Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.10.1981, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 22.10.1981, Blaðsíða 10
VÍKUR-fréttir 10 Fimmtudagur 22. október 1981 Ráðning hjúkrunarforstjóra við Sjúkrahúsið: Ekki pólitísk - segir Steinþór Júlíusson, bæjarstjóri ( síðasta tbl. Víkur-frétta var greint frá ráðningu hjúkrunar- aforstjóra við Sjúkrahus Kefla- víkur. I fréttinni kom m.a. fram að sumir töldu ráðninguna vera pólitiska og að starfsfólkiö hefði safnað undirskriftum til stuðn- ings Sólveigu Þórðardóttur, sem sótti um starfið á móti þeim Emeliu Guðjónsdóttur og Ernu Bergmann, en þær sóttu um starfiö sameiginlega. ( texta undirskriftarskjalsins segir: ,,Vegna væntanlegs úr- skurðar um ráðningu forstöðu- konu við Sjúkrahús Keflavíkur, viljum við undirritað starfsfólk koma fram ósk okkar um að Sól- veig Þórðardóttir fái tækifæri til að reyna sig við starfið. Viö telj- um hana hæfa og líklega til að koma á æskilegum umbótum innan stofnunarinnar. Við óskum eftir að tekið sé tillit til þessarar stuðningsyfirlýsingar okkar, vegna þess að við teljum þetta álit meiri hluta starfsfólksins." Á fundi sjúkrahússtjórnar 5. okt. sl. var tekin afstaða til um- sóknanna. Á fundinum var sam- þykkt tillaga frá Kristjáni Sig- urðssyni, yfirlækni, um að fram- lengja umsóknarfrestinn og að þær Emelia og Erna yrðu ráðnar til bráðabirgða [ tillögunni segir einnig að gerð yrði....tilraun til að fá hjúkrunarfræðing með stjórnunarreynslu . . . “ Á fund- inum var lögö fram umsögn hjúkrunarráðs um hæfni um- sækjendanna. Þar segir m.a.: „Umsækjendur hafa allir lokið prófi i hjúkrunarfræði og hafa hjúkrunarleyfi og teljast því hæf- ir til að gegna stöðunni." Einnig segir að Sólveig hafi „sáralitla" reynslu í hjúkrunar- starfi. Aftur á móti hafi Emelíaog Erna ,,.... verulega starfs- reynslu . . . og hlýtur það að vega þungt á metunum, þegar ráða þarf i starf hjúkrunarforstjóra." Á nefndum fundi varð stjórnin sammála að skipta ekki embætt- inu á milli tveggja eða fleiri aöila. en réði þó þær Emeliu og Ernu til bráðabirgða. Vegna þessa lét Guðrún Guðbjartsdóttir bóka eftirfarandi: „Ég lýsi undrun minni á að þessi afstaða skuli tekin, þ.e. stjórnin telur ekki að i framtíðinni skuli starfinu tví- skipt, en samt er sú ákvörðun tekin til bráðabirgða." Blaðið náði tali af Steinþóri Júlí- ussyni bæjarstjóra, en hann er i sjúkrahússtjórn og greiddi atkvæði með tillögu Kristjáns Sigurðssonar, og spurði hann fyrst hvort ráðningin hefði verið pólitísk. „Nei, langt í frá. Ég er aðeins með eitt atkvæði í sjúkrahús- stjórn og tel mig hafa ráðstafað því rétt, samkvæmt þeim upp- lýsingum sem lágu fyrir." Hvers vegna voru þær Emelia og Erna einungis ráðnar til bráðabirgða? „Vegna þess að stjórnin ætlar að reyna að fá hjúkrunarfræðing með stjórnunarmenntun i stöð- una, og því framlengdum viðum- sóknarfrestinn." Stjórnin er sammála um að skipta ekki stöðunni, en skiptir henni þó til bráðabirgða. Hvers vegna? „Það var gert til þess að úti- loka ekki Þær Emelíu og Ernu í framtíðinni. Þó má segja að bók- un Guðrúnar sé rökrétt. En þar sem Emelía og Erna hafa gegnt starfinu til bráðabirgða frá 1. júlí og hafa báðar verið hjúkrunar- forstjórar