Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.05.1981, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 14.05.1981, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir 11 Fimmtudagur 14. maí 1981 íþróttahúsiö í Keflavík: Viðbyggingar verði fokheldar á þessu ári júlí. Útbyggingar ættu því væntanlega að geta verið fokheldar í haust. Er talin nauðsyn á því að hið fyrsta verði lokið við endanlegan frágang á þökum útbygginga 1. áfanga, og bendir nefndin á að innan tíðar hætti skólastarfsem- in í íþróttahúsinu og þá gætu starfsmenn þess m.a. haft umsj með byggingarframkvæmdum í sumar. Sett hefur verið upp klukka og markatafla í íþróttahúsið, sem Sparisjóðurinn i Keflavík gaf. Ðyggingarnefnd (þróttahúss- ins hefur borist ný kostnaðará- ætlun frá Teiknistofunni Ármúla 6, fyrir byggingu á böðum, forstofu, miðasölu og tveimur herbergjum og hljóðar hún þannig: Undirbygging ........ 147.630 Yfirbygging ......... 466.340 Frágangur á yfir- byggingu ............ 325.610 VIÐTAL VIO VALTÝ Framh. af bakslðu Hvert er állt þltt á þvi, að allar þessar lóðlr skulu vera i eigu fá- einna elnstaklinga? ,,( flestum tilfellum setur al- menningur sig ekkert á móti því að landeigendur græði á sínu landi. Og það hafa þeirgertsíðan þeir breyttu samningunum fyrir 25 árum.“ Að lokum sagði Valtýr: „Mál þetta varðar allstóran hóp bæjarbúa og er ekki hægt aö komast hjá að láta reyna á fyrir æðri dómstólum, hvort þinglýs- ing er gild eða ekki." Innréttingar............ 178.020 Lagnir og frágangur þeirra ................. 220.060 Hönnun, umsjón og eftirlit ................ 82.780 1.420.440 Kostnaðaráætlun þessi er samin með hliösjón af kostnað- aráætlun frá 4.12. ’80, sem náði yfir lokafrágang við íþróttahúsið, en er færð til samræmis við verð- lag 1. apríl '81. Jafnframt hefur borist teikn- ing, endurskoðuö, af búnings- herbergjum og anddyri. Byggingarnefnd leitar eftir samþykki bæjarstjórnar að mega hefja framkvæmdir við smíði útbygginga við íþróttahúsið með Sunnubraut, sbr. fyrri viðræður nefndarinnar og bæjarráðs þar um, og hefur verið rætt við Gísla Halldórsson arkitekt/Teiknistof- una Ármúla 6, um gerð útboðs- gagna fyrir viðbyggingar íþrótta- hússins, sem lagt hefur verið til að gera fokheldar á þessu ári. Nefndin telur að útboð geti farið fram um miðjan mai n.k. Framkvæmdir gætu hugsanlega hafist um miðjan júní eða byrjun Sundhöll Keflavíkur: Aðsókn jókst um 100% Rúmt ár er nú liðið síðan heitu pottarnirvið Sundhöll Keflavíkur voru teknir í notkun, og hefurað- sókn að lauginni aukist um rúm- lega 100% miðað við árið á und- an, með tilkomu þeirra. Á morgun hefst sumartími hjá Sundhöllinni og breytist þáopn- unartími hennar, og er það aug- lýst annars staðar hér í blaðinu í dag. Nú þessa dagana er unniö aö því að setja upp sólbekk í Sund- höllinni. Verið er að innrétta sér herbergi fyrir hann og verður því verki væntanlega lokið í næstu viku. Verður bekkurinn þá strax tekinn í gagnið. Tímapantanir eru í síma Sund- hallarinnar, 1145. Dregið í Skyndihappdrætti Knattspyrnuráðs ÍBK Dregið hefur verið í Skyndi- happdrætti Knattspyrnuráðs ÍBK. Vinningar féllu þannig: 1. vinningur, Lundúnaferð, kom á miða nr. 281. 2. vinningur, skíðaútbúnaður, kom á miða nr. 88. 3. vinningur, skíðaútbúnaöur, kom á miða nr. 843. Knattspyrnuráð ÍBK þakkar öllum þeim er studdi það og keyptu miða í þessu happdrætti. Nú er rétti tíminn til að fara að hyggja að utanhússmálningu. Athugiö okkar fjölbreytta litaúrval. diopinn Hafnargötu 80 - Keflavík • Sfml 2652 Heildsala • Smásala íþróttahús Keflavíkur Óskilamunir Mikið af óskilamunum liggur nú í íþróttahúsi Kefla víkur, og eru einstaklingar og forráðamenn barna, sem telja sig eiga þar muni, beðnir að vitja þeirra dagana 18.-22. maí frá kl. 8-17. Hundur beit heilbrigðis- fulitrúann Að undanförnu hefur mikið borið á óánægju með hundahald hér á Suðurnesjum. [ umræðu um þau mál hefur oft borið á góma óánægja með það hvað heilbrigöisfulltrúinn viröist lítiö gera til að hemja þá þróun sem oröið hefur í þessum málum. En nú verður sjálfsagt breyt- ing á, því sjálfur fulltrúinn fékk heldur betur aö kenna á því um daginn úti í Garði. Samkvæmt óstaðfestum fregnum var hann í húsi einu aö taka vatnssýni, en er hann kom út réðist heimilis- hundurinn á hann og beit. Hvort hundinum hefur verið lógað eftir þetta vitum við ekki, en heyrst hefur að málið hafi verið kært til meindýraeyöis. Frá Almannatryggingum í Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbringusýslu Vegna tölvuvinnslu skal bótaþegum bent á að tilkynna umboðinu strax um breytingu á heimilisfangi, til að komast hjá erfiðleikum í útsendingu bótamiða. Bæjarfógetinn í Keflavík Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.