Verslunartíðindi - 01.01.1918, Blaðsíða 11
Verslunartiðindi
3
verslunarráðuneytisins, nema meiru en 10%
af sjálfum atvinnuskattinum. Þegar nú-
gildandi lög (frá 1897) um verslunarráð
gengu í gildi, tóku fulltrúastofnanir kaup-
manna, þær er fyrir voru, að sjer að starfa
sem verslunarráð. Þó vildi kaupmanna-
fjelag Berlínarborgar eigi gangast undir að
láta fulltrúanefnd sína, öldungaráð kaup-
manna, taka við verslunarráðsstörfum og
var því stofnað sjerstakt verslunarráð er
8tarfar fyrir 'borgina ásamt öldungaráðinu.
T. d. annast þau í sameiningu stjórn kaup-
hallarinnar og eftirlit með henni. Með-
limir verslunarráðsins skiftast í 15 fastar
nefndir, er hver hefir sitt afmarkaða verk-
svið, og ennfremur eru 30 fastar »fag«-
nefndir, er starfa í sambandi við ráðið.
Formenn »fag«-ncfndanna eiga allir sæti
í verslunarráðinu, en annars eru þær skip-
aðar utanráðsmönnum úr hinum ýmsu
verslunargreinum. Nefndirnar ákveða sjálf-
ar fundarsköp sín og reglugerðir um starf-
semina, með samþykki verslunarráðsins.
Þær verða að snúa sjer til ráðsins með
málaleitanir sínar og álit, en geta á eigin
spitur ákveðið viðskiftavenjur og myndað
gerðadóm hver fyrir sína grein. — Um
leið og atvinnufrelsi var lögleitt í Sachsen
(1861) voru þar stofnuð verslunarráð; var
landinu skift í 5 hjeruð, og skyldi vera
verslunarráð fyrir hvert þeirra Með lög-
um er ákveðið, að tilgangur verslunarráð-
anna skuli vera, að aðstoða ríkisstjórnina
°g hlutaðeigandi hjeraðsstjórn í öllum þeim
málum, er varða verslun og iðnað Svo
framarlegaatvik leyfa,berstjórninni skylda
til þess að leita álits verslunarráðanna í
öllum mikilvægum málum, er snerta þess-
ar atvinnugreinar. Sem opinberar full-
trúastofnanir hafa verslunarráðin rjett til
þess að snúa sjer beint til þýskra ræðis-
manna og annara hliðsettra embætismanna
°g stofana utanlands og innan. Ennfrem-
Ur hafa veralunarráðin rjett til þess að
hafa fulltrúa i járnbrautaráðinu í Dresden,
sem skipað er tií aðstoðar stjórn ríkisjám-
brautanna. Kosningar til verslunarráð-
anna fara þannig fram, að kosnir eru
kjörmenn, er aftur kjósa fulltrúa í versl-
unarráðin. Rjett til þess að kjósa kjör-
menn hafa allir firmahafar, ef firmað er
á verslunarskrá og hlutaðeigandi greiðir
tekjuskatt af tilteknum lágmarkstekjum
eða meiru. Upp í reksturskostnað fá versl-
unarráðin tillög úr ríkissjóði, en það sem
á vantar eru þeir, sem kosningarrjett hafa
til ráðanna, skyldir að greiða, í hlutfalli
við tekjur sínar. Skattheimtumenn ríkis-
ins innheimta tillögin. — Yíirleitt er það
sameiginlegt fyrir þýsku verslunarráðin að
fyrirkomulag þeirra er mjög fullkomið og
hefir starfsemi þcirra borið afarmikinn
árangur. A þeim hvílir margvíslegt eftir-
lit með viðskiftalífinu og ýms önnur störf,
er stjórnarvöldin yrðu annara að fram-
kvæma. Einn þáttur í starfsemi verslun-
arráðanna þýsku, er að koma á heilbrigð-
um hagkvæmum viðskiftavenjum. Sjer-
staklega verslunarráðið í Berlín og nokk-
ur önnur, hafa unnið framúrskarandi á því
sviði. Þau hafa ekki einungis svarað fyr-
irspurnunum er borist hafa viðvíkjandi
viðskiftavenjum, heldur hafa ráðin einnig
rannsakað viðskiftavenjurnar í heild sinni
og skrásett þær. Og þau hafa ekki látið
þar staðar numið. Viðskiftalífið er sifeld-
um breytingum undirorpið, nýjar vörur
koma á markaðinn og nýjar viðskiftagrein-
ar myndast. Þess vegna breytast oft
gamlar venjur og einnig skapast nýjar
þar sem engar voru fyrir. Þau veralun-
arráðin er best hafa gengið fram í því að
koma á festu í viðskiftavenjum, hafa því
reynt til þess að skapa sjálf nýjar við-
skiftavenjur þar sem þau hafa álitið að
þörf væri. Aðferðin sem notuð hefir ver-
ið er sú, að hlutaðeigandi verslunarráð til-
kynnir hina nýju »venju« og ákveður