Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.05.1981, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 14.05.1981, Blaðsíða 6
Njarðvíkingar Suðurnesjameistarar í knattspyrnu 1981 Nýlokiö er Suöurnesjamóti í knattspyrnu. Suöurnesjameistari aö þessu sinni uröu Njarövíkingar. - Úrslit í meistaraflokki urðu sem hér segir: L U J T Mhl. Stig UMFN 6 4 1 1 8:2 9 Reynir 6 2 2 2 8:7 6 Víöir 6 3 0 3 10:10 6 UMFG 6 1 1 4 3:10 3 Víkur-fréttir óska Njarðvikingum til hamingju meö titilinn. Atvinnuhorfur unglinga Ef aö Ifkum lætur veröur frekar dauft yfir atvinnu unglinga hér i sumar. Hjá Keflavfkurbæ verður um hina hefðbundnu unglinga- vinnu aö ræöa í sumar. Frystihúsin i Keflavík veröa meö unglinga í vinnu í sumar, en þau loka þó í einhvern tíma vegna sumarleyfa. Flugvöllurinn verður varla inni í myndinni sem sumarvinnustaö- ur unglinga, t.d. eru aldurstak- mörk sett þar og einnig eru verk- efni ekki alltof mörg þar þessa stundina. Gerö verður nánari grein fyrir atvinnuhorfum unglinga í næsta blaöi. Knattspyrna: íslandsmótiö aö hefjast N.k. laugardag 16. maí hefst (s- landsmótið hjá Keflvíkingum. ( fyrstu umferö 2. deildar leika þeir hér í Keflavík viö lið Fylkis úr Reykjavík. Veröur þaö örugglega hörkuleikur, því Fylkir er nýbak- aöur Reykjavíkurmeistari í knatt- spyrnu. Keflavíkurliöiö hefur æft mjög vel aö undanförnu og lék æf inga- leik viö Breiöablik á sunnudag- inn var. Unnu leikmenn (BK með 3:1. Víkur-fréttir óska (BK-mönn- um alls hins besta í sumar og hvetur Keflvikinga til aö flykkj- ast á völlinn og hvetja okkar menn í sumar. Vonandi standa þeir uppi sem sigurvegarar í ann- arri deild og komist upp í fyrstu deild aö nýju. VÍKUR-fréttir Friðrik Valdimarsson (t.h.) afhendir Erni Óskarssyni 1.500 kr. til Tón- listarskóla Njarövíkur úr Stofnsjóöi sr. Páls Þórðarsonar. Helgi Maronsson söng einsöng viö undirleik Helga Bragasonar. Rangur söludagur á niðursuðuvöru frá Eldeyjarrækjunni sf Fyrirtæki eitt í Keflavík, sem nefnist Eldeyjarrækjan sf., hefur aö undanförnu átt erfitt með aö fara eftir reglum heilbrigðisyfir- valda. Frá fyrirtækinu hefurann- ars slagið boriö á niðursuðuvör- um er fylla ekki öll venjuleg skil- yrði yfirvalda, og hér áður fyrr bar nokkuö á gallaöri vöru þannig aö efnasamsetning var röng. Þá hefur fyrirtækið verið starfrækt í ólöglegu húsnæöi, og þrátt fyrir ítrekaðar aöfinnslur Heilbrigöiseftirlits Suöurnesja hefur ekkert veriö gert til aö bæta þar úr. Enda fór svo aö samþykkt var 5. júlí 1980 bann við notkun þess húsnæöis er fyrirtækiö haföi þá til afnota. Nú síðustu daga hefur oröiö vart viö vöru frá fyrirtækinu í nokkrum verslunum, þrátt fyrir að það eigi aö vera lokað. Ervara þessi meö ýmsu ábótavant, t.d. er ekki getið framleiösludags, heldur er getið síöasta leyfilega söludags, sem er 5. júlí 1982, eöa eftir rúmt ár. Þetta er ólöglegt, því samkv. lögum má ekki dagsetja síðasta söludag nema 6 mánuöi fram i tímann. Þessi vara er Sjólax og svokölluð Pasta. Málið er nú i athugun hjá Heil- brigðiseftirliti Suðurnesja. Valgeir Þorláksson söng einsöng viö undirleik Gróu Hreinsdóttur

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.