Verslunartíðindi - 01.01.1918, Blaðsíða 24

Verslunartíðindi - 01.01.1918, Blaðsíða 24
Verslunartíðindi 16 flutning og farþega með þeim, eða taka þau að öllu í sína þjónustu um lengri eða skemri tíma. Landsstjórnin getur gjört fyrirskipanir um þau atriði, er þurfa þyk- ir, viðvíkjandi skipverjum, farþegum og póstflutningi með skipum, og ákveður brot gegn þeim fyrirskipunum. Reglugjörð þess efnis hefir verið gefin út 8. þ. m. Lög um einkasöluneimild lands- stjórnarinnar á steinolíu. 1. gr. Landstjórninni veitist heimild til að kaupa svo mikla steinoliu, er henni þarfa þykir til þess að birgja landið, og seija hana kaupmönnum, kaupfje- lögum, sveitafjelögum og öðrum, samkvæmt reglu- gerð fyrir steinoliuverslnnina, er landsstjórnin setur. I þessu skyni veitist landsstjórninni og heimild til að taka það lán, sem á þarf að halda tii inn- kaupa á olíunni, til áhalda og reksturs. 2. gr. Þegar landsstjórnin hefur tekið að sjer aðflutninga á steinoliu samkvæmt 1. gr., er engum öðrum leyfilegt að flytja hingað til lands steinolíu en landsstjórninni, nema með sjerstöku leyfi heunar. 8. gr. A hvert steinoliufat (150 kg), sem lands- stjórnin selur hjer & landi, skal leggja 4 kr. gjald, er renni að hálfu i landssjóð, en að hálfu i veltu- fjár- og varasjóð steinolíuverslunarinnar. Að öðru leyti skal selja oliuna fyrir það verð, er liðlega svarar innkaupsverði og öllum kosuaði. Þegar versluninni hefur safnast svo mikið veltu- fje, að nægi til að reka með verslunina skuldiaust, fellur gjald það, er ræður um í 1. málsgr. þessarar gr., að öllu leyti i landssjóð. Hvers árs arður, sem til kann að falla umfram hið ákveðna 4 kr. gjald, leggist í veltufjár- og varasjóð verslunarinnar, enda ’her hann og það tap, sem verslunin kann að verða , fyrir. 4. gr. Landsstjórnin má þá fyrst nota þessa heimild, er hún hefur fengið banka- eða handveðs- tryggingu, er hún álítur fullnægjandi fyrir því, að áreiðanleg verslunarhús selji landinu nægar birgðir af steinolíu fyrir eigi hærra verð en alment stórkaupa* markaðsverð er á hverjum tíma á þeim stað, sem olian er keypt, og segi slikum samningi eigi upp með minna en 1 árs fyrirvara. 5. gr. Landsstjórnin skipar vel hæfan mann, er ; hafi forstöðu steinolíuverslunarinnar og alla reiknings- fræðsluna á hendi. Landsstjómin velúr 2 verslunar- fróða endurskoðunarmenn til að rannsaka alla reikn- inga og hækur verslunarinnar, og skal sú endurskoð- un fara fram árlega eftir hendinni, og eigi sjaldnar en eftir hverja 8 mánuði. Landsstjórnin ákveður laun forstöðumannsins og endurskoðenda 6. gr. 1 reglugerð þeirri, er getur um í 1. gr., kveður landsstjórnin á um, hvernig fara skuli um steinoliubirgðir þær, sem fjelög eða einstakir menn kunna að eiga óseldar, þegar lög þessi koma til fram- kvæmda, hvort leyft skuli að selja þær, eða hvort þær skuli teknar eignarnámi til handa landssjóði. 7. gr. Brot gegn 2. gr. laga þessara varða sekt- um alt að 100000 kr., og skal ólöglega innflutt stein- olía upptæk og andvirðið renna i landssjóð. Með brot gegn lögum þessum skal farið sem með almenn lögreglumál. * 8. gr. Um leið og verslun landsins með steinolíu byrjar, fellur niður vörutollur sá á steinolíu, sem ákveðið er i lögum nr. 30. 22. okt. 1912, um vöru- toll. Með lögum þessum eru úr gildi numin lög nr. 32, 22. okt. 1912, um einkasöluheimild landsstjórnarinnar á steinolíu. Lög um samþyktir um lokunar- tíma sölubúða í kaupstöðum. 1. gr. I kaupstöðum gete bæjarstjórnir gert sam* þyktir um lokunartima sölubúða. 2. gr. I samþyktum má kveða á um það, að kaup og sala megi eigi fara fram i sölubúðum kaupmanna tiltekinn tima á sólarhring hverjum, eða tiltekna daga, eftir þvi sem til hagar á hverjum stað, »vo og að kaupmenn skuli skyldir að loka sölubúðum sín- um á tilteknum tíma. Setja má og i samþykt samskonar ákvæði um kaup og sölu utan söiubúða, er fram fer á götum eða torgum á varningi, sem eigi má selja nema sam- kvæmt verslunarleyfi. 3. gr. Nú hefur bæjarstjórn gert samþykt sam- kvæmt 1. gr., og skal hún þá senda frumvarpið stjórnarráðinu til staðfestingar. Nú virðist stjórnarráðinu ákvæði í samþykt ganga of nærri rjetti manna eða atvinnufrelsi. eða brjóta bág við almennar grundvallarreglur laga, og synjar Íað þá samþykt, staðfestingar, en tilkynna skal það æjarstjórn ástæður fyrir synjun sinni. Að öðrum kosti staðfestir stjórnarráðið samþyktina og ákveður, hve nær hún skuli koma til framkvæmdar. Samþykt heldur gildi sínu 10 ár í senn, nema breytt sje eða afnumin áður, en endurnýia má hana, á Sama hátt og hún var sett, jafnlangan tíma. Samþyktir samkvæmt lögum þessum skal birta i B-deild Stjórnartiðindanna. ísafoldarprentsmiðja 1918.

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.