Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.06.1981, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 25.06.1981, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 25. júní 1981 VÍKUR-fréttir Míkur FCETTIC Útgefandi: Vasaútgáfan Ritstjóri og ábm.: Sigurjón Vikarsson, simi 2968 Blaðamenn: Steingrimur Lilliendahl, simi 3216 Elías Jóhannsson, sími 2931 Emil Páll Jónsson, sími 2677 Ritstj. og augl. Hringbraut 96, Keflavík, sími 1760 Setnmg og prentun GRÁGÁS HF . Keflavik Loftpressa Tek að mér múrbrot, fleygun og borun fyrir sprengingar. Geri föst verðtilboö. S|M| 3937 Sigurjón Matthíasson Brekkustíg 31c - Y-Njarðvík Prjórtakonur Nú kaupum við einungis lopapeysur, heilar og hnepptar. Móttaka að Bolafæti 11, Njarðvík, fimmtudaginn 18. júní og miðvikudagana 1., 15. og 29. júlí kl. 13-15. ÍSLENZKUR MARKADUR HF. oeiimö.'if ORÐSENDING frá verkalýðsfélög- um á Suðurnesjum Eins og undanfarin ár er vinna verkafólks óheimil frá föstudagskvöldi til mánudagsmorguns, átíma- bilinu 1. júní til 1. september. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavfkur og nágrennls Verkakvennafélag Keflavlkur og Njarðvíkur Verkalýðs- og sjómannafélag Gerðahrepps Verkalýðs- og sjómannafélag Miðneshrepps AUGLÝSIÐ í VÍKUR-FRÉTTUM Ur skýrslum heilbrigðisfulltrúa:: Spóluormakos - og Fiskiðjumál Sfðan núverandi heilbrigðis- fulltrúi tók við störfum hefur hann tekið upp þá sjálfsögðu þjónustu, að senda sveitarfélög- unum, er aðild eiga að Heilbrigö- iseftirliti Suöurnesja, skýrslu um þau mál sem eru efst á baugi hverju sinni. Siðan sjá viðkom- andi sveitarfélög um að dreifa þessari skýrslu meðal sveitar- stjórnarmanna og annarra aðila. Er þetta heilbrigðisfulltrúa til sóma og veitti ekki af aö önnur embætti sveitarfélaganna sendi frá sér slíkar greinargerðir af og til. En eitt er það í þessum skýrsl- um sem illa fer í menn, en það er orðavalið sem notað er og er oft mjög háfleygt, eins og t.d. í skýrslunni sem birtist ,í heild í Víkur-fréttum 14. maí sl. um hundahald á Suðurnesjum og opnun á hundageymslunni. Þar ræddi hann um samband milli barna og hunda og komst svo að oröi: „Börnum er ítilfellum afhentur hvolpur sem barnapía. Hundur- inn þrífur sig með tungu sinni og sleikir síðan barniö um andlit og hendur í vináttuskyni og kemst þannig á beint saursýklasam- band milli hunds og barns og i næstu andrá þarf mamma og pabbl að kyssa barnið sitt ekta spóluormakossl, og þá er hring n- um lokað." ( skýrslu heilbrigðisfulltrúa fyrir jan.-marz segir svo um framkvæmdirnar að Vesturbraut 10: „Framkvæmdir við húsnæði fyrir meindýra- og hundamál að Vesturbraut 10 Keflavík, fóru að mestu fram í rissblokkum fyrstu tvo mánuði ársins, en eftir vand- lega íhugun ráðamanna voru raunhæfar framkvæmdir settar af stað í marz og hefur verið unnið við þærafverktakaaf og til siðan. Ánægja ríkir hjá borgurum með framkvæmdir þessar, þar sem sívaxandi hundafaraldur Suöurnesja- byggða hefur stöðugt aukiö óþægindi fólks f byggðunum og hlýtur það að verða krafa þeirra 98.5% sem hundlausir vilja vera, að réttindi þeirra í daglegu lífi séu ekki hundafótum troðin." Um Fiskiðjumál kemst heil- brigðisfulltrúi skemmtilega að orði: „Fiskiöjumál hafa ekki veriö til stórra vandræöa að undanförnu, en hægt og hægt miðar í rétta átt í mengunarvarnarmálum verk- smiðjunnar. Vikulegir fundir hafa verið haldnir með Ingimar Guðnasyni, hinum nýráðnaverk- smiðjustjóra, frá því hann hóf þar störf að nýju, og hafa málin veriö rædd út frá stöðunni hverju sinni. Toppmenn stjórnarinnar hafa einnig komiðtilviðræðnaeftirat- vikum mála, en þeir hafa nú um sinn mátt beita allri þeirri tækni línudansarans sem þeir frekast ráða yfir, til aö víxlstíga sig ekki í fyrirheitadansinum, því að öðrum kosti hefðu þeir fallið í öryggisnet heilbrigöisyfirvalda. Nokkuö bar á því um tíma að til verksmiðjunnar bærist gamalt slóg frá smærri fiskverkendum, sem varð til þess aö stórauka á mengunarvanda verksmiðjunnar og gerði það mörgum bæjarbú- um Keflavíkur og Njarövíkur gramt í geði. En nú er vonast til að hugarfarsbreyting hafi orðið með smáslógareigendum í átt til meira hreinlætis svo að illa lykt- andi úrgangur heyri fortíðinni til. Það er að sjálfsögöu engum óviðkomandi hvernig hráefniö er sem verksmiöjunni berst og pen- ingalyktarskyn fyrirstríðsáranna og síldarárarómantík í formi reyks og grútar heyrir nú til minjaspjöldum útvegsmanna að mestu." Þessar stúlkur héldu hlutaveltu í Framsóknarhúsinu i Keflavík, til styrktar Sjálfsbjargar. Ágóðinn varð 870 kr. Frá v.: Irmy Rós Þorstems- dóttir, Linda Þóra Grétarsdóttir og Fríða Jóhannsdóttir.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.