Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.05.1981, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 14.05.1981, Blaðsíða 9
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 14. maí 1981 9 Vandaðar barnavörur frá AÞENU Sænskar frá BONZO ítalskar frá CHICCO Austurrískar frá RÖSEL SILVER-CROSS vagnar og kerrur BAÐBORÐ O.FL. Góðir greiðsluskilmálar. Góð þjónusta. - Gott verð. Verslunin AÞENA Hafnargötu 34 - Keflavík Viljum taka á leigu íbúðarhúsnæði, helst einbýlishús, í nokkra mán- uði. Fyrirframgreiðals. Uppl. í síma 96-21777 og 96-22034 á kvöldin. NORÐURVERK HF., Akureyri Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur Sandgerði - Reykjavík - Keflavík - Reykjavík Við aukum þjónustuna Nýjar ferðir frá og með 11. maí Alla daga nema helgidaga: Frá Sandgerði: Frá Keflavík: Frá Reykjavík: kl. 10.35 kl. 11.00 kl. 11.30 Á laugardögum: Frá Sandgerði: Frá Keflavík: Frá Reykjavík: kl. 22.00 kl. 22.30 kl. 24.00 Breytingar á brottfarartímum: Frá Sandgerði: Frá Keflavík: kl. 8.30 kl. 9.00 í stað kl. 9.00 í stað kl. 9.30 ATH. í öllum ferðum frá Keflavík, nema kl. 17.30, aukaferðum og kl. 9 á helgidögum, er ekið í Reykjavík um Kringlumýrarbraut, Laugaveg, Skúlágötu og Lækjargötu. Heilbrlg&lsfulltrúi og melndýraeyfiir I húsnœ&inu a& Vesturbraut 10 Keflavík: Hundageymsla tekin í notkun Heilbrigðiseftirlit Su&urnesja hefur nú tekið í notkun húsnæöi a& Vesturbraut 10 í Keflavík, þar sem aöstaöa er til geymslu á hundum, sem gerst hafa brot- legir viö samþykkt um hunda- hald, en í hverju byggðarlagi hér eru í gildi samþykktir, sem fólki ber aö viröa, sem fengið hefur leyfi fyrir hundi. Leyfislausir hundar eru rétt- lausir og má lóga þeim. í nýju hundageymslunni eru sérútbún- ir básar þar sem hundar verða geymdir í eina viku ef þeir eru á skrá og hafa verið teknir fyrir minni háttar brot á samþykkt- inni. Eigandi hundsins hefur þá tækifæri til að leysa hann út eftir fyrsta brot með kr. 400, sem er lágmarksgjald. Ef um meiri hátt- ar eða alvarlegt brot er að ræða, t.d. ef hundur veitist að fólki og/eða bítur, verður hann aflíf- aður. Afturkalla má einstök veitt hundaleyfi ef ástæða þykir til, t d. ef um síbrot er aö ræða, og mega hundaeigendur, sem brot- legir gerast gagnvart samþykkt um hundahald, búast við að missa leyfi sin. ( tengslum við húsnæði þetta verður einnig komið upp að- stöðu fyrir dýralækni, sem hafa mun auglýstan þjónustutíma a.m.k. tvisvar í mánuði fyrir þá hundaeigfendur og aðra, sem á þjónustu hans þurfa að halda vegna dýrahald. Tíðustu brot hundaeigenda eru þau, að hundurinn er látinn ganga laus, en slíkt getur kostað eigandann kr. 400. Þá er nokkuð um að hvolpar eru ekki skráðir og sumir reyna að sniðganga skylduhreinsun, en slikt telst al- varlegt brot. Eftir 5 ára reynslu af hundahaldi á Suðurnesjum kemur í Ijós, að það er vafasamt fyrirtæki í bæjum og margir þeir hundaeigendur, sem töldu sig vera hundavini, hafa staðið sig að því að vera að þjóna hégóm- legri eigingirni sinni og líta þá á hundinn sinn sem afþreyingar- tæki eða skemmtara, sem þeir geta drottnað yfir, oft án tillits til þarfa dýrsins. Börnum er í tilfell- um afhentur hvolpur sem barna- pía. Hundurinn þrífur sig með tungu sinni og sleikirsíðan barn- ið um andlit og hendur í vináttu- skyni og kemst þannig á beint saursýklasamband milli hunds og barns og í næstu andrá þarf mamma eða pabbi að kyssa barnið sitt ekta spóluormakossi, og þá er hringnum lokað. Sem betur fer eru fjölmargar undan- tekningar frá þessum lýsingum og sumir hundaeigendur hafa staðið sig fullkomlega og eru öðrum til fyrirmyndar. Meindýraeyðir Suðurnesja er Júlíus Baldursson, og hefur hann aðsetur sitt að Vesturbraut 10, Keflavík, sími 3314. Mlkll auknlng hefur orölö á hundahaldl I Innrl-Njar&vlk, og a& i&gn kunnugra er minnl hlutl þelrra skrá&ur og hreinsa&ur, eins og reglur seg|a til um, og vlldi einn lesenda bla&slns benda heilbrlgölsfulltrúa vlnsamlega á aö þar þyrftl rækllega a& athuga mállö.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.