Fréttablaðið - 15.09.2018, Síða 48
Starfsmaður í þjálfunardeild flugáhafna
Starfið felst að miklu leyti í skipulagningu og eftirfylgni
á þjálfun flugmanna, flokkun og utanumhaldi á
þjálfunargögnum deildarinnar ásamt ýmsum öðrum
verkefnum.
Hæfniskröfur:
• Góð skipulagsfærni
• Góð ensku kunnátta
• Menntun eða reynsla sem nýtist við starfið
• Góð samskiptafærni
• Almenn tölvukunnátta
Frekari upplýsingar veitir forstöðumaður þjálfunardeildar,
Tryggvi Þráinsson Tryggvi.Thrainsson@airatlanta.com
Starfsmaður í áhafnadeild
Starfið tilheyrir teymi sem sér til þess að öll flug
félagsins séu mönnuð með flugáhöfnum á öruggan og
hagkvæman hátt. Deildin er starfrækt allan sólahringinn
og unnið er á 12 tíma vöktum á vaktakerfi 2-2-3.
Hæfniskröfur:
• Vönduð vinnubrögð
• Frábær samskiptahæfni
• Úrræðahæfni
• Góð ensku- og tölvukunnátta
• Geta til að starfa undir álagi
• Menntun sem nýtist við starfið eða reynsla af
flugtengdri starfsemi
Frekari upplýsingar veitir forstöðumaður áhafnadeildar,
Sigríður Sandholt, Sigridur.Sandholt@airatlanta.com
Hlíðasmári 3 | 201 Kópavogur | Sími: 458 4000 | airatlanta.com
Um Air Atlanta Icelandic
Flugfélagið Atlanta býður uppá sérsniðnar lausnir til annara flugfélaga bæði á farþega- og
fraktmarkaði og starfar í fjölbreyttu, alþjóðlegu og mjög svo lifandi umhverfi.
Við leitumst við að ráða fólk sem gengur í takt við starfsemi félagsins og bjóðum uppá gott
starfsumhverfi, góðan liðsanda og fjölskylduvænt viðmót.
Nánari upplýsingar og umsóknarform eru á airatlanta.com. Umsóknarfrestur er til og með 26. september 2018
Air Atlanta leitar að
öflugu starfsfólki
Sérfræðingar í farteymum vegna nemenda
með fjölþættan vanda við grunnskóla í Reykjavík
Skóla- og frístundasvið
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir
borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöður sérfræðinga í tveimur þverfaglegum farteymum við grunnskóla
í Reykjavík lausar til umsóknar.
Farteymin eru nýtt og spennandi úrræði til að styðja við árangursríkt nám og skólagöngu nemenda með alvarlegan fjölþættan
vanda. Hvort teymi fyrir sig verður skipað 7 sérfræðingum og er deildarstjóri næsti yfirmaður þeirra. Teymin hafa það hlutverk
að starfa innan skóla- og frístundastarfs og aðstoða og handleiða starfsfólk. Áhersla er á vinnu með mál barna í daglegu
skóla- og frístundastarfi en í undantekningartilfellum getur vinnan farið fram utan skólastofunnar/skólans í nærumhverfi
nemandans. Farteymin munu hafa starfsstöðvar í tveimur grunnskólum borgarinnar og heyra undir sviðsstjóra skóla- og
frístundasviðs en miðlægt fagráð fer með umsjón með starfseminni.
Skóla- og frístundasvið veitir börnum og fjölskyldum í borginni heildstæða þjónustu og annast m.a. rekstur 36 grunnskóla,
62 leikskóla og 5 frístundamiðstöðva.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingum með yfirgripsmikla þekkingu á gagnreyndum aðferðum til að takast á við
þroska- og hegðunarvanda, þekkingu á lögmálum hegðunar, helstu orsökum hegðunarvanda og á viðurkenndum
aðferðum við kennslu og þjálfun barna með þroska- og hegðunarvanda.
Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Við ráðningu er gerð krafa um hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.
Ráðið verður í störfin frá og með 1. nóvember 2018, eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2018.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf
Nánari upplýsingar veita Guðrún Björk Freysteinsdóttir og Lína Dögg Ástgeirsdóttir, deildarstjórar farteyma.
Netföng: gudrun.bjork.freysteinsdottir@reykjavik.is / lina.dogg.astgeirsdottir@rvkskolar.is
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veita starfsfólki í skóla- og frístundastarfi aðstoð,
handleiðslu og ráðgjöf varðandi börn með alvarlegan
fjölþættan vanda.
- Gera áætlanir um úrbætur í samvinnu við starfsfólk í
skóla- og frístundastarfi og meta árangur.
