Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.10.1981, Síða 6

Víkurfréttir - 22.10.1981, Síða 6
6 Fimmtudagur 22. október 1981 VÍKUR-fréttir Ungliðar stjórnmála- flokkanna hafa orðið Víkur-fréttlr hafa orðiö mikinn áhuga á bæjarstjórnarkosningunum, þó svo aó langt sé í kosningar. Eöa er þaö ekki? Kannski erum viö bara komnir meö kosningaskjálfta, elns og Kalli Sigurbergs benti á iviötali sem viö áttum viö hann hér á dögunum. Hitt er deginum ijósara aö ýmsar blikur eru á iofti. Þegar viö ákváöum aö spyrja ungiiöa flokkanna út i mál er snerta stjórnun bæjarins og stjórnun SSS, kom á daginn aö ungir Framsóknarmenn höföu nylega klofiö sig út úr flokknum, meö sér framboð fyrir augum. Einnig kom fram aö ung- liðar annarra flokka voru ekki ánægöir meö sinn hlut. Lýtur þessi óánægja meðal annars aö ýmsum skipulags- og stjórnunarmálum. En gefum ungliöunum oröiö: Vilhjálmur Ketilsson, Alþýðuflokki: „FUJ hefur í mörg ár verið sterkt afl innan Alþýðuflokksins“ eigin leiðir án samráðs við bæj- ar eða sveitarfélög, treysti ég mér ekki til að svara." Hvað með SSS. Telur þú að hér sé um jákvæðan þátt í stjórn- un sveitarfélaganna að ræða? „Allt samstarf SSS er gott og ætti að vera öllum til góðs, já- kvætt. En reyndin er ekki alveg sú, a.m.k. heyrist það, þó ekki fari hátt, þvi talaðer um ríkjandi smákónga og stjórnleysi. Ef fara á út í meira samstarf, held ég að sveitarfélögin ættu að endur- skoða og endurskipuleggja starf- ið sem fyrir er." Eru hinir kjörnu bæjarfulltrúar nægjanlega virkir í stjórn bæjar- ins? ,,Ég held að allir bæjarfulltrúar séu virkir i stjórn bæjarins, en misjafnlega þó. Það er nokkuð langt síðan að bæjarfulltrúar Al- þýðuflokksins komu á föstum fundum á mánudögum fyrir bæj- arstjórnarfundi. Þar mæta flokksmenn úr hinum ýmsu nefndum og ráðum á vegum bæj- arins og bera saman bækursínar og ræða málefnin." Verður efnt til prófkjörs fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar? ,,Já, það veröur efnt til opins prófkjörs og fer það væntanlega fram í janúar." Að lokum var Vilhjálmur spurður hvort mikið af ungu fólki væri virkt i Alþyðuflokknum. ,,Ég er ekki starfandi í ung- hreyfingunm, en get sagt það, að þar fer fram ágætt starf. FUJ hef- ur um margra ára skeið verið sterkt afl mnan Alþýðuflokks- ins." RAF3ÚÐ R.Ó. Hafnargötu 44 - Keflavík Sími3337 Keramik lampar í úrvali. Vilhjálmur var fyrst spurður um hvort hann teldi að bænum og SSS væri stjórnað af embætt- ismönnum. ,, Já, á vissan hátt tel ég það. En ég lít lika á málið þannig, að em- bættismennirnir hafi verið ráðnir til starfans, einmitt til að stjórna og framkvæma. Eins og allir vita eru starfandi á vegum bæjarins ýmsar nefndir og ráð, er leggja fram hugmyndir og tillögur til framkvæmda, hver á sínu sviði. Ýmist hljóta tillögurnar sam- þykki eða synjun í bæjarstjórn eða bæjarráði. Eftir þessu tel ég að embættismenn eigi að vinna, en auðvitað koma alltaf upp mál að þeir einir verða að skera úr um. Ef átt er við með spurning- unni hvort embættismenn fari Ragnar Karlsson, Alþýðubandalaginu: „Stjórnmálaflokkarnir ekki eftir- sóknarverðir fyrir ungt fólk til þátttöku“ Eftirfarandi