Verslunartíðindi - 01.01.1930, Síða 14

Verslunartíðindi - 01.01.1930, Síða 14
8 VER8LUN ARTIÐINDI um sykri, en þau viðskifti hafa farið minkandi á síðari árum. Þá hafa einnig Norðurlönd, Frakkland, Ítalía og Rússland keypt talsvert af pólskum sykri. f Tjekkóslóvakíu hefur sykuriðnaðurinn átt í talsverðnm erfiðleikum á síðustu ár- um. Síða tliðið vor var sykurrófnafræi sáð þar í 227258 ha., og er það 23217 ha. minna en árið áður. — Áætlað er að rófu- uppskeran sje nú í ár 54.224.202 meter- centr. (mc. = 100 kg.). og hefur hún mink- að um ca. 30 °/0 á síðustu tveimur árum. Sykurframleiðslan er þarafleiðandi mun minni en hún hefur verið undanfarið. Tjekkóslóvakiski sykuriðnaðurinn beið mikinn hnekkir við það, er tollur á óunn- um sykri var lækkaðar á Englandi, og var reynt að fá lagfæring á þessu, bæði með opinberum styrk og með því að hækka sykurverðið innanlands. Má sjá samkepn- ina hjer á milli á því. að til sykurfram- leiðslu á Englandi hefur verið varið hjer um bil 12 milj. sterlings punda af opin- beru fje síðustu 5 árin. Þessi styrkur hefur komið því til leiðar, að sykurinnflutningur hefur minkað á Englandi og sykurrófurækt- in hefur aukist. Fyrir Tjekkóslóvakíu er það því þýðingarmikið atriði, hvernig fer með sykurframleiðsluna á Englandi þegar þessi opinberi styrkur hættir 1933—34. í því sambandi má líka geta þess, að altaf hefur verið einhver innflutningur af tjekkó- slóvakiskum sykri til Englands, þrátt fyrir þennan stuðning frá ríkinu, og stafar það af þvi, að þessi sykur fellur Englendingum eitthvað betur í geð en annar sykur. Og af því kemur það einnig að sykurinnflutn- ingur frá Tjekkóslóvakíu til Englands hef- ur minkað tibölulega minna en sykurínn- flutningur frá öðrum löndum; t. d. 1925— ’26 minkaði þessi innflutningur frá Tjekkó- slóvakíu úr 300 þús. smálestum niður í 30 þús. smál., en sikurinnflutningur frá Niður- öndum minkaði það ár úr 300 þús. smál. niður í 20 þús. smál. og frá Þýskalandi úr 12 þús. niður í 1300 smál. Þá hefur einnig verið mikið reynt til að fá nýjan markað fyrir tjekkóslóviskan syk- ur i Miðjarðarhafslöndunum, Egyptalandi, Persíu og á Norðurlöndum, og hafa þau viðskifti aukist til muna. Var t. d. flutt til Grikklands árið 1928 82.230 centn. og 1929 7.884 þús. Centn., og hafa þessi viðskifti því aukist um hjerumbil 942 °/0. Við Egyptaland hafa þau aukist á sama tíma um 203 °/0, við Persíu um 72 °/0, við Nor- eg og Svíþjóð um 47 °/0 og við Tyrkland um 36 °/0. Mjög miklu munaði þó á verð- mæti sykurútflutningsins síðastl. ár og ár- ið áður, sem kemur mest til af því að syk- urverðið var miklu Iægra. Viðskiftasambönd. Frá sendiherra Dana hefur Verslunarráð- ið fengið tilmæli um að getið sje um eftir- töld verslunarhús, sem vilja komast í sam- band við ísl. fiskútflytjendur: Felíx Arenillas, Manuel Allenade 9 — Apartado 174, Bilbao. Hefur þetta firma aðallega umboðsverslun og vísar til bank- anna í Bilbao. Augusto Oller Serra, Augustina de Ara- gon, No. 6, Madrid. Er þar visað til eftir- taldra verslunarhúsa: D. Crbfido de Simon Martinen, Herman Cortes no. 7, Importador bacalas. D. Juan Roix Gomes, Puente de Velle- cas, Importado bacalas. D. Hemengildo Aguso, Puente de. Velle- cas, Importado bacalas. D. Vivente Escudero, Carranza, no, 19, Importador Cacalas.

x

Verslunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.