Verslunartíðindi - 01.01.1918, Blaðsíða 16

Verslunartíðindi - 01.01.1918, Blaðsíða 16
8 Verslunartíðindi um tilgang og verksvið verslunarráðsins. Er lokið var umræðum og atkvæða- greiðslu um lögin fór fram kosning 7 full- trúa í ráðið og hlutu kosningu: Jes Zim- sen, Garðar Gíslason, Jón Brynjólsson, Carl Proppé, J. L. Jensen-Bjerg og Olgeir Frið- geirsson. Varafulltrúar voru kosnir Þórð- ur Bjarnason og L. Kaáber. Ennfremur voru kosnir tveir endurslcoðunarmenn og hlutu kosningu Pjetur Þ. J. Gunnarsson og Jón Þorláksson. Varaendurskoðunar- maður var kosinn Pjetur Halldórsson. Að kosningunum ioknum var fundi slitið. Alls höfðu mætt á fundinum 52 manns, en auk þess komu fram 21 skrifleg umboð til þess að mæta fyrir annara hönd. Verslunarráð Islands hjelt hinn fyrsta fund sinn föstudaginn 21. september og fóru þar fram kosningar innan ráðsins samkvæmt 9. gr. laganna. Formaður var kosinn Garðar Gíslason, varaformaður Carl Proppé og 'til þess ásamt formanni og varaformanni að hafa umsjón með og framkvæmd á daglegum störfum ráðsins, var kosinn Olafur Johnson. Ennfremur fór fram kosning kjörstjóra og hlaut 01- geir Friðgeirsson kosningu. Lög Yerslonarráðs íslands. (Samþykt 17. september 1917;. 1. gr. Fulltrúanefnd gú, er kosin er samkvæmt lögum þessum, heitir Verslunarráð Islands. Þaö kef- ur skrifstofu og varnarþing í Beykjavík. 2. gr. Tilgangur Verslunarráðs Islands er að vernda og efla verslnn, iðnað og siglingar á þann hátt, sem nánar er tekið fram í lögnm þessum. 3. gr. Báðið skipa 7 fulltrúar, er kosnir eru til 3 ára. 1918 skulu 3 ganga úr ráðinu eftir hlutkesti og 1919 ganga 2 úr eftir hlutkesti af þeim 4, er kosnir voru 1917. TJr því ganga fulltrúar eftir kjör- Bls. 8 Inn i 5. línu að ofan bætist: Olafur Jóhnson aldri úr ráðinu. — Ennfremur skulu kosnir 2 vara- fulltrúar og gildir kosning þeirra til 3 ára. Verði sæti autt í ráðinu milli kosninga, skal hinn fyr kosni varafuiltrúi taka sæti í ráðinu, þangað til næsta kosning fer fram, og sje þá enn nokkuð eftir af kjörtima hins fráfarna, skal kjósa fulltrúa i hans stað fyrir það sem eftir er af kjörtimauum. Heimilt er að endurkjósa fulltrúa i ráðið. Eulltrúarnir bera allir sameiginlega ábyrgð á gjörðum og eignum ráðsins. 4. gr. Kosningarrjett til ráðsins bafa þeir kaup- menn, iðnrekendur, skipaútgerðarmenn og forstöðu- menn slikra atvinnufyrirtækja, er greitt hafa tillag sitt til reksturskostnaðar ráðsins fyrir yfirstandandi ár. Kjörgengir í ráðið eru allir þeir, sem kosningar- rjett hafa og búsettir eru i Eeykjavik eða svo nálægt bænum, að þeir að staðaldri geti tekið þátt í störf- um ráðsins. 5. gr. Hver hluttaki skal greiða, að minsta kosti, 50 kr. á ári til reksturskostnaðar ráðsins, og skal tillagið greitt fyrir aprilmánaðarlok. 6. gr. Kjörstjóri annast um undirbúning kosninga. Hann sjer um, að fyrir júnímánaðarlok sjeu send eyðublöð undir kosningar þær, er fram eiga að fara á árinu. Eyðublöðin skulu send öllum þeim, er kosningarrjett hafa samkv. 4. gr. og skal á þeim sjást hve marga fulltrúa á að kjósa; ennfremur skal þess getið á eyðublöðunum hverjir sitji eftir i ráð- inu. Kjósandi endursendi kjörseðilinn lokaðan og frímerktan til kjörstjóra svo snemma að bann sje í höndum kjörstjóra fyrir þann dag, er talning atkvæða fer fram. Kjörstjóri skal hafa atkvæðakassa, er sje þannig læst, að í hann verði eigi komist nema með tveim lyklum, en mjó rifa sje á lokinu, er hægt sje að stinga kjörseðlum niður um. Geymir formaður ann- an lykilinn að atkvæðakassanum, en kjörstjóri hinn. Jafnóðum og kjörseðlarnir berast kjörstjóra lætur hann þá óopnaða niður i atkvæðakassann. 1. dag októbermánaðar eða næsta virkan dag kveður formaður ráðið til fundar og skal þar opna atkvæðakassann og telja atkvæðin. Aðgang að þess- um fundi hafa allir þeir er kosningarrjett hafa til ráðsins. Verði ágreiningur um, hvort atkvæði sje gilt, sker ráðið úr; þó má fulltrúi aldrei taka þátt i úrskurði um gildi atkvæðis, er varðar hann sjálfan. 7. gr. Verksvið ráðsins er: a) Að svara fyrirspurnum frá alþingi, stjórnar- vöidum og öðrum um verslunar- vátryggingar- toll- og samgöngumál og annað það, er varðar atvinnu- greinir þær, sem ráðið er fulltrúi fyrir. Báðið skal

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.