áður, þá væri óeðlilegt að taka Sólveigu fram fyrir þær, enda hefur hún enga starfs- reynslu á þessu sviði. Það er þetta sem tillaga Kristjáns fól i sér." „Hvers vegna var ekki tekið til- lit til óska starfsfólksins? „Ég tel stuðningsyfirlýsing- una ekki marktæka þar sem hún barst ekki til stjórnarinnar fyrren að fundurinn var settur. Einnig vegna þess að af 20 nöfnum list- ans voru 14 vélrituð en einungis 6 handskrifuð." Telur stjórnin liklegt að fleiri umsækjendur hafi áhuga á stöðu hjúkrunarforstjóra, þegarbúiðer að framlengja umsóknarfrest- inn tvivegis? „Við vonumst til þess að leysa þetta mál til frambúðar." Ef fleiri umsækjendur koma ekki fram, ætlar stjórnin þá að setja þær Emelíu og Ernu i starflð til frambúðar? „Það er ekki hægt að svara þessu, þetta verður tekið til um- ræðu." Hvers vegna tekur stjórnin upp á þvi núna að auglýsa eftir hjúkr- unarfræðingi með menntun í stjórnun? „Það má segja að það hafi verið mistök í fyrri auglýsingum. Ég bendi á að í umsögn hjúkr- unarráðs stendur að æskilegt sé að hjúkrunarforstjóri hafi mennt- un í stjórnun." Telur þú að málefni sjúkra- hússins séu í ólestri, eins og virð- ist koma fram i stuöningsyfirlýs- ingu starfsfólksins? „Nei, alls ekki. Ég get ekki séð að bréfið bendi til þess. Það má gera umbætur viða. Mér finnst spurningin ekki eiga rétt á sér." Blaðið leitaði einnig til ann- arra aðila sem tengjast þessu máli, m.a. starfsfólks sjúkrahúss- ins, en enginn af þeim vildi tjásig um málið. Sólveig Þóröardóttir sagði: „Ég undirstrika, að hér er verið að hjúkra sjúku fólki og það verður engum greiði gerður með þvi að halda illdeilum á lofti. Það gæti bitnað á þeim sem síst skyldi." Byggðasafn Suðurnesja Vatnsnesi er opið sunnudaga kl. 14-17. Bílskúr óskast til leigu helst tvöfaldur, ekki skilyrði. Á sama stað óskast gírkassi i Ford. Uppl. í sima 3863. TRAKTORSGRAFA Tek að mér alla almenna gröfuvinnu. Sigurður Jonsson. Simi 7279 íbúö óskast Óska eftir að taka 2-3ja herb. íbúð á leigu á Suðurnesjum. Uppl. í síma 7645 í dag og næstu daga. ibúö óskast 2-3ja herb. ibúð óskast til leigu. Uppl. i síma 1717. Atvinna óskast 21 árs stúlka með stúdentspróf óskar eftir vinnu hálfan daginn. Allt kemurtil greina. Uppl. í síma 2199. Til sölu Royale kerruvagn, vel með far- inn. Uppl. í síma 3425. Ökukennsla Kenni á SAAB, mjög lipra og skemmtilega bifreið. Útvega öll prófgögn, ef þess er óskað. Magnús Þór Helgason Simi 1197 Þátttakendur í firmakeppni Bridgefélags Suöurnesja 1981 Dropinn, Keflavík Eignamiðlun Suðurnesja Gunnarsbakarí, Keflavík Hitaveita Suðurnesja Innrömmun Suðurnesja Kaupfélag Suðurnesja Keflavikurbær Njarðvíkurbær Samvinnubanki (slands, Keflav. Samvinnutryggingar, keflav. Sparisjóðurinn í Keflavík Sportvörubúðin, Keflavík Steindór Sigurðss., sérl. og hópf. Útvegsbanki (slands, Keflavik Verslunarbanki (slands, Keflavik Víkur-fréttir Bridgefélag Suðurnesja færir ofangreindum fyrirtækjum og stofnunum kærar þakkir fyrir þátttökuna og stuðning við félagið. afsláttar- O kortin eru á leið til félagsmanna. 2 kort gilda til 30. nóvember. 2 kort gilda til 16. desember. Það borgar sig að versla í kaupfélaginu. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.