Verslunartíðindi - 01.04.1930, Blaðsíða 4

Verslunartíðindi - 01.04.1930, Blaðsíða 4
30 VEHSlittNARTIÐINDI seðlainndrætti. — Loks tók ríkið full- komna ábyrgð á öllum skuldbindingum Landsbankans og lagði honum til 5 miljón króna höfuðstól. Samkvæmt skýrslu bankastjórnar ís- landsbanka, sem kom út í Morgunblað- inu 4. febrúar, sbr. skýrslu formanns bankaráðsins, er birt var í „Tímanum“ 8. s. m., lýsti bankastjórn íslandsbanka því yfir við bankaráðið, að hún sæi sjer ekki fært að opna bankann næsta morg- un, nema hún ætti von á sjerstakri hjálp, vegna orðróms er gengi í Kaup- mannahöfn, um hag bankans og vegna þess að ,,úr vissri átt“, hefði verið tekið út óeðlilega mikið innlánsfje. Var þá þeim Pjetri Magnússyni hrm. og Jakob Möller bankaeftirlitsmanni falið að rannsaka hag bankans. Unnu þeir að þessari rannsókn eftir lokunar- tíma á laugardag og langt fram á sunnudag 2. febrúar, og var álit þeirra á þá leið, að láta myndi nærri að bank- inn ætti fyrir skuldum að fráskildu hlutafje, ef hann hjeldi áfram starfsemi sinni. Mat þetta var að vísu skyndimat, en þó framkvæmt á lengri tí'ma, en oft hefir átt sjer stað erlendis um margfalt stærri banka, er líkt hefir staðið á, og af mönnum, sem nákunnugir eru öllu viðskiftalífinu og æfingu hafa í mati bygginga. Að fengnu þessu áliti hjelt bankaráð- ið fund og var þar ákveðið að skrifa fjármálaráðherra og var þar farið fram á: Aðallega að ríkissjóður tæki sams- konar ábyrgð á skuldum Islandsbanka og gert var með lögum nr. 10, frá 1928 á skuldum Landsbankans, og ábyrgðist ennfremur rekstrarlán að upphæð 114 milj. króna. Til vara var farið fram á það, að ríkissjóður tæki ábyrgð innláns- fjár og annars innstæðufjárs í hlaup- andi viðskiftum við íslandsbanka, eins og það er á hverjum tíma, og ábyrgðist samskonar rekstrarlán og fyr er nefnt. Ef umbeðin aðstoð fengist, áleit banka- stjórn og bankaráð, að stofnuninni væri borgið, en að öðrum kosti yrði ekki hjá því komist að loka bankanum, þar sem búast mátti við að innstæðueigendur tækju inneign sína út. Að fengnu brjefi þessu var boðað til lokaðs fundar í sameinuðu Alþingi, en af þeim fundi hefir fátt frjest nema nið- urstaðan. Báru sjálfstæðismenn fram tillögu um það, að skora á stjórnina að gera nað- synlegar ráðstafanir til þess að bank- inn gæti opnað, og var henni þar í sjálfsvald sett hvaða framkvæmdir hún gerði í því skyni. En þessi tillaga var feld á þann hátt, að allir stuðningsmenn stjórnarinnar, að einum undanskildum, greiddu ekki atkvæði, og fjekk tillagan þannig ekki meiri hluta. Mun ástæðan, sem fram var borin hafa verið sú, að þingmenn hefðu ekki haft nægan tíma til umhugsunar. Þegar þessi úrslit urðu kunn, sá bankastjórnin sjer ekki annað fært en að loka bankanum, mánudaginn 3. febr. Þennan sama dag \ar fundur haldinn í' neðri deild, að kvöldi, og lágu þar fyrir tvö frumvörp. Var annað þeirra flutt að tilhlutan landsstjórnarinnar, og átti bú íslandsbanka, samkvæmt því, að takast til skiftameðferðar og skiftin að framkvæmast af þriggja manna nefnd, hafði þó engin ósk um gjaldþrotaskifti komið fram, hvorki frá bankanum sjálf- um nje viðskiftamönnum hans. Hitt frumvarpið, er sjálfstæðismenn fluttu fór fram á það, að bankinn yrði endur- reistur, ef hagkvæmir samningar næðust við erlenda lánardrottna bankans, og legði þá ríkissjóður 3 milj. kr. í for-

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.