Verslunartíðindi - 01.01.1918, Blaðsíða 12

Verslunartíðindi - 01.01.1918, Blaðsíða 12
4 Verslunartíðindí reynslutíma. Haíi ráðið komist að því að viðskiftavenjunni hafi alment verið fylgt, þá er hún, að reynslutímanum loknum, álitin föst viðskiftavenja. Gagnstætt því sem er um flest verslun- arráð á meginlandi álfunnar eru bresku verslunarráðin að engu leyti opinberar stofnanir, heldur hefur þeim verið komið á á fót og þau ávalt verið starfrækt af verslunarstjettinni sjálfri, án þess að nokk uð hafi verið lögskipað um þau. Samt sem áður eru þau i náinni samvinnu bæði við þingið og stjórnarvöldin. Sjerstaklega heflr verslunarráðuneytið (Bord of Trade) mikið saman við þau að sælda, vegna þess, að á því hvílir sú skylda, að láta ríkis- ráðinu að staðaldri í tje upplýsingar um kjör og þarfir verslunarstjettarinnar, en slíkar upplýsingar fær ráðuneytið bestar með því að leita álits verslunarráðanna. Bresku verslunarráðin hafa einnig unnið þáttakendunum mikið gagn með því að láta þeim í tje margvíslegar upplýsingar í viðskiftamálum, svo sem upplýsingar um markaðsverð og líklega sölustaði fyrir út- flutningsvörur. Þá hafa ráðin ennfremur gert afarmikið til þess að auka mentun verslunarstjettarinnar, bæði með fyrirlestr- um og bókaútgáfu, og einkum með því að endurbæta verslunarskólana. Alls eru í Bretlandi á annað hundrað verslunarráð; lang öflugast er verslunarráðið í London, en þó eru mörg hinna mikilvægar stofn- anir. Árið 1860 mynduðu ráðin í samein- ingu Association of Chaonbers of Commerce of the United Kingdom og er sá fjelagsskap- ur einskonar miðstöð allra verslunarráð anna. I Danmörku starfar »Grosserer-Societetets komité« á svipaðan hátt og verslunarráð í öðrum löndum. Það er skylda allra þeirra er hafa borgarabrjef sem heildsalar í Kaup- mannahöfn að gerast fjelagar í »Grosserer- Societetet« og greiða tillag það, er með þarftil þess að standast útgjöld stofnunar- innar, samkvæmt nánari ákvörðun nefnd- arinnar. Þrátt fyrir það að einungis heild- salar í Kaupmannahöfn hafa kosningar- rjett til nefndarinnar og eiga sæti í henni, er nefndin lögskipuð fulltrúastofnun fyrir verslunarstjett alls landsins. I nefndinni eiga sæti 13 manns og kjósa þeir sjálfir formann nefndarinnar. Bæði kosning nefnd- armanna og formanns skal tilkynt versl- unarráðuneytinu. Verksvið nefndarinnar er að stjórna kauphöll Kaupmannahafnar, að svara fyrirspurnum um viðskiftamál (responsa) frá stjórnarvöldum og dómstól- um eða frá einstökum mönnum viðvíkj- andi málum sem þeir eiga í fyrir dómstól- unum, að láta í ljósi álit sitt um þau mál- efni, sem stjórnin leggur fyrir nefndina til athugunar eða af eigin hvötum að bera fram þau málefni er varða verslunarstjett- ina. Nefndin tekur þátt í kosningu dóm- ara í sjó- og verslunardóminn og sjer um miðlarapróf. Ennfremur tekur nefndin þátt í að ákveða hið opinbera víxilgengi og hefir eftirlit með gengisskráningu verðbrjefa. í sambandi við nefndina heflr verið komið á fót föstum gerðardómum fyr- ir einstakar verslunargreinar og hafa þeir unnið sjer mjög mikið álit. Víðast annar- staðar er slíkum gerðardómum þannig fyr- irkomið, að málsaðiljar velja hver um sig einn eða fleiri í dóminn og er þá hætt við að þeir sem valdir hafa verið skoði sig sem fulltrúa málsaðilja og eigi erfitt með að líta óvilhalt á málið. Hjá þessu er sneitt þegar hægt er að leggja málin í gerð- ardóma, sem ávalt eru til taks. — Eins og irá hefir verið skýrt, er nefndin eina opin- bera fulltrúastofnunin fyrir verslunarstjett- ina. En til þess að koma á fót fullkomn- ari og viðtækari fulltrúastofnun var árið 1884, að tilhlutun nefndarinnar, boðað til allsherjar fulltrúafundar fyrir verslunar- stjettina dönsku og var á honum stofnuð

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.