- Vinna með starfsfólki og börnum í daglegum aðstæðum
skv. áætlun.
- Vinna í nánu samráði með sérfræðingum skólaþjónustu
á þjónustumiðstöðvum og öðrum sérfræðingum í þver-
faglegum teymum.
- Ráðgjöf og samstarf við foreldra.
- Taka þátt í að móta og þróa verklag og verkferla
farteymanna.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun, s.s. sálfræði, uppeldisfræði,
grunnskólakennarafræði, þroskaþjálfafræði, tómstunda-
og félagsmálafræði, eða sambærileg háskólamenntun
sem nýtist í starfi.
- Framhaldsmenntun á meistarastigi sem nýtist í starfi
æskileg.
- Víðtæk reynsla og þekking á starfi með börnum og
ungmennum og þekking á skóla- og frístundastarfi.
- Þekking á gagnreyndum aðferðum og viðurkenndu
verklagi til að vinna með börnum með þroska- og
hegðunarfrávik, fatlanir og geðrænan vanda.
- Reynsla af vinnu og ráðgjöf vegna hegðunar- og
atferlisvanda æskileg.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og vilji til að starfa í
þverfaglegu teymi.
- Frumkvæði í starfi, sjálfstæð vinnubrögð og skipulags-
hæfni.
- Hæfni og vilji til að miðla þekkingu og veita ráðgjöf.
- Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
kopavogur.is
Kópavogsbær
Laus störf
hjá Kópavogsbæ
Ýmis störf
· Starfsmaður í Þjónustumiðstöð við almenna
þjónustu
Leikskólar
· Aðstoðarmaður í eldhús í leikskólann Læk
· Deildarstjóri í Kópahvol
· Leikskólakennarar á leikskólann Sólhvörf
· Leikskólakennari á leikskólann Austurkór
· Leikskólakennari á leikskólann Baug
· Leikskólakennari á leikskólann Dal
· Leikskólakennari í Arnarsmára
· Leikskólakennari í Álfatúni
· Leikskólakennari í leikskólann Kópastein
· Leikskólasérkennari á leikskólann Austurkór
· Leikskólinn Austurkór óskar eftir deildarstjóra
· Leikskólinn Núpur óskar eftir leikskólakennara
· Starfsmaður á deild í leikskólann Læk
· Starfsmaður í skilastöðu á leikskólanum Baug
· Starfsmaður í skilastöðu á leikskólanum Núpi
· Starfsmaður í sérkennslu í Læk
Grunnskólar
· Forfallakennari óskast í Kársnesskóla
· Forstöðumaður frístundar í Vatnsendaskóla
· Frístundaleiðbeinandi í Álfhólsskóla
· Frístundaleiðbeinendur í dægradvöl
Hörðuvallaskóla
· Frístundaleiðbeinendur í dægradvöl
Vatnsendaskóla
· Kópavogsskóli óskar eftir skólaliða
· Matráður í Vatnsendaskóla
· Stuðningsfulltrúi í Kársnesskóla
· Stuðningsfulltrúi í Vatnsendaskóla
· Stuðningsfulltrúi í Álfhólsskóla
· Þroskaþjálfi/leikskólasérkennari í Álfatúni
Velferðarsvið
· Deildarstjóri Roðasala
· Starfsfólk í félagslega heimaþjónustu
· Starfsmaður á leikskólann Baug
· Starfsmaður á áfangaheimili fyrir fatlað fólk
· Starfsmenn í þjónustuíbúðir fyrir fatlað fólk
Eingöngu er hægt að sækja um störfin rafrænt á
heimasíðu Kópavogsbæjar, www.kopavogur.is,
þar sem jafnframt má finna fleiri störf og nánari
upplýsingar.
Kaffihús Bakarameistarans
ferskur vinnustaður
Við leitum af ábyrgðarfullum, heilsuhraustum og
duglegum einstaklingum til starfa.
Starfið felst í afgreiðslu og þjónustu við viðskiptavini,
bakstri, kaffigerð, þrifum og áfyllingu.
Frábær vinnutími
Morgunvaktir 6-14 virka daga laus störf í Mjódd og
Bíldshöfða 11-19 virka daga í Mjódd og Glæsibæ og
hlutastörf með skóla á virkum dögum og um helgar
Áhugasamir umsækjendur geta fyllt út umsókn á
heimasíðu okkar bakarameistarinn.is
1
5
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:1
1
F
B
1
0
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
D
7
-2
B
4
4
2
0
D
7
-2
A
0
8
2
0
D
7
-2
8
C
C
2
0
D
7
-2
7
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
0
4
s
_
1
4
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K