Verslunartíðindi - 01.01.1930, Page 11
VERSLUN^ RTÍÐINDI
5
Vöruverð innanlands hefir yfirleitt verið
heldur hærra i ár en í fyrra eins og sjá
má af samanburði á vísitölum Hagstofunn-
ar þessi tvö ár.
1928 1929
1 ársfjórðungur 210 215
2 ársfjórðungur 206 214
3 ársfjörðungur 224 222
4 ársfjórðungur 218 221
Samgöngur.
Sömu þrjú gufuskipafjelögin önnuðust
siglingarnai' með líku fyrírkomulagi og árið
áður. Farm- og fargjöld hjelst að kalla ó-
breytt á árinu.
Verkfall varð á tveimur skipum Eim-
skipafjelagsins, sem hjer voru við land
síðari hluta janúarmánaðar, vegna ágreinings
um kaupkjör háseta og kyndara á öllum
skipum fjelagsins. 30. janúar var gerður
samningur um þetta efni, er gildir til 31-
mars 1930. Olli þetta nokkurri truflun á
ferðum þeirra skipa, er stöðvuð voru.
Til þessa tíma hefir Eimskipafjelagið
annast útgerð strandferðaskipsins Esju, en
við þessi áramót tekur ríkisstjórnin þá út-
gerð í sínar hendur.
Pósttaxtar og símagjöld.
Á pósttöxtum varð engin breyting á
árinu, svo að teljandi sje, en á símagjöld-
um þær einu breytingur að blaðaskeyti
milli Noregs Svíþjóð og íslands lækkuðu
úr 20 aurum niður í 16 aura.
Kaupgjald.
Dýrtíðaruppbót embættismanna ríkisins
hefir samkvæmt útreikningi Hagstofunnar
hækkað úr 34°/0 upp í 36°/0. En síðasta
þing ákvað að dýrtíðaruppbótin á þessu
umliðna ári skyldi verða 4O°/0.
Við síðastliðin áramót var útrunninn
kaupsamningur sá, sem gerður var milli
sjómanna og útgerðarmanna árið 1925.
Gerðu sjómenn hærri kaupkröfur en út-
gerðarmenn sáu sjer fært að ganga að og
varð því strax með byrjun ársins verkfall
á öllum botnvörpuskipunum. Eftir allmikið
þjark komst á samkomulag þ. 28. febrúar
á milli útgerðarmannafjelagsins og sjómanna-
fjelagsins á þeim grundvelli, að sjómanna-
kaupið og lifrarhlutir skyldu hækka um 9 °/0
—2O°/0. Fastakaup á saltfisks- og síldveið-
um hækkaði úr kr. 196.50 upp í kr. 214.00
og á ísfiskveiðum upp í kr. 232.00 á mán.
Lifrarhl. skyldi vera kr. 28.50 pr. fat í
staðinn fyrir kr. 23.50 áður.
Alment verkamannakaup hefir verið ó-
breytt á árinu.
Ný iðnfyrirtæki.
Á Siglufirði tók til starfa fiskimjölsverk-
smiðjan »Bein« og á Norðfirði starfaði
einnig fiskimjölsverksmiðja. Þá var enn-
fremur endurbætt talsvert fiskimjölsverk-
smiðjan á ísafirði. í Reykjavík hafa ekki
neinar nýjar verksmiðjur tekið til starfa á
árinu, en Sláturfjelag Suðurlands endurbætti
hjá sjer útbúning til niðursuðu og jók hana
mikið. Sænska frystihúsið hefir ekki ennþá
tekið til starfa, en gerir það væntanlega
snemma á næsta ári.
Mjólkurbú Flóamanna tók til starfa 5. des.
s. 1. Er verkefni þess gerilsneyðing á mjólk
og framleiðsla á skyri og ostum, auk smjör
framleiðslunnar. Hefir búið fengið nýtísku-
vjelar, og til forstöðu verið ráðinn danskur
maður, sem vanur er þesskon r starfi. Er
mjög líklegt, að búið geti fengið mikinn
markað fyrir framleiðslu sína hjer í Rvík.
Á hverju þingi er varið miklum tíma til
ræðuhalda um ríkisrekstur á ýmsum at-
vinnusviðum. Fylgja jafnaðarmenn þeim
málum fast fram, en gætnir menn reyna að
hindra framgang þeirra, því enn munu ófarir
Landsverslunarinnar vera í fersku minni, þótt
einokunarsagan gamla virðist vera gleymd,