Víkurfréttir - 14.05.1981, Blaðsíða 3
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 14. maí 1981 3
Útúrfullir hestamenn
til stórskammar
Undanfarin ár hefur það verið
fastur liður hjá Hestamannafé-
!aginu Mána, að fjölmenna á
hestum sínum 1. maí ár hvert inn
á Vatnsleysuströnd til móts við
hestamenn úr Hafnarfirði. Nú
undanfarin tvö ár hafa þeir kom-
iösamaníGlaðheimum ÍVogum,
drukkið þar kaffi og rabbað sam-
an og síðan haldið hver til síns
heima.
1. maí sl. átti sér stað eitt
Þessara stefnumóta og þá þurftu
örfáir hestamenn að skemma
ferðina eins og í fyrra og endur-
vekja þau læti sem áttu sér stað
undir þessum kringumstæðum
Þá. Bar nokkuð á ölvun nokkurra
hestamanna, sem urðu sjálfum
sér til stórskammar og drógu
saklausa meðfylgdarmenn sína
inn í þá skömm, og settu með
ólátum blett á félagsskapinn
sem heild.
Er Ijótt til þess að vita að fá-
mennur hópur félagsmanna í
Mána séu að draga félagið allt
niður í svaðið með ölvun og ólát-
um eins og þarna átti sér stað.
Svona háttarlag eins og átti sér
stað þennan dag af völdum
þessara manna verður að fara að
linna. Ferðalaginu lauk úti á
Mánagrund, en þó ekki fyrr en
lögreglan hafði gripið i taumana,
enda hafði þá komið til áfloga,
þar sem saklausir aðilar höfðu
dregist inn í málið.
Ný verslun - VIDEOKING
Sl. fimmtudag var opnuð ný verslun að Hafnargötu 48a í Keflavík,
undir nafninu VIDEOKING. Eigendur verslunarinnar eru hjónin
Tómas Marteinsson og Dóra Steindórsdóttir. Verslunin hefur á boð-
stólum hljómtæki, ferðaviðtæki, bíltæki. Thermor-eldunartæki, raf-
Ijós, myndsegulbandstæki og sjónvarpstæki. Þá annast verslunin
filmuþjónustu fyrir félaga í Videoking-klúbbi Suðurnesja, en hún
hefur yfir að ráða rúmlega 500 myndum. Videoking gerir tilboð í upp-
setningu á videokerfum í fjölbýlishús og útvegar allt efni sem til þarf.
Einnig er fyrirhuguð sala á notuðum tækjum í umboðssölu.
f tengslum við verslunina hefur Raftækjavinnustofa Sigurþórs Þor-
leifssonar aðstöðu ísama húsnæði og verðaýmsar rafmagnsvörur þar
til sölu, svo og raflagnaþjónusta og viðgerðir.
Oánægja með bresku
miðilshjónin
Af þessu tilefni hafði blaðið
Nýlokið er mánaðardvöl
bresku miðilshjónanna Eileen og
Roberts Ison hérá landi ávegum
Sálarrannsóknarfélags Suður-
eesja. Meðan á dvöl þeirra stóð
ytir hafði félagi i Sálarrannsókn-
arfélaginu samband við blaðið
vegna óánægju sem uþpi var
meðal nokkurra félagsmanna
ytir því að þessi hjón skyldu vera
tengin til að koma til félagsins
aftur, en þau voru einnig hérfyrir
óri síðan. Umræddur félagsmað-
ur sagði að þá hefði verið megn
óánægja vegna þess hve lítið
hefði komið út úr veru hjónanna
hér.
samband við Sálarrannsóknarfé-
lagið og kom þar fram, að engin
kvörtun hefði borist til þeirra
vegna þessa. Þrátt fyrir það að
einhver hafi verið óánægður þá
virðist það ekki hafa verið al-
mennt, því þann tíma sem þau
dvöldu núna hjá SRFS komu á
fimmta hundrað manns til þeirra
á fundi og mjög margir urðu frá
að hverfa án þess að komast að,
þannig að varla hefði verið mikil
og almenn óánægja með þau.
Margir þeirra er nú komu til
þeirragerðu þaðeinnig ífyrraog
bar ekki á öðru en að þessu fólki
hefði líkað vel nú eins og þá.
Garðyrkjuáhöld
í úrvali
Mótorsláttuvélar
Handsláttuvélar
KAUPFÉLAG SUÐURNESJA
Járn & Skip
UTBOÐ
Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í
lagningu dreifikerfis í 1. áfanga Miðneshrepps og
Vatnsleysustrandarhrepps. í verkinu felst að
leggja einfalt hitaveitudreifikerfi í dreifbýli. Pípur
eru 0 20-0100mm víðarog lengd kerfiser um 7.7
km.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu
Suðurnesja, Brekkustíg 36, Njarðvík og á
verkfræðistofunni Fjarhitun hf„ Álftamýri 9
Reykjavík, gegn 500 kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Suð-
urnesja fimmtudaginn 21. maí 1981 kl. 14.00.