Verslunartíðindi - 01.04.1930, Blaðsíða 15

Verslunartíðindi - 01.04.1930, Blaðsíða 15
VERSLUNARTÍÐINDI 41 miklu skipatapi, en náðu sjer furðanlega Hjótc aftur, svoleiðis, að árið 1921 var SKipastóilinn orðinn stærri, en hann v siöustu arin fyrir stríðið. Síðan hefir sKipastólhnn aukist að mun og er nú orð- mn helmingi meiri en Svíþjóðar og þrj iait stærri en Danmerkur. Sjerstaklega má taka það fram, að mótorskipaílotmn heíir aukist tiltölulega mest, og ganga Norðmenn nú orðið næstir Bretum i þeirri skipaeign. Er þetta því eftirtekt- arverðara, þar sem nálega öil mótorskip- in eru smíðuð erlendis, aðallega í Dan- mörku, Svíþjóð og Bretlandi, vegna þw að það er fyrst nú á síðustu árum sem Norömenn hafa eignast skipasmíðastöðv- ar til að smíða stór skip. En aðgætandi er að lánstraustið hefir verið mun meira á síðari árum, en það var fyrir einum mannsaldri, og ennfremur hafa norskir skipaútgerðarmenn fengið greidda tals- verðar skaðabætur fyrir skip, sem voru eyðilögð á stríðsárunum, og því fje veri > varið til þess að eignast ný skip. Um 1830 var verslunarfloti Svíþjóð- ar svipaður og Noregs, og hjelst svo fram undir 1880. En 1913 var skipaeign Norð- manna orðin helmingi meiri en Svíþjóð- ar. Þetta breyttist svo nokkuð aftur á stríðsárunum, vegna þess að Norðmenn mistu miklu meira af skipum, en nú he? ■ ir aftur skift um eins og áður hefir ver- ið skýrt frá. Verslunarfloti Danmerkur hefir altaf verið heldur minni en Svíþjóðar, eða a’i minsta kosti hefir svo verið síðustu 100 árin, en 1922 var munurinn orðinn sára- Htill. En eftir þann tíma fór að verða meiri munur, vegna þess að Svíar fóru l>á að leggja kapp á að auka flotann, en danski verslunarflotinn stóð nokkuð í stað. Sem dæmi má nefna að verslunar- i'loti Danmerkur jókst árið 1929 um 1%, Svíþjóðar um 5% og Noregs um 10%. I hlutfalli við fólksfjölda er þó danski verslunarflotinn mun stærri en sá sænski, og er sá fjórði í röðinni þegar reiknað er eftir þeim mælikvarða, og ennfremu: má geta þess, að Danir hafa meira upp úr vöruflutningi á milli landa, en Sví- ar, sem stafar af því að sá síðarnefndi er fyrirferðarmeiri en hínn. Danmörk varð á undan nágrannalönd- unum með fastar áætlunarferðir til mann flutninga, og sjerstaklega má taka það fram að Ameríkuferðir hófust fyr frá Danmörku en hinum löndunum. Sjerstak- lega má nefna tvö stór skipaútgerðarfje- lög, D. F. D. S. og Ö. K., en stærsta skipaflota á Norðurlöndum á þó norskt firma, Wilh. Wilhelmsen. Þegar talað er um þær borgir á Norð- urlöndum, þar sem siglingar eru mestar, þá er Oslo nr. 1, Kaupmannahöfn nr. 2, Bergen nr. 3, Gautaborg nr. 4, Túnsberg nr. 5 og Stokkhólmur nr. 6. Enski ullariðnaðurinn. Útlitið er ekki glæsilegt með enska ullariðnaðinn, og jafnvel ekki fjarri, að ýmsir sjeu farnir að verða vondaufir um að hægt verði bráðlega að koma hon- um á rjettan kjöl aftur. Nefnd hafði verið skipuð til þess að athuga þessa iðngrein og kom skýrsla frá þeirri nefnd í mars síðastl. Segir svo í þeirri skýrslu, að ekki sje nema um tvent að tala, annaðhvort verði að lækka verka- kaupið, eða það sje úti um þennan iðn- að. Heldur formaður nefndarinnar, Mac- millan lávarður, því fram, að launalækk- un sje óhjákvæmileg, þar sem ástandið sje mjög alvarlegt. Leggur hann til, að

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.