gripið hann æ fastari tökum og nú er svo komið að plata var óumflýjanleg og ekki bara plata heldur líka nótnabók undir heitinu Mitt bláa hjarta. „Ég er búinn að verja meiri hluta ársins í að semja lög og ljóð fyrir nótnabók og plötu, bæði CD og tvöfaldan vínyl, sem að koma út í haust.“ Á plötunni eru 12 söngvarar, þar á meðal Sigga Eyrún, Ragga Grön- dal, KK, Bogomil Font, Unnur Sara og Kristjana Stefáns ásamt úrvali hljóð- færaleikara. „Ég held að það hafi varla verið gefinn út áður á Íslandi svona pakki með nótnabók, CD og vínylplötu. Mér finnst geggjað að lögin séu að koma út í nótnabók fyrst, það er svo retró! Svo kemur platan Mitt bláa hjarta út 22. október og það er enn hægt að tryggja sér hana á Karolina Fund.“ Í tilefni af útkomu bókarinnar mun Karl halda litla tónleika í Hannesarholti í kvöld þar sem hann situr við flygilinn, segir frá tilurð laganna og flytur lögin upp úr bókinni. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og miða- sala er á tix,is og við innganginn. Bláa hjartað hans Kalla Karl Olgeirsson hefur verið einn eftirsóttasti og önnum kafnasti tónlistar- maður landsins undanfarin ár en djassinn kallaði svo ekki varð undan komist. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . S e p t e M B e R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R 1 4 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 D 5 -2 1 2 0 2 0 D 5 -1 F E 4 2 0 D 5 -1 E A 8 2 0 D 5 -1 D 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 3 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.