Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.06.1981, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 11.06.1981, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 11. júní 1981 VÍKUR-fréttir Um mðurrif gamalla húsa Fram að þessu hefur Ktið gerst Gylfi Garðarsson birtir [ Víkur- fréttum 14. maí sl. grein um nið- urrif gamalla húsa f Keflavfk. Beinir hann í þvf sambandi nokkr um fyrirspurnum til aðila sem eru málið viðriðnir. Meðal þess sem fram kemur í grein Gylfa, er sú ákvörðun, að Ijósmynda gömlu Tjarnargötu- húsin sem flutt voru burt úr bænum árið 1979. Ljósteraöfor- ráððamenn byggöasafnsins hafa fram aöþessu einungislátið Ijósmynda gömul hús í Keflavík, sem rifin hafa verið á liðnum árum. Það viröist sú húsfriðun sem getið er um f skipulagsbók- inni, sem út kom um 1973, en þar er m.a. minnst á, að varöveita skuli gömul hús í bænum, með tilliti til skipulagsins. í þessum málum, aðeins látið nægja að Ijósmynda húsin að utan. En nauösynlegt er að gera allsherjar úttekt á gömlum húsum í Keflavík. Fátt hefur þó verið framkvæmt af sliku og elstu og athyglisveröustu húsin hafa verið rifin án undangenginnar athugunar. Á ég þar við Duus- húsin. Einungis standatvö þeirra eftir, og mér er ekki kunnugt um að nein sérfræöiathugun hafi verið gerð á þeim. Þó eru þar á feröinni stórmerk hús fyrir kefl- vfska byggingasögu. Eölilegast hefði veriðaö kanna gömlu byggðina hér fyrir mörg- um árum og taka (Ijósi þeirra at- hugana ákvörðun um örlög hinna einstöku húsa. Slíkt hefur verið gert annars staöar þarsem svipaðar kannanir hafa verið Húsln á lóð Sparlsjóðsins vlð TJamargðtu KAMBUR HF. auglýsir: Erum verktakar í almennum jarðvegsfram- kvæmdum. Höfum á að skipa: Hjólaskóflu - Stórvirkri gröfu BRÖUTEX 30) 10 hjóla vörubifreiðir, eins og tveggja drifa. Seljum: Viðurkennd fyllingarefni - Gróðurmold Ofaníburðarefni - Toppefni. Kynnið yður verð og greiðsluskilmála. SÍMAR: 2130 - 2084 - 1343 geröar. Slikar kannanir hafa bæöi hagnýtt og sögulegt gildi. Leiða þær oft ýmislegt í Ijós sem ekki var kunnugt áður. Kannanir eru í ganai á nokkrum stöðum á landinu. Arið 1979 kom út grein- argerð um húsakönnun í Stykkis- hólmi árið 1978, sem er bæði fróðleg og athyglisverö. Um leið merkilegt og ágætt tillag til sögu staðarins. Það á að vara hlutverk byggða- safnsnefndar að sjá um slfka könnun I samráðl vlð bygglnga- nefnd. Aö athuga einstök hús og kalla til þess einstaklinga, sem ekki hafa sinnt slíkum athugun- um, er alveg út í hött. Á meðan beðið er eftir bygg- ingu safnhúss á Vatnsnesi, ætti að nota tímann til að undirbúa húsakönnun, enda er þaö löngu orðið tlmabœrt, svo ekki hverfi meira af okkar fábreyttu minjum hljóðlítið út í buskann. Slíkt má ekki halda áfram, enda veröur það örugglegaásteytingarsteinn seinni tíma mönnum. Keflavík, 3. júní 1981. Skúll Magnússon Útimarkaður í Njarðvík Systrafélag Ytri-Njarðvíkurkirkju hélt útimarkaö nýlegaátúninuvið kirkjuna. Á markaðnum voru seld alls kyns blóm, sumarblóm, fjölær blóm og þurrblómaskreytingar. Fjölmenni var, en allur ágóði rennur til kirkjustarfsins í Njarðvík. Meðfylgjandi myndir voru teknar á útimarkaönum. Bæjarskrifstofan í Keflavík auglýsir breyttan opnunartíma: Gjaldheimtan verður framvegis opin frá kl. 9.30 - 16 (opið í hádeginu), mánudaga til föstudaga. Bæjarritarinn í Keflavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.