Verslunartíðindi - 01.01.1930, Qupperneq 13

Verslunartíðindi - 01.01.1930, Qupperneq 13
VERSLUNARTlÐINDI 7 2.00 pr. kg. cif., þó með því skilyrði, ef rýrnun var meiri en 3°/0 var krafist upp- bótar. Ennfremur máttu ekki vera meira en 10 % af mislitum gærum í hverri sendingu. Þetta stafar af vigtarrýrnuninni i fyrra, sem bakaði kaupendum mikið tjón; ennfremur hafa sumir ísl. seljendur valið úr óg selt hjer bestu og stærstu hvitu gærurnar, og af því leiðir að það koma sendingar með mörgum litlum og mislitum gærum. Og þó einstaka ísl. verslunarhús hafi fengið góða sölu á stórum og hvítum gærum, þá verður það til þess að margir aðrir kaup- menn bíða þvi meiri halla, sem hafa lakari vöru að bjóða á næstu árum. Hjer liggja ca. 15700 b. óseld. Ullarmarkaðurinn hefur verið dræmari en árið 1928, en er þó borgað 2.50 fyrir hvíta þvegna haustull. Óánægja hefur einn- ig átt sjer stað með þessa vöru, vegna þess að sendingar hafa komið, þar sem í var, að nokkru leyti eða öllu, mjög óvönd- uð vara. Selskinn hafa fallið töluvert í verði þegar borið er saman við verðið í fyrra, og er skráningin nú ca. 9 kr. fyrir 1. fl. mislit skinn. Æðardúnn hefur verið seldur á ca. 40 kr. pr. kg. en aðflutningurinn hefur verið litill«. Síðan þetta var skrifað hefur verð á flestum þessum vörutegunduin farið heldur lækkandi nema helst á dilkakjöti, en af því mun vera litið óselt. Verð á útlendum vörum hefur lítið breyst síðan Verslunartíðindi komu síðast út, þó hefur rúgmjöl lækkað, samkv. Hafnarskrán- ing úr 16 kr. niður í 15.50 og kaffi úr 105 kr. niður í 100 kr. pr. 100 kg. Verslunarráð íslands nýir þátttakendur. H.f. Isaga í Reykjavík. Ingvar Guðjónsson, útgerðam. Akureyri. Sykurframleiðsla og sykurútflutningur í Póllandi og Tjekkóslóvakíu. Af eftirfarandi yfirliti má sjá sykurfram- leiðsluna og sykurútflutninginn á Póllandi síðustu 5 árin: Framleiðsla. Útflutningur. 1000 dc. 1000 dc. 1924—1925 4899 2260 1925—1926 5790 2806 1926—1927 5747 2383 1927—1928 5658 1769 1928—1929 7454 2852 Árið er talið frá 1. okt. til 30. sept., og framleiðslu- og útflutningsmagn talið í óunn- um sykri, breytt þannig, að 88 kg. af unn- um sykri samsvarar 100 kg. af óunnum. Eins og sjá má af yfirlitinu hefur fram- leiðslan verið nokkuð svipuð þetta 5 ára tímabil, en innanlands neyslan hefur farið vaxandi. Eitthvað hefur útflutningur samt aukist af óunnum sykri, en minkað af betri tegundum af unnum sykri, sem stafar af verndartollum i þeim löndum, sem aðal- lega hefur verið skift við. Þetta sjest best af því, að árið 1924—’25 var óunni sykur- inn 42 °/tí af öllum útflutningnum, þegar talið er eftir útflutningsmagni, og 33,7 °/0 þegar reiknað er eftir verðmæti, en 1928 til 1929 eru þessar tölur 56,5 °/0 og 52,8 «/„. Síðastl. ár voru viðskiftin rnest við Eng- land, og hafa þau farið mikið vaxandi, sem stafar af því, að þessi iðnaður hefur fengið mikinn fjárhagslegan stuðning frá enskum bönkum. Þjóðverjar hafa einnig fengið mik- ið af pólskum sykri síðustu :> árin; minst 1926—1927, 6,8 °/0 af útflutningnum og mest 1924—25, 25,4 °/0. í mörg ár hafa Niðurlöndin einnig keypt mikið af pólsk-

x

Verslunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.