Fréttablaðið - 14.09.2018, Blaðsíða 40
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Föstudagur
hvar@frettabladid.is
14. september 2018
Tónlist
Hvað? Mitt bláa hjarta – Karl Olgeirs
Hvenær? 21.00
Hvar? Hannesarholti, Grundarstíg
Þann 14. september sendir Karl
Olgeirsson frá sér nótnabókina
Mitt bláa hjarta með 14 nýjum
djasssöngvum. Af því tilefni telur
hann í útgáfutónleika í Hannesar
holti. Höfundurinn mun sitja við
flygilinn, segja frá lögunum og
flytja þau beint upp úr bókinni.
Þetta eru hlýleg og fjölbreytt lög
sem fjalla um margvíslega hluti,
t.d. ást, söknuð, gleði og veðrið.
Einnig eru nátthrafnar, háska
kvendi, draumóramenn, rifrildi
og óljóst atvik sem á sér stað við
Klambratún til umræðu.
Hvað? Apparat Organ Quartet, Vök,
Nelson Can, Felines – Freedom Rokk
Hvenær? 21.00
Hvar? Húrra, Tryggvagötu
Í tilefni af aldarafmæli sjálfstæðis
og fullveldis Íslands er fjölbreytt
dagskrá bæði á Íslandi og í Dan
mörku. En það hefur vantað rokk
og indí og hér með ráðum við
bót á því með Freedom Rock tón
leikum sem verða haldnir bæði í
Reykjavík og Kaupmannahöfn. Að
baki stendur danska hljómplötu
fyrirtækið Crunchy Frog (þekkt
fyrir m.a. Junior Senior, Powersolo,
The Raveonettes …) sem hefur
sterka tengingu við Ísland og gefur
meðal annars út Apparat Organ
Quartet utan landsteinanna. Á
þessum tónleikum má finna góða
blöndu af óreyndum og þraut
reyndum, konum og körlum,
þekktum og óþekktum, grípandi
og tilraunakenndum hljóm
sveitum.
Hvað? Kexpakk #2
Hvenær? 20.00
Hvar? Kex hosteli, Skúlagötu
Kexpakktónleikaserían heldur
áfram á Kexi hosteli föstudags
kvöldið 14. september. Seinast var
poppið í fyrirrúmi en í þetta skipt
ið færum við okkur á sækadelísk
ari slóðir. Fram koma: Skrattar,
Konsulat og Árni Vil. Aðgangur er
ókeypis og allir hjartanlega vel
komnir!
Hvað? Útgáfutónleikar JAK í Bæjarbíói
Hvenær? 20.30
Hvar? Bæjarbíói, Hafnarfirði
Söngvarinn Stefán Jakobsson hefur
fyrir löngu getið sér gott orð með
hljómsveitinni Dimmu og víðar.
Undanfarin misseri hefur hann
unnið að sinni fyrstu sólóplötu og
er loksins kominn tími til að opin
bera afraksturinn.
Viðburðir
Hvað? Tangó praktika og milonga
Tangófélagsins
Hvenær? 21.00
Hvar? Kramhúsinu, Skólavörðustíg
Argentínskur tangó dunar í Kram
húsinu, praktika kl. 2122 og í kjöl
farið kemur milongan. Gestgjafi
er Svanhildur Óskarsdóttir, dj er
Svana Vals og heldur uppi stuðinu
með gullaldartangótónlist í bland
við nýja. Allir velkomnir, ekki
þarf að mæta með dansfélaga. Við
bjóðum upp á frábært dansgólf í
hlýlegu umhverfi. Aðgangseyrir kr.
1000 en frítt er fyrir 30 ára og yngri
Hvað? Sigurðar Nordals fyrirlestur
Hvenær? 17.00
Hvar? Norræna húsið
Á fæðingardegi dr. Sigurðar Nor
dals 14. september gengst stofn
unin fyrir svokölluðum Sigurðar
Nordals fyrirlestri. Að þessu sinni
flytur Anna Agnarsdóttir prófessor
fyrirlestur sem nefnist „L’Islande est
très peu connue“: Stórveldin sækja
Ísland heim. Samskipti Frakka og
Breta við Ísland á 18. öld.
Sýningar
Hvað? Opnun – Ný verk í Listasal
Mosfellsbæjar
Hvenær? 16.00
Hvar? Listasal Mosfellsbæjar
Listamennirnir Guðni Gunnarsson
og Ingirafn Steinarsson opna sam
sýningu í Listasal Mosfellsbæjar
föstudaginn 14. september. Til
sýnis verða ný verk en undanfarin
misseri hafa báðir listamennirnir
unnið tvívítt, annars vegar sam
klipp og hins vegar teikningar. Í
verkum Guðna getur að líta marg
breytilegar súrrealískar fígúrur
samsettar úr fundnu myndefni,
tímaritum og dagblöðum. Verk
Ingarafns eru samhverfar teikn
ingar, unnar með trélitum, álíkar
sprengingum sem minna sam
tímis á fljótandi síkadelísk form og
svífandi geimstöðvar.
Hvað? Sugar Wounds – No. 04 – Stein-
unn & Sunneva Ása
Hvenær? 18.00
Hvar? Ármúla 7
Verið velkomin á fjórðu sýningar
opnun Sugar Wounds í Ármúla
7 föstudaginn 14. september kl.
18.0021.00. Steinunn Gunnlaugs
dóttir fremur gjörninginn Perlur,
framfarir og hamfarir. Sunneva Ása
Weisshappel fremur gjörninginn
Innöndun – Útöndun: Þjöppun.
Kexpakk fer fram á Kexi og má búast við svona stemningu. Fréttablaðið/Ernir
Rússneskir Kvikmyndadagar! frítt/free*
*Good Boy (eng sub) .............................. 18:00
Whitney ............................. 17:45 & 22:00
Söngur Kanemu (eng sub) ......... 18:00
FÖSTUDAGSPARTÍSÝNING!
10 Things I Hate About You .. 20:00
Sorry to Bother You 20:00 & 22:10
Útey 22. júlí ...................... 20:00 & 22:10
HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 NÁNAR Á BIOPARADIS.IS
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
GE bílar
Reykjanesbæ
www.gebilar.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
* V
ið
m
ið
un
ar
tö
lu
r f
ra
m
le
ið
an
da
u
m
e
ld
sn
ey
tis
no
tk
un
í
bl
ön
du
ðu
m
a
ks
tri
.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
9
8
4
3
N
is
s
a
n
J
u
k
e
5
x
2
0
T
il
b
o
ð
s
e
p
t
TÖFFARINN
Í FJÖLSKYLDUNNI
ALMENNT VERÐ: 4.290.000 KR.
TILBOÐSVERÐ: 3.890.000 KR.
NISSAN JUKE ACENTA+
BENSÍN / FJÓRHJÓLADRIFINN / SJÁLFSKIPTUR
190 HESTÖFL / EYÐSLA 6,5 L/100 KM*
NISSAN hlaut viðurkenningu bílasöluritsins AutoTrader sem BEST BÚNI BÍLLINN 2018. Viðurkenningin er byggð á könnun
meðal rúmlega 40 þúsund bíleigenda á því hvaða framleiðandi uppfylli best þarfir um staðalbúnað í nýjum bifreiðum.
1 4 . S e p T e m b e r 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U r24 m e n n i n G ∙ F r É T T A b L A ð i ð
1
4
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
D
5
-0
3
8
0
2
0
D
5
-0
2
4
4
2
0
D
5
-0
1
0
8
2
0
D
4
-F
F
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
1
3
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K