Víkurfréttir - 14.05.1981, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 14. maí 1981
VÍKUR-fréttir
1llKUR
reÉTTIC
Utgefandi: Vasaútgáfan
Ritstjóri og ábm.: Sigurjón Vikarsson, srlni 2968
Blaöamenn: Steingrímur Lilliendahl, sími 3216
Elías Jóhannsson, sími 2931
Emil Páll Jónsson, sími 2677
Ritstj. og augl. Hringbraut 96, Keflavik, sími 1760
Setning og prentun. GRÁGÁS HF., Keflavík
Loftpressa
Tek aö mér
múrbrot,
fleygun
og borun fyrir
sprengingar.
Geri föst
verðtilboð. S|'M, 3937
Sigurjón Matthíasson
Brekkustíg 31 c - Y-Njarðvík
Prjónakonur
Nú kaupum við einungis lopapeysur, heilar og
hnepptar.
Móttaka að Bolafæti 11, Njarðvík, miðvikudagana
20. maí, 3. og 18. júní kl. 13-15.
ÍSLENZKUR MARKADUR HF.
wswmsi
Iðnsveinafélag
Suðurnesja
ORLOFSHÚS
Tekið verður á móti umsóknum í orlofshús félags-
ins frá og með 15. maí á skrifstofu félagsins. Út-
hlutun hefst 1. júní.
Nefndin
Opið hús hjá Bahá’íum
Njarðvík: Mánudaginn 18. maíkl. 20.30aðKirkju-
braut 32.
Keflavík: Fimmtudagana 14. og 21. maí kl. 20.30
að Túngötu 11.
Garði: Mánudaginn 25. maí kl. 20.30 að Sunnu
braut 15.
Nánari upplýsingar í símum 6020 og 1116.
Bahá’íar á Suðurnesjum
Keflavík:
Áætlun um viðhald
gatna 1981
Á fundi baejarráðs Keflavíkur
9. apríl sl. lagöi bæjarstjóri fram
áætlun um viðhald gatna 1981
frá bæjarverkstjóra, en í henni er
gert ráö fyrir aö heildarkostnað-
ur verði kr. 2.014.750,00.
Lagt verði slitlag (malbik) á
eftirfarandi götur:
Faxabraut frá Suðurgötu að
Skólavegi, Heiðarbraut að Heið-
arhvammi, SólvallagatafráSkóla
vegi að Faxabraut, Smáratún,
Vesturgötu fráTúngötu að Duus-
götu, Duusgötu, Eyjavelli, Áls-
velli, Elliðavelli, Suöurvelli,
Vatnsnestorg, Flugvallarveg við
gatnamót Hafnargötu.
Samtals er slitlag á ofantald-
ar götur ca. 21.000m2. Til við-
haldsins þarf þá um 3.150 tonn af
malbiki. Þar sem ekki liggur fyrir
verö á malbiki eöa flutningi fyrir
árið 1981, er aöeins hægt að
framreikna verð frá árinu 1980.
Kostnaður gæti orðið sem næst
eftirfarandi:
21.000 m2x 150 kgx 3,10 kr.x
150%: 1.464.750,00 kr.
Þar sem óvíst er um framtíð
Olíumalar hf., er ekki gert ráð
fyrir yfirlögnum á götur í gamla
bænum. Hins vegar verður að
gera ráð fyrir að laga með hand-
afli götur þar eins og hægt er.
Kostnaður ca. 200.000,00 kr.
Gangstéttar þarfnast verulegs
viöhalds. Gert er ráð fyrir að
skipt verði um hellur á kafla
Hafnargötu frá gömlu lögreglu-
stöðinni og að Stapafelli, beggja
vegna götunnar. Endurlagðar
verði stéttar fyrir framan lóðirnar
Tjarnargata 2 og 4, og frá Tjarn-
arseli að Hringbraut. Endurlagð-
ar verði stéttar við Ránargötu.
Kostnaður ca. 200.000,00 kr.
Kostnaður áætlaður fyrir við-
hald malargatna ca. 150.000,00
kr.
Heildarkostn. 2.014.750,00 kr.
Þá hefurbæjarráðfariðyfirtil-
lögur gatnagerðarnefndar um
lagningu nýs slitlags á götur í
bænum. Bæjarráð óskar eftir
kostnaðaráætlun fyrir Iðavelli,
Drangavelli, Elliðavelli, Heima-
velli, Bjarnarvelli, Eyjavelli, Há-
teig og Heiöarbraut. Einnig ósk-
ar bæjarráð eftir kostnaðaráætl-
un fyrir gangstéttagerð á Tjarn-
argötu frá Hringbraut að Lang-
holti, á suðurenda Hringbrautar,
á Skólavegi vestanverðan frá
Hringbraut að Suðurgötu, á
austurenda Vatnsnesvegar, að
norðanverðu, á Aðalgötu frá
Hringbraut að Nónvörðu og á
Vesturgötu frá Hafnargötu að
Hringbraut beggja vegna. Jafn-
framt óskar bæjarráð eftir tillögu
um frágang og kostnaðaráætlun
á svæöi viö malarvöllinn er ligg-
ur aö Hringbraut og Skólavegi.
Kostnaðaráætlun fyrir gang-
stéttir miðist við steyptan kant og
stétt og hins vegar steyptan kant
og malbikaðastétt (eða olíumöl).
Á fundi bæjarstjórnar 21. apríl
sl. lagði Ingibjörg Hafliðadóttir
fram eftirfarandi tillögu:
,,Ég geri þaö að tillögu minni,
að til viðbótar því sem fram
kemur í 3. máli fundargerðar
bæjarráðs 9. apríl 1981, verði
gerð kostnaðaráætlun um eftir-
farandi:
Götur: Norðurgarður.
Gangstéttar: Faxabraut
beggja vegna milli Hringbrautar
og Sunnubrautar, Vesturgata
annars vegar milli Hringbrautar
og Vörðubrúnar, Göngustígur,
Eyjabyggð að Háholti."
Tillagan var samþ. samhljóða.
NÆSTA BLAÐ KEMUR ÚT
MIÐVIKUDAGINN 27. MAÍ
Þessir krakkar héldu hlutaveltu að Hringbraut 61 í Keflavík, til styrktar
Sjálfsbjargar. Ágóðinn varð 130 kr. Þau heita f.v.: JóhannesSigvalda-
son, Sigurrós Hrólfsdóttir og Jón Bjarni Hrólfsson.