Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.05.1981, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 14.05.1981, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 14. maí 1981 VÍKUR-fréttir GÓ6 þátttaka var i kröfugöngunnl Vegleg hátíðahöld 1. maí Aö venju voru mikil hátíðar- höld 1. maí sl. og var nokkuð góð þátttaka í þeim í ár. Hófust þau með kröfugöngu og síðan fór fram hátíðar- og baráttufundur í Félagsbíói og var þar mjög góð dagskrá, bæði með ræðuhöld- um og ýmsu léttmeti. Það skal vel vanda, sem lengi á að standa. Sérsmíðum allar innréttingar, lagfærum gamalt og önnumst einnig alla útivinnu. Föst verðtilboð eða tímavinna. Vönduð vinna - Hagstætt verð. Trésmiöja Keflavíkur sf. Bolafæti 3, Njarðvfk Símar 3516, 3902 og 1934 Að því loknu var opið hús hjá Verslunarmannafélaginu, kvikmyndasýning fyrir börn í Félagsbíói og um kvöldið var Karlakórinn með kabarett fyrir troðfullu húsi í Félagsbíói. Dag- skránni lauksíðan meðdansleik í Stapa fyrir fullu húsi. Að þessu sinni var Sjálfsbjörg á Suðurnesjum boðin þátttaka í deginum ítilefni af ári fatlaðraog tóku þeir virkan þátt í deginum, mættu í kröfugöngunni m.a. í hjólastól, fluttu ávarp í bíóinu og fatlaður og blindur maður, Gunnar Guðmundsson, lék á harmonikku. í ár tóku sjö stéttarfélög sig saman og mynduðu 1. maí nefnd, en þau voru: Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur, Versl- unarmannafélag Suðurnesja, Vélstjórafélag Suðurnesja, Starfsmannafélag Keflavíkur- bæjar, Starfsmannafélag Suður- nesjabyggða og Iðnsveinafélag Suðurnesja. KEFLAVfK Fasteignagjöld Seinni gjalddagi fasteignagjalda er 15. maí n.k. og ber þá að greiða eftirstöðvar þeirra. 15. júní n.k. falla 4.75% dráttarvextir á ó- greidd fasteignagjöid. Gerið skil og forðist þannig dráttarvexti og önnur óþægindi. Innheimta Keflavíkurbæjar Bestu kjör ef allir versla heima Að undanförnu hefur töluvert borið á þvi að ýmsir borgarar Suðurnesja vilja heldur sækja ýmsa nauðsynlega þjónustu til Reykjavíkur en þiggja hana hér syðra.'þó kjörin væru jafngóð eða jafnvel enn betri. [ framhaldi af því látum við fylgja eina sögu sem skeði í sl. viku. Kona ein hefur að undanförnu verslað í Reykjavík með matvöru, þar sem hún segist fá betri vöru þar en hér heima. í einni ferðinni keypti hún brauö í versluní höf- uðborginni og auðvitað var hún að kaupa betri vöru en hún fær hér, og því brá henni í brún er heim kom, því hvað haldið þið? Brauðið var frá Ragnarsbakaríi í Keflavík. Já, svona er snobbið. TRAKTORSGRAFA Tek aö mér alla aimenna gröfuvinnu. Siguröur Jónsson Sfmi 7279 Traktorsgrafa og BRÖYD X2 Tek að mér alla almenna gröfuvinnu. PÁLL EGGERTSSON Lyngholti 8 - Keflavík Sími3139 HITAVEITA SUÐURNESJA Þjónustu- síminn er 3536

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.