Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.06.1981, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 11.06.1981, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 11. júní 1981 VÍKUR-fréttir Míkur H3ETTIC Útgefandi: Vasaútgáfan Ritstjóri og ábm.: Sigurjón Vikarsson, sími 2968 Blaðamenn: Steingrimur Lilliendahl, sími 3216 Elias Jóhannsson, sími 2931 Emil Páll Jónsson, sími 2677 Ritstj. og augl. Hringbraut 96, Keflavik, simi 1760 Setnmg og prentun: GRÁGÁS HF., Keflavik Loftpressa Tek að mér múrbrot, fleygun og borun fyrir sprengingar. Geri föst verðtilboð. SÍM, 3g87 Sigurjón Matthíasson Brekkustíg 31 c - Y-Njarðvík Prjónakonur Nú kaupum við einungis lopapeysur, heilar og hnepptar. Móttaka að Bolafæti 11, Njarðvík, fimmtudaginn 18. júní og miðvikudagana 1., 15. og 29. júlí kl. 13-15. ÍSLENZKUR MARKADUR HF. ORÐSENDING frá verkalýðsfélög- um á Suðurnesjum Eins og undanfarin ár er vinna verkafólks óheimil frá föstudagskvöldi til mánudagsmorguns, átíma- bilinu 1. júní til 1. september. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennls Verkafwennafélag Keflavíkur og Njarðvfkur Verkafýðs- og sjómannafélag Gerðahrepps Verkalýðs- og sjómannafélag Mlðneshrepps —JM*---------------------------- AU IÐ í VÍKUR-FRÉTTUM „Hrífudeildin“ komin á fulla ferð“ Eitt óbrigöult merki þess að sumarið sé komið, eru vinnu- flokkar unglinga sem storma um bæinn með hrífur, skóflur, sópa og hjólbörur. Þetta er unglinga- vinnan, sem er ætluð unglingum á aldrinum 13-16 ára. Eins og áhöldin gefa til kynna er þrifn- aður aðalsmerki þessa hóps. Til þess að forvitnast lítillega um unglingavinnuna ræddum viö við Ingu Maríu Ingvarsdóttur, en hún er sú sem passar menn hangi ekki á hrífunum og skófl- unum og liggi ekki í hjólbörun- um. Inga María sagöi aö uppistað- an í hópnum væru unglingar á aldrinum 13-14 ára. Unglinga- vinnan hefði byrjað 1. júní. Nú þegar væru um 80 unglingar starfandi og skiptust í 8 hópa sem vinna víða um bæinn. Skipt- ingin er þannig að krakkarnir sem eru 13-14 ára vinna aðra hverja viku frá kl. 8-12, en annars kl. 13-17. Þeir sem eru 15-16 ára vinna allan daginn. Verkefnin eru margs konar, aöallega þó snyrting bæjarins. Nú, svo vinna nokkrir á íþrótta- vellinum, en þar eru fyrirhugað- ar miklar framkvæmdir í sumar. Einnig aðstoða unglingarnir líka aldraöa og fatlaða og aðra sem ekki geta sinnt göröum sínum einir. ( lok sumars verður sfðan leigður bátur og hver krakki fær að fara I einn róður. Fær síðan hver og einn ágóðann af þvl sem hann veiðir. Rúsínan í pylsuend- anum er svo diskótek, sem haldið verður í „Gaggó". Það er sem sagt margt sem liggur fyrir. „Passa, vaska upp og svoleiðis“ Lllja Kristfn Steinarsdóttlr og Guðlaug Erta Jónsdóttir passa Andreu Elrfksdóttur og Jfinu M. Slgurfiardóttur. Nú þegar skólinn er búinn er nauðsynlegt fyrir unga fólkið að fá sér vinnu. Við hittum þessar frísku yngismeyjar á Skólaveg- inum, en þær eru í vist. Þær eru níu og tíu ára-og eru fegnar að vera búnar í skólanum. Sögðu að þeim hefði bara gengið vel. Auk þess að passa börnin þurfa þær að vaska upp og svoleiðis. Á dag- inn fara þær út á róló og hitta aðrar stelþur sem eru í vist. Þar spjalla þær saman um lífsins gagn og nauðsynjar, meðan börnin dunda sér í sandkassan- um.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.