Verslunartíðindi - 01.01.1918, Blaðsíða 10

Verslunartíðindi - 01.01.1918, Blaðsíða 10
Verslunartíðindi 2 (Departement). Ber þeim að vinna að því að efla verslun, iðnað og siglingar og gæta hagsmuna þeirra atvinnugreina. Ráðin eru misstór og fer tala fulltrúanna eftir því sem þörf krefur, frá 9 upp í 21, nema í verslunarráði Parísarborgar. Það er skip- að 36 fulltrúum. Fulltrúarnir eru kosnir með þeim hætti, að lögskipuð nefnd sem- ur kjörskrárnar og eru teknir á þær kaup- menn þeir innan kjördæmisins, er kunnir eru að áreiðanlegleik, reglusemi og dugn- aði. Auk kaupmanua má ennfremur taka upp í skrárnar forstjóra fyrir hlutafjeiög- um, miðlara og skipstjóra á millilanda- skipum. Verslunarráðin standa í beinu sambandi við verslunarmálaráðherrann og gefa honum árlega skýrslu um starfsemi sína. Stjórnin getur leitað álits verslunar- ráðanna um hvaða efni sem er -og sam- kvæmt lögum eiga ráðin heimtingu á því, að leitað sje álits þeirra þegar um er að ræða lög eða tilskipanir, er snerta við- skiftavenjur, kauphallarmál, stofnun við- skiftadómstóla, ný verslunarráð, útibú Þjóð- bankans, opinber vörugeymsluhús, skipun miðlara, staðfesting á flutningsgjöidum og verklegar framkv. af hálfu þess opinbera. Af sjálfsdáðum láta verslunarráðin oft í ljósi álit sitt og koma með tillögur, sjerstaklega um verslunar- og tolllöggjöf, járnbrauta- og siglingamál. Undir eftirliti stjórnarinnar hafa verslunarráðin með höndum ýms opin- ber störf, svo sem starfrækslu kauphalla, útgáfu uppruna-vottorða fyrir útflutnings- vöru, tilnefning matsmanna o. fl. Enn- fremur geta ráðin tekið að sjer framkvæmd og stjórn opinberra fyrirtækja, t. d. hafn- arbyggingar og annað þess háttar. — Kostnaðinn við rekstur verslunarráðanna greiða atvinnurekendur á þann hátt, að þeir gjalda i því skyni viðbótarskatt við atvinnuskattinn, og er hann innheimtur ásamt aðalskattinum. Viðast á meginlandi Norðurálfunnar eru verslunarráðin opinberar eða hálf opinber- ar stofnanir. Fyrirkomulag þeirra er nokk- uð með ýmsu móti, en í aðaldráttunum eru þau þó venjulega svipuð því sem er í Frakklandi. í Þýskálandi falla opinberar fulltrúastofnanir fyrir atvinnuvegina að mestu leyti undir löggjafarvald sjerríkj- anna. Þó er verslunarráðum með alríkis- lögum veittur tillögurjettur um skipun verslunardómara og rjettur til að skipa sjerstaka endurskoðunarmenn, er eiga að hafa eftirlit með stofnun hlutafjelaga. Enn- fremur veita kauphallarlögin, sem eru al- ríkislög, heimild til þess að stjórnir sjer- ríkjanna feli verslunarráðum eða kaup- mannafjelögum umsjón með kauphöllum og viðskiftastofnunum, er standa í sam- bandi við þær. Að öllu öðru leyti ákveða því sjerrikin sjálf verksvið og fyrirkomu- lag verslunarráðanna. í Prússlandi er verslunarráðunum ætlað að vinna að hags- munum atvinnurekenda í heild sinni, sjer- staklega á þann hátt að aðstoða stjórnar- völdin í öllu því, sem gert er af þeirra hálfu til þess að efla verslun og annan atvinnurekstur, og ennfremur ber verslun- arráðunum að láta í tje skýrslur, tillögur og yfirlýsingar. Þeim er með lögum veitt- ur rjettur til þess að koma á fót stofnun- um til eflingar verslunaratvinnunni og mentastofnunum fyrir verslunarmenn. Kosn- ingarrjett til verslunarráða hafa allir bú- settir kaupmenn og fjeiög, sem reka versl- unaratvinnu, ef hlutaðeigandi greiðir at- vinnuskatt og er á verslunarskrá sem firmahafi. Ennfremur námueigendur eða leigjendur og allir aðrir, er reka atvinnu á kaupmanna vísu. Kjörgengur í verslun- arráð er hver sá, er heflr kosningarjett til þess, sje hann þýskur þegn og fullra 25 ára að aldri. Kostnaðurinn við rekst- ur verslunarráðanna er greiddur með við- bótarskatti við atvinnuskattinn, en viðbót- arskatturinn má þó eigi án samþykkia

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.