Verslunartíðindi - 01.01.1918, Blaðsíða 14

Verslunartíðindi - 01.01.1918, Blaðsíða 14
6 Verslunartíðindi innar, og liggja til þess eðlilegar ástæður. Eins og til hagar hjer á landi hamla fram- kvæmdum í þvi efni ýmsir örðug- leikar sem lítið gætir annarsstaðar. — Landið er fáment, en víðáttu mikið, og- þessvegna mjög strjálbygt. Samgöngur eru ónógar og það jafnvel svo, að alt miðbik vetrar er að heita má samgöngulaust. Er því margt sem hjálpast að til þess að gera erfiða samvinnu, er nái um land alt. En einmitt af því, að svo sjerstaklega hagar til hjer á landi, ber enn brýnni nauðsyn til þess, að atvinnustjettirnar hafi fulltrúa- stofnanir, er komi fram fyrir þeirra hönd og starfi að efling atvinnuveganna. Land- búnaðurinn hefur líka lengi átt fulltrúa- stofnun, þ. e. Búnaðarfjelag íslands og sájvarútvegurinn eignaðist sína 1911, er Fiskifjelag íslands var stofnað. Fjelögin, eða öllu heldur stjórnin þeirra, gæta hags- muna þessara tveggja atvinnuvega og að- stoða landsstjórnina í málum, er snerta lanbúnað og sjávarútveg. En þar til Versl- unarráð íslands var stofnað var engin veruleg fulltrúastofnun til fyrir verslun, iðnað og siglingar. Þótt eigi hafi orðið úr verulegum fram- kvæmdum fyr en nú, þá er nokkuð síðan fyrstu sporin í rjetta átt voru stigin. — Samkvæmt frumlögum Kaupmannafjelags Reykjavíkur, er stofnað var sumarið 1899, var myndað »fulltrúaráð Reykjavíkurkaup- manna*. Ráðið skipuðu 5 menn, 3 er stjórn fjelagsins kaus úr sínum flokki og 2 er kosnir voru um leið og stjórnarkosning fór fram. Tilgangur ráðsins var að gæta hagsmuna kaupmannastjettarinnar út á við og var verksvið þess ákveðið þannig: a) að koma fram sem málsvari kaup- mannastjettarinnar í Reykjavík, og gæta hagsmuna kaupmannastjettarinnar yfir höf- uð, sjer í lagi gagnvart þingi, landsstjórn og bæjarstjórn, með því að svara fyrir- spurnum og koma með tillögur í verslun- ar og hagfræðislegum málum. b) að kveða upp gerðardóm í málum, er snerta verslun og siglingar, sem kaup- menn innbyrðis eða kaumenn og aðrir út í frá vilja leggja i gerð. Skömmu siðar var nafni fulltrúaráðsins breytt í »Kaupmannaiáðið í Reykjavík*, en að öðru leyti var fyrirkomulag þess óbreytt til 1914. Það ár var gerð talsverð breyting á skip- un ráðsins, er miðaði að því að gera ráð- ið, frekar en verið hafði, að fulltrúa fyrir verslunarstjett landsins i heild sinni. Ráð- ið nefndist nú Kaupmannaráð Islands, en starfaði eins og fyr samkvæmt ákvæðum laga Kaupmannafjelags Reykjavíkur. Tala fulltrúa var óbreytt (5) og skyldi Kaup- mannafjelag Reykjavíkur kjósa 2 þeirra úr sínum hóp, aðrir 2 skyldu kosnir brjef- lega af kaupmönnum og kaupfjelögum út um land (utan Reykjavíkur), en fimti mað- ur var formaður Kaupmannafjel. Reykja- víkur. Kaupmannaráðið hefir frá byrjun starf- að talsvert að málum er sjerstaklega snerta verslun og siglingar. Hefur landsstjórnin oft leitað til þess er hún þurfti sjerfróðrar aðstoðar í slíkum málum. Einkum var mikið um samvinnu milli landsstjórnarinn- ar og kaupmannaráðsins fyrstu ár heims- styrjaldarinnar, enda jukust þá afarmikið afskifti stjórnarinnar af viðskiftalífinu. Bæði fyrirkomulag og öll aðstaða kaup- mannaráðsins hlaut að draga mjög úr fram- kvæmdum þess. Kaupmannafjelag Reykja- víkur greiddi kostnað við starfsemi ráðs- ins, en sjálft hafði það engar tekjur og voru þvi engin tök á að hafa sjerstaka skrifstofu eða taka sjer fyrir hendur neitt það, er hafði verulegan kostnað í för með sjer. Tilvera ráðsins bygðist þannig að öllu leyti á Kaupmannafjelagi Reykjavík-

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.