Verslunartíðindi - 01.01.1930, Side 17
VERSLUNARTfÐTNDI
11
janúarársfjórðung 23,5°/o» aprílársfj. 28,0%
og júliársfj. 26,0°/0, og sjest af því, að vetr-
armánuðina eru það 46°/0, en sumarmán-
uðina 54°/0. Miklu meiri sveiflur eru aftur
á móti á útflutningnum, vegna þess að
þar koma ýmiskonar gróðabrögð til greina,
og ennþá meiri verða þó verðsveiflurnar,
þar sem mikill munur getur orðið á frá ári
til árs.
Árið 1928—29 var mestur útflutningur-
inn í júní, 14,3 milj. kg. eða 9,6°/0 af öll-
um útflutningnum, en minstur var útflutn-
ingurinn í apríl, 10,9 milj. kg., 7,3°/0. —
Megnið af þessari vöru fer venjulega á
enskan markað, 67,8%. Til Þýskalands fór
síðastl. ár 27,5% og var það 2,6% meira
en árið áður. Útflutningurinn til Þýskalands
er venjulega meiri vetrarmánuðina en sum-
armánuðina. Fyrir utan Bretland og Þýska-
land er það aðeins Sviss, sem fær nokkuð
að ráði af dönsku smjöri. Útflutningurinn
til Frakklands er að vísu að aukast, en
hefir litla fjárhagslega þýðingu enn sem
komið er vegna þess hve hann er lítill.
Annars má sjá af eftirfarandi yfirliti hvern-
ig viðskiftin hafa verið:
% 1913 1927—28 1928—29
Bretland . . . 93,3 70,5 67,8
Þýskaland . . 1,4 24,9 27,5
Sviss .... 0,3 3,1 2,8
Austurr.—Ungv.l. 4,9 0,0 0,0
Önnur lönd . . 0,1 1,5 1,9
Smjörverðið var dálitið hærra 1928—29f
en árið áður. Samkvæmt Kaupmannahafn-
arskráningu var meðalverðið kr. 313,85 pr.
100 kg., en kr. 301,94 árið áður.
Rafmagnsiðnaðurinn í Englandi.
Rafmagnsiðnaðurirtn á Énglandi stendur
í hiiklum blóma, og fer útflutningurínn af
mfmagnsvörum stöðugt vaxandi; var t. d.
í okt. s. 1. flutt út fyrir 391 þús. sterl.pd.
meirn en á sama tíma árið áður. Skýrsla
hefur komið frá 11 af stærstu rafmagns-
verksmiðjunum, oa sýnir hún, að árið 1927—
’28 höfðu þessar verksmiðjur 1.603,034
sterlpd. i nettótekjur, og hluthafar fengu
11,9% i arð. Árið eftir urðu nettótekj-
urnar 1.667.392 sterl.pd. og hluthafar fengu
9.5 % í arð. Var hluthafa-arðurinn minni
en árið áður, þó nettótekjur yrðu meiri
vegna þess að meira var yfirfært til næsta
árs, og sem var gjört vegna vaxandi sam-
kepni innan þessarar iðngreinar, Annars var
útflutningur af rafmagnsvörum óvenjulega
mikill síðastl. ár, og fyrstu 9 mánuði ársins
voru fluttar út rafmagnsvjelar fyrir 8 milj.
sterl.pd., og var þó innanlandssala helm-
ingi meiri.
Alstaðar stefnir nú að því sama: að færa
sjer rafmagnið sem best í nyt. Má segja,
að þar sje faríð í þrjár áttir: Að nota vatns-
aflið til þess að fmmleiða rafmagn, að nota
rafmagn í staðínn fyrir gufu við járnbraut-
ir, og nota rafmagnið við allskonar iðnað-
arrekstur. Á öllum þessum sviðum hafa
Englendingar fylgst með. Síðastl. ár komu
þeir upp ratveitustöðvum á Nýja Sjálandi,
66 þús. hk., á Ástralíu 34 þús. hk., i Ni-
geria 6 þús. hk., og pantanir hafa enm
fremur komið frá Brasilíu, Chile og Ind-
landi. Stærstu pantanir um rafvjelar til iðn-
aðar hafa komið frá Indlandi og Rhodesiu.
Þá hafa Englendingar ennfremar tekið að
sjer að koma upp raftækjum við járn-
brautarekstur í ýmsum löndum, svo sem
t. d. Ungverjalandi, Japan, Brasilíu o. fl.
í Japan, Rússlandi, Ástralíu og Búdapest
vinna Englendingar nú að því að stækka
rafveitustöðvar, og samningar hafa þegar
veríð gerðir um þess konar vinnu i Jo-
hannesburg, Boliviu, Montevideo, Persíu,
Palæstínu og Kína.