Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.1981, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 12.02.1981, Blaðsíða 12
l/^Z^TRÉTTIK | Fimmtudagur 12. febrúar 1981 SPARISJÓÐURINN er lánastofnun allra Suðurnesjamanna. Brotalöm I fframkvœmd tilkynningaskyldunnar sem skipstjórar og útgerðarmenn verða að lagfæra og bæta Er við vorum niðri við Keflavík- urhöfn sl. mánudag, tókum við eftir manni sem var á ferðinni milli bátanna sem þar lágu. Við tókum hann tali og spurðum urn erindi hans í bátana, og kom þá í Ijós að þarna var á ferð Ásgrímur S. Björnsson, erindreki Slysa- Ásgrímur S. Björnsson, erindreki S.V.F.Í. Lifeyrissjóður verkalýös- félaganna í nýtt húsnœöi Llfeyrissjóður verkalýösfélaga á Suöurnesjum, sem áöur var til húsa að Mánagötu 11 ( Keflavík, hefur nú flutt starfsemi sína að Suðurgötu 7 f Keflavlk. Jafn- framt þvl hefur afgreiöslutfmi sjóðsins verið breytt og er nú frá kl. 9.15-16 mánudaga til föstu- daga. Sfmanúmer er einnig nýtt, 3803. Lífeyrisdeild Sparisjóðsins í Keflavík, sem annast hefurýmsa þjónustu fyrir Lífeyrissjóö verka- lýðsfélaga frá stofnun hans, hefur einnig flutt starfsemi sfna að Suðurgötu 7, en hún var áður að Suöurgötu 4. Jafnframt þvf að annast þjón- ustu fyrir Lífeyrissjóð verkalýðs- félaga sér Iffeyrissjóðsdeildin um afgreiðslu fyrir Lffeyrissjóð slökkviliösmanna á Keflavfkur- flugvelli, Lffeyrissjóð iðnaðar- mannafélags Suðurnesja, Almennan Iffeyrissjóð iönaðar- manna og innheimtu gjalda fyrir verkalýðsfélögin á Suðurnesj- um. Frá v.: Daniel Araton framkv.ttj. Verkalýðafélaga á Suðumeajum, Áml Björgvlnaaon og Daðl Þorgrlmaaon, atarfamenn Iffeyrlaajóðadelldar Sparlajóðaina. varnafélags Islands. Kvaðst hann vera að minna skipstjórana á smá plagg varðandi tilkynn- ingaskylduna, sem skipstjórum og útgerðarmönnum varsentum sl. áramót. „Okkur fannst þetta plagg ekki bera nógu góðan árangur," sagði Asgrímur, „og kom stjórn SVFÍ sér saman um að nauðsyn- legt væri að senda mann hingað suður eftir og ná frekara sam- bandi við skipstjórnarmenn, í von um betri árangur. Ég er búinn að vera í Sandgerði, Grindavík og hér í Keflavík og hef talað við 100 skipstjóra á 3 dögum og nóttum, sem allir hafa tekið mér mjög vel." Að jafnaði vantar fjölda til- kynninga dag hvern í lok skyldu- tímans kl. 13.30. Þá er sá háttur á hafður, að þau skip sem vantar er deilt niður á strandstöðvarnar í köllun og beðið um skyldur. Jafnframt því hefja starfsmenn skyldunnar eftirgrennslanir hjá hafnarvörðum og vigtarmönnum hinna ýmsu verstöðva. Að vísu ber slíkt árangur, en harla lítinn oft á tíðum. Alltof algengt er að skipin svari ekki, sem skýtur stoðum undir þá alvarlegu ætlan að hlustvörslu sé mjög ábóta- vant. Þessarsífelldu eftirgrennsl- anir frá einni höf n til annarrar eru tímafrekar og seinka skráningu skipanna. Af þessu tilefni er því skylt að árétta það mikilvæga atriði, að skipstjórnarmenn sendi ávallt tilkynningar í upp- hafi hinnaákveðnuskyldutímatil að flýta allri úrvinnslu. Það tómlæti, varðandi brot á lögboöinni tilkynningaskyldu, vanrækslu um hlustvörslu þar sem köllum strandstöðva er alls ekki svaraö langtímum saman, ásamt takmarkalausu tillitsíeysi við þá sem sinna samviskusam- lega ábyrgðarmiklu starfi, ersér- hverjum sem í hlut á ti! hinnar mestu vansæmdar. Hér er mikil brotalöm í framkvæmd tilkynn- Framh. á 6. alfiu Sandgerði: Sundlaug á næsta leiti Nú þegar bygging íþrótta- hússins í Sandgerði er að verða lokið er næsta skref ið að fá sund- laug í byggðarlagið, en hingaö til hafa skólabörn og aðrir íbúar Miðneshrepps þurft að sækja sundstaði Keflavíkur eða Njarð- víkur. Úr þessu rætist von bráðar, því nú hefur verið keypt sundlaug úr plasti frá Skagaströnd, sem á að afhendast í marz n. k. Hún er 16 2/3 x 8m. og verður sett niður við íþróttahúsiö. Sandgerði: Nýtt dagheimili I smíðum Nýtt dagheimili er nú ísmíðum í Sandgerði og stefnt að því að hægt verði að taka í notkun % hluta þess í lok þessa árs. Húsið er 260 ferm og var steypt upp sl. haust. Núverandi húsnæði leikskól- ans er algjörlega óviðunandi til þeirrar starfsemi, en þar geta nú verið 20-22 börn. Er brýn nauð- syn á því að nýja húsið komist í gagnið sem fyrst, en það mun fullbúið rúma 40-50 börn. Að sögn Jóns K. Ólafssonar sveitarstjóra, er byggingarkostn- aöur hússins á því stigi sem það er í dag, mjög lágur miöað við það sem almennt gerist, og er við spurðum Jón um orsök þess, kvað hann helstu skýringuna vera hagkvæmni í byggingaraö- ferð og sjálfsagt góður mann- skapur. Viðgerð áformuð á Reykja- nesbraut næstu 2-3 árin Áformað er að í ár hefjist við- gerð á Reykjanesbraut og er á- ætlað að hún standi yfir í tvö til þrjú ár, vegna mikils kostnaöar, að því er fram kom í svari Stein- gríms Hermannssonar sam- gönguráðherra, við fyrirspurn frá Karli Steinari Guðnasyni al- þingismanni á Alþingi í síöustu viku. Áætlaö er að 10% af allri um- ferð á vegakerfi landsins fari um Reykjanesbraut, en hún var lögð á árunum 1962-65 og síðan hefur ekkert viðhald farið fram á henni. Af völdum hjólfaranna sem myndast hafa smám saman og hafa dýpkað, er áætlaö að slys ættu sér stað á Reykjanesbraut m.a. af þessum orsökum, að meðaltali fjórða hvern dag. Ráðherra sagði að um tvær leiðir væri að ræða varðandi við- gerð. Að leggja asfalt ofan á steinsteypuna, sem algengt væri, og í annan stað að fræsa yfirborð vegarins niðurfyrirhjól- förin, og hefði sú aöferö varan- legra gildi. Kostnaður væri áætl- aður svipaður, eða um 17 millj. kr. á núgildandi verölagi, og yröi að skipta svo kostnaöarsömu verki niöur á tvö til þrjú ár.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.