spurningar voru lagðar fyrir Ragnar Karlsson: Þvi hefur veriö haldiö fram aö bænum sem og SSS sé stjórnaö af embættismönnum. Telur þú slíkar fullyröingar eiga viö rökaö styðjast? „Ýmsir stjórnmálafræðingar halda þvi fram, að núverandi megin einkenni lýðræðislegra stjórnkerfa eins og rýmkaður kosningaréttur og aukin þátt- taka almennings í stjórnmálum, hafi ekki leitt til meiri valddreif- ingar. Telja þeir að valdið hafi aldrei verið meira takmarkað við þrengri hóp færri einstaklinga. Ástæðu fyrir þessu má nefna, að samfélagið og jafnframt öll stjórnunarstörf og verkefni stjórnsýslunnar hafa oröið mun flóknari og viðameiri en áður. í krafti þessa varð brýn nauðsyn á því, að stjórnunarstörf yrðu ekki unnin ífristundavinnu, til þessað árangur næöist. Komið hafa æ fleiri launaðar stöður embættis- manna. Þessir embættismenn hafa ákveðna sérþekkingu á um- fjöllunarmálum og búa yfir menntun og þjálfun i skipulags- málum umfram almenning. Vegna sérþekkingar sinnar, starfsaðstöðu og tíma hafa þeir ólíkt betri möguleika til að hafa áhrif á gang mála, en almenn- ingur og kjörnir fulltrúar hans. Augljóst dæmi þessarar þróun- ar er val fulltrúa í stjórn SSS. Telur þú aö SSS sé jákvæöur þáttur í stjórnun sveitarfélaga? ,,Sé eingöngu litið á rekstrar- hliðina eru kostir slíks samstarfs augljósir. Sveitarfélögin hafa mikinn hag af því að fást I sam- einingu við fjölda mörg verkefni. Að auki tryggir slikt samstarf smærri sveitarfélögunum fjár- hagslegt bolmagn til að sinna ýmsum brýnum úrlausnarefnum í þágu sinna íbúa, sem þau réðu ekki við ella. Hvað varðar stjórn- unarþáttinn eru kostirnir ekki eins augljósir og gallarnir. Nú- verandi stjórn SSS er glöggt dæmi um miðstýringu og em- bættismannavald, þar sem ákvarðanatakan hefur færst fjær fólkinu og í reynd hafa meiri hluta-aðilar innan sveitarstjórn- anna framselt löglegt umboð til ákvarðanatöku, af óskiljanlegum ástæðum." Telur þú aö hinir kjörnu full- trúar flokkanna séu nægjanlega virkir í stjórnun bæjarins? „Nei. Ástæðan kemur fram í svörum við 1. og 2. spurningu." Veröur efnt til prófkjörs hjá Al- þýðubandalaginu fyrir næstu kosningar? „Ákvörðun hefur ekki verið tekin um slíkt innan Alþýðu- bandalagsfélags Keflavíkur, en hennar er að vænta innan tíðar.“ Er mikiö af ungu fólki virkt i flokksstarfinu? „Nei. Pólitisk og almenn deyfð varðandi félagslega þátttöku hvetur varla ungt fólk til starfa að félagsmálum fremur en aðra ald- urshópa. Reyndar tel ég, að stjórnmálaflokkarnir séu ekki eftirsóknarverðir fyrir ungt fólk til þátttöku. Ástæðurnar liggja að mínu mati í innra skipulagi flokk- anna og starfsháttum, svo og því, hversu stefnu- og hugmynda- legur ágreiningur þeirraá millier oft á tíðum lítill i landsmálum, þótt hans verði að vísu vart í ein- staka málaflokkum." Nýkomið Hanskar Lúffur Húfur Eyrnaskjól Moon Boots Leikfimibolir og buxur Úrval íþróttafatnaðar Sportvörubúðin Hafnargötu 54 - Keflavík Sími1112 Aðalfundur KFK verður haldinn í sal Verslun- armannafélags Suðurnesja, Ffafnargötu 28, Keflavík, fimmtudaginn 29. okt. kl. 20. Stjórnin Auglýsingasíminn er1760

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.