Verslunartíðindi - 01.04.1930, Blaðsíða 8

Verslunartíðindi - 01.04.1930, Blaðsíða 8
34 VERSLUNARTIÐINDI kg. fyrir fyrsta flokks fisk. í Bilbao voru birgðir taldar á sama tíma 600 smál. af ísl. fiski og 150 smál. af færeyskum. Verðið var þá fyrir ísl. fisk 92/96 og fyr- ir færeyskan 94/98 pes. pr. 50 kg. Samkvæmt skeytum, sem Fiskifjelagið hefir fengið, var afli Norðmanna orð- inn þessi: Veiði alls Hert Saltað 19. apr. ’30 174.316 35.300 131.121 20. apr. ’29 193.152 61.831 125.844 (Talið í smál. miðaðan við hausaðan og slægð- an fisk). Lýsisverð hefir heldur farið lækkandi og hefir verið gefið fyrir meðalalýsi 76 -—80 aurar pr. kg. og verð á öðru lýsi hlutfallslega við það. Um aðrar íslenskar afurðir er lítið að tala. Gærur hafa farið mjög mikið lækk- andi, og er feyki mikið af þeim óselt. Verðið á kornvörum hefir lítið breyst síðan síðustu Verslunartíðindi komu út. Sykur hefir aftur á móti hækkað dálítið. Kaupmannahafnarskráning þessi: Danskt hveiti 20.00, bakaramjöl 25.00, Ameríku- hveiti 29.00, rúgmjöl 13.50, hrís 28.00 og hafragrjón 27.50, alt kr. pr. 50 kg. Útl. högginn sykur var skráður í Höfn 22. apríl kr. 25.00 og útl. steittur melís á kr. 19.00 pr. 100 kr. Saltfisksmarkaður vor i Suður-Evrópu eftir Svein Árnason yfirfiskimatsmann. Eftir för okkar Helga Guðmundsson- ar fiskifulltrúa síðastaliðið vor um Spán, Ítalíu og Portúgal, varð það að sam- komulagi, að hann sendi ríkisstjórninni skýrslu um för okkar, og hafði liann áð- ur gjört drög að henni í samráði við mig. Við gátum ekki komið því við að gjöra hana í fjelagi af því hann þurfti að fara aðra för um Spán og Portúgal strax eftir heimkomu sína frá Genua, en þar skyld- um við, eftir stutta dvöl, og jeg hjelt heim til Islands. En um það ræddum við, að jeg ritaði við tækifæri um ýmislegt, sem við kyntumst, og birti það opinberlega. Kafla þá, er hjer fara á eftir, ritaði jeg í fyrra sumar eftir heimkomu mína. Þyk- ir mjer rjett að taka það fram vegna ýmsra tilvitnana, sem reyndar bera það með sjer, en ekki sje jeg ástæðu til að skýra frá, hvers vegna birting þeirra hef- ir dregist. Tilgangur með för okkar Helga var: 1) Að kynnast sem best kröfum kaup- enda um saltfisk. 2) Kynnast vörum keppinauta okkar og athöfnum þeirra. 3) Undirbúa víkkