Verslunartíðindi - 01.01.1918, Blaðsíða 15

Verslunartíðindi - 01.01.1918, Blaðsíða 15
Verslunartíðindi 7 ur og breyting sú, er gerð var 1914 á skipun ráðsins, virtist hafa lítil áhrif í þá átt, að ráðið yrði beinlínis fulltrúa- ðtofnun fyrir verslunarstjett alls landsins. Til þess að koma upp fullnægjandi full- trúastofnun þuifti því að gjörbreyta fyrir- komulaginu. Málið var á ný tekið fyrir í Kaupmannafjel. Rvík. Var mönnum ljóst að nauðsynlegt var að setja á fót fasta skrifstofu, en til þess og ýmislegs annars, var óhjákvæmilegt að stofnunin væri fjár- hagslega sjálfstæð. Á fundi kaupmanna- fjelagsins 30. nóv. 1916 var samþykt að koma upp slíkri' skrifstofu. Var kaup- mannaráðinu falin öll framkvæmd í mál- inu og skyldi skrifstofan vera undir um- sjón kaupmannaráðsins, þangað til þátt- takendur sjálfir hefðu nánar ákveðið um fyrirkomulag fulltrúastofnunarinnar. I kaupmannaráðinu áttu þá sæti: Jes Zimsen, formaður, Olafur G. Eyjólfsson, ritari, Garðar Gislason, Jón Brynjólfsson og Páll Stefánsson, en varamenn voru Olafur Johnson og Páll H. Gíslason. Þann 12. des. lá málið fyrir fundi kaupmanna- ráðsins. Tók ráðið það strax til athugun- ar og skömmu siðar ákvað það að byrja á framkvæmdum í málinu. Innan Kaup- niannafjelags Reykjavikur höfðu margir þegar lofað tillagi til stofnunarinnar, en kaupmannaráðið leitaði frekari undirtekta bæði hjer i Reykjavík óg út um land. Var sent út umburðarbrjef þess efnis í byrjun febrúarmánaðar. En þar sem þá þegar höfðu orðið góðar undirtektir undir málið í Reykjavík og allvíða út um land- ið, ákvað kaupmannaráðið að láta skrif- 8tofuna taka til starfa í byrjun maímánað- ar og rjeð Georg Olafsson cand polit, til þess að veita henni forstöðu. Á hinum tilsetta tima tók skrifstofan til starfa und- ir umsjón kaupmannaráðsins og var úr þvi unnið að itarlegri undirbúningi undir Stofnfundinn, og þá aðallega að samningu frumvarps til laga fyrirhugaðrar fulltrúa- stofnunar. Vegna þess að allar strand- ferðir voru á mestu ringulreið, var dreg- ið að ákveða stofnfundardaginn í von um að einhver festa kæmist í skipagöngurnar, svo að hægt væri að haga fundartíma þannig að þáttakendur utan af landi gæti sótt fundinn. Þegar komið var fram í ágústmánuð og ekki rættist enn neitt úr þessu, sá kaupmannaráðið sjer eigi annað fært, en að ákveða stofnfundardaginn þrátt fyrir óvissuna um skipaferðir. Nokkrar líkur voru til þess að Sterling kæmi úr strandferð laust fyrir miðjan september- mánuð og var því stofnfundurinn ákveðinn 17. september, og það auglýst í flest- öllum blöðum landsins. Stofnfundurinn hófst hinn ákveðna dag kl. 5 e. b. og var hann haldinn í húsi K. F. U. M. Formaður kaupmannaráðs- ins, konsúll Jes Zimsen setti fundinn og samkvæmt tillögu hans var Jón Brynjólfs- son kaupm. kosinn fundarstjóri, en hann kvað Pál H. Gislason kaupm. til ritara fundarins. Því næst skýrði formaður kaupmannaráðsins frá tildrögum og und- irbúningi fundarins; ennfremur gerði hann grein fyrir tillögum kaupmannaráðsins, rer fólust í frumvarpi til laga fyrir Verslun- arráð Islands, og lá það prentað fyrir fundinum. Er form. kaupmannaráðsins hafði lokið máli sínu, bar fundarstjóri upp tillögu um að komið væri á fót fulltrúa- stofnun fyrir verslun, iðnað og siglingar, og var hún samþykt í einu hljóði. Var þá tekið fyrir frumvarpið og breytinga- og viðaukatillögur við það, er fram komu á fundinum. Eftir ítarlegar umræður um einstakar greinar frumvarpsins var það samþykt í heild sinni að mestu leyti óbreytt eins og það var lagt fyrir fundinn. Lögin eins og þau voru samþykt á stofnfundin- um, eru birt hjer á eftir og skal sjerstak- lega vakin athygli 2. og 7. gr., er ræða

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.