Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.06.1981, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 11.06.1981, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 11. júní 1981 VÍKUR-fr6ttir VÍKUR-fréttir SÓLVEIG ÞÓRÐARDÓTTIR: Þörf á heildarskipulagi á þjónustu við aldraða Armann, málgagn AB á Suðurnesj- um, hefur komiö á mjög gagnlegum umræöum um heilbrigöisþjónustu á aldraöra á Suöurnesjum, meö viötali viö Kjartan Ólafsson héraöslækni, og Geir Gunnarsson alþingismann. I 8. tbl. 2. árg. Vlkur-frétta benti Elln Ormsdóttir sjúkraliöi á ýmsar góðar hugmyndir, hvernig mætti leysa hjúkr unarmálefni aldraöra hér á svæöinu. Einnig lét Karl Sigurbergsson, full- trúi AB i bæjarstjórn Keflavikur, ekki sitja viö oröin tóm, heldur flutti eftir- farandi tillögu I bæjarstjórn: „Með til- liti til fyrirhugaörar stækkunar Garö- vangs samþykkir bæjarstjórn Kefla- vlkur aö beina þvl til stjórnar SSS (Sambands sveitarfélaga á Suöur- nesjum), aö hún hafi frumkvæöi aö þvl, í samvinnu við heilbrigðismála- ráð Reykjaneslæknishéraösað kann- aöir veröi möguleikar aö koma upp hjúkrunardeild viö Garövang." [ næst siöasta tbl. Vlkur-frétta skýröi Karl sjónarmiö sín. Allir þeir sem hafa látiö málið til sln taka ( um- ræddum viötölum, eru i megin máli sammála að nauösyn séáskjótum úr- bótum I þjónustu viö aldraöa borgara þessa svæöis. Ekki er aö undra þótt umræöan beinist að skjótum lausn- um á þessum málum, þegar til þesser litið að heilbrigöis- og félagsleg þjón- usta f heild er nokkrum árum á eftir sambærilegum sveitarfélögum. Það skal viöurkennt hér, aö nokkuö hefur miöaö fram á viö á allra siðustu árum. En langt er I land ennþá, t.d. eru mun færri starfskraftar sem vinna viö heimiIishjálp og heimahjúkrun. Ekk- ert ungbarnaeftirlit er I heimahúsum. Mikiö vantar á aö skipuleg slysamót- taka sé fyrir hendi, fólk veit ógjarnan hvort þaö á að snúa sér til vatkhafandi læknis eöa sjúkrahússins, er slys á sér staö aö kvöldi eða nóttu. Þessi mál hafa veriö látin doka svo lengi, án þess aö úrbætur séu í augsýn, sem leiðir til þess aö einstaka mál tekur sig út úr vegna neyöarinnar og leitaö veröur leiöar sem ekki er alltaf sú heppilegasta til langframa. Aöur en ég kem aö kjarna málsins ætlaég aö hnýta lltillega ífyrrnefndar blaöagreinar. Kjartan bendir á aö næsti áfangi sjúkrahússins sé heilsu- gæslustöö. Eg spyr: Eru ekki sömu aöilar sem koma til með aöfjármagna hjúkrunarheimilið Garövang og III. áfanga sjúkrahússins, sem er fyrir- hugaöur, en hluti hans ásamt gamla hlutanum miöast viö þær þarfir? Elin bendir á aö starfsfólk sjúkrahússins hafi ekki veriö haft meö I réöum viö byggingu nýja sjúkrahússins, en þaö er ekki rétt. Teikningaraf þvl lágu frammi á skrifstofu forstööumanns i langan tlma ásamt því aö þær voru kynntar á fundi meö starfsfólki I starfsmannaráöi. Það hefur komiö fram i umræöu þessari, aö á hjúkrun- arheimili fyrir aldraða þurfi síöur eins vel menntaö fólk. Ég vil benda á, aö öldruöum er meiri hætta á ýmsum sjúkdómum en þeim yngri, ásamt auknum likum á félagslegum og sál- rænum vandamálum sem leiöir til aö þörf er á góöri þekkingu um meö- höndlun þessa fólks. KJARNI MALSINS - ÞÖRF A HEILDARSKIPULAGI Flest umræöa um málefni aldraöra beinist aö þvl aö þörf;sé á fleiri stofn- unum. En mln skoðúþSer sú, að mun mannúölegra og eölijégra sé aö bæta þá þjónustu sem gefur þeim öldruöu möguleika á aö dvlejast sem allra lengst í sinu eölilega umhverfi. En frumskilyröi nú er aö komaá heildar- skipulagi í þessum málum. Þór Hall- dórsson læknir hefur látiö málefni aldraöra sig miklu varöa og í timariti Hjúkrunarfélagsins, Hjúkrun, skrifar hann góða grein umþesshluti. Farast honum svo orö: (8) „Skipulagning þessarar starf- semi þarf að vera undir einni ákveö- inni stjórn i hverju byggöarlagi meö forystu og umsjón heilbrigöisyfir- valdanna." NOKKRAR HUGMYNDIR UM SKIPULAGNINGU A ÞJÓNUSTU VIÐ ALDRAÐA OG HJÚKRUNAR- SJÚKLINGA Eftirfarandi hugmyndir miöa aö því aö samhæfa sem flesta þætti þjónust- unnar viö aldraöa og hjúkrunarsjúkl- inga. Nauösynlegur undanfari slíkrar starfsemi er í fyrsta lagi allsherjar könnun á þörf fyrir dvalarheimili og sjúkrarými fyrir hjúkrunarsjúklinga, í ööru lagi skýrar regl ugerði r u m staöal og starfsemi sllkra stofnana svo og rekstrargrundvöll þeirra. Hvert byggð arlag veruör aö skoöa sem einingu og rekstur starfseminnar I byggðakjarn- anum á aö vera í höndum einnar stjórnar. Skiptist starfsemin í tvær megin greinar, þ.e. miöstööstarfsem- innar, sem hér á eftir veröur kölluö hjúkrunarmiðstöö, og hliöarstofnan- ir, þ.e. dvalarheimili og íbúöarhús- næði fyrir aldraöa. Hjúkrunarmiðstööina má byggja upp úr eftirfarandi einingum: 1. Hjúkrunar- eöa langlegudeild, sem e.t.v. skiptist í undirdeildir eftir hjúkrunarþörf sjúklinganna (og sér- deild fyrir rugluð gamalmenni (senil dement). 2. Oöin heilsugæsla fyrir aldraöa, sen starfsemin þar skiptist þannig: a. dagvistunaldraöra, b. iöjuþjálfun og föndur, c. sjúkraþjálfun, d. lækiseftirlit, e. flutningur vistþega til og frá stofn- unum. 3. Félagsleg þjónusta: a. hjúkrun i heimahúsum, b. heimilishjálp, c. starfsemi félagsráögjafa. Langlegu- eöa hjúkrunardeildina er heppilegast aö hafa í tenglsum viö almennt sjúkrahús eöa almenna læknamiöstöö, ef sjúkrahús er ekki til. Geta þá stoödeildir svo sem röntgen og meinatæknaþjónusta svo og annar sameiginlegur rekstur nýst best. DAGLEGUR REKSTUR Hin daglega framkvæmd þeirrar samhæfingar, sem minnst er á hér aö framan yröi aðallega unninnaf starfs- hóp við hjúkrunarmiöstöðina. f þeim starfshópi þarf aö vera hjúkrunar- fræöingur, læknir og félagsráögjafi. Veröur hér reynt aö bregöa upp mynd af afgreiöslu sjúklings eöa gamal- mennis, sem þarfnast utanaökom- andi hjálpar. 1. Þegar beiöni berst um aöstoö, er hún strax tekin fyrir hjá áðurnefnd- um starfshóp. Viökomandi sjúklingur er heimsóttur af hjúkrunarkonu og fé- lagsráögjafa. Hjúkrunarfræðingur athugar heisluástand sjúklings og fé- lagsráögjafi félagslegar aöstæöur sjúklings og fjölskyldu hans. 2. Úr þessum upplýsingum er svo unnin skýrsla, sem lögð ertil grund- vallar, þegar ákveðiö skal hjálp þá er sjúklingur þarf aö fá eöa aöstoö þá er fjöiskylda hans óskar eftir. Umsækj- anda er siöan skiapö I flokk eftir þvi í hvaöa formi aöstoöin er heppilegust. Þetta skiptist þannig: a. Só sjúklingur að dómi starfshóps- ins í bráöri þörf á sjúkrahúsvist, er hann tekinn strax inn á hjúkrunar- deildina. Inntökubeiönir frá öörum sjúkrastofnunum eru og afgreiddar svo fljótt sem auðiö er. b. Sé sjúklingur ekki i bráöri þörf vist- unar af heilsufarsástæöum en hjálpar fremur leitaö af fjölskylduástæöum, er hann settur á biðlista og skipulögö er heimahjúkrun eöa heimilishjálp eftir því sem þörf þykir. c. Sé ekki þörf bráðrar utanaökom- andi hjálpar en sjúklingur dæmist geta veriö heima viö óbreyttar aðstæður um hríö er fy aðstæður um hríð, er fylgst meö sjúklingi, honum gerö heimsókn af hjúkrunarfræöingi, e.t.v. félagsráö- gjafa á nokkurra vikna fresti, svo aö hann falli ekki úr tengslum við stofn- unina. Er þá alltaf hægt aö gripa inn í ef aöstæöur breytast eitthvað. Einnig eru athugaöir möguleikar á aö sjúklingur getir flust beint yfir á dval- arheimili ef heilsa hans leyfir. d. Ef innlagöur sjúklingur hressist verulega á hjúkrunardeildinni er markmiöið að skrifa hann heim, sé þess nokkur kostur. Er þá byrjaö meö dagvistun og/eöa heimahjúkrun eöa heimilishjálp, e.t.v. lánuö heim hjálp- artæki. Sjúklingar, sem ekki geta verið heima, eru fluttir á lóttari hjúkr- unardeildir eðaá dvalarheimili, eneru eftir sem áöur undir eftirliti lækna og hjúkrunarmiðstöðvarinnar. Markmið þessarar þjónustu er aðal- lega tvennt: [ fyrsta lagi aö sjá ellisjúklingum fyrir skjótri og góöri heilsuþjónustu, þar sem læknisfræöileg þekking á elli sjúkdómum er lögö til grundvallar starfseminni. [ ööru lagi, aö samband gamla fólksins rofni sem minnst viö fjöl- skyldu þess og þaö geti lifað sem eöli- legustu llfi, jafnvel þótt heilsan bresti aö einhverju leyti. ( þriöja lagi að samhæfa hina ýmsu þætti þessarar starfsemi þannig, aö út úr þbi fáist heildarskipulag, sem reyn- ir aö fullnægja þeirri þjónustu, sem þjóöfélaginu ber skylda til aö veita öldruöu og hrumu fólki. Þar sem skipulag á borö viö þetta hefur verið reynt, hefur þaö komiö í Ijós, aö legudögum gamalla og elli- sjúkra á stofnunum hefur fækkaö aö mun, en hjúkrunarstofnanir húsa og sjúklinga, sem meö aöstoð gætu veriö heima, og spara þannig dýrmætt sjúkrarými. Þó að starfsemi sem þessi kosti tals vert fé í byrjun, hefur sýnt sig að hún borgar sig jafnvel fjárhagslega fyrir heildina, þegar til lengdar lætur. Þessir krakkar héldu hlutaveltu að Njarðvíkurbraut 7 í Innri-Njarðvík til styrktar Sjúkrahúsi Keflavíkur, og söfnuðu 120 kr. Þau heita f.v.: Nína Björk Stefánsdóttir, Berglind Rut Hauksdóttir og Vilhjálmur Stefánsson. Þessar stúlkur héldu hlutaveltu að Faxabraut 25 I Keflavík og söfnuðu 435 kr. til styrktar Sjálfsbjargar. Þær heita Sif Karlsdóttir (t.v.) og | Telma Kristín Ingólfsdóttir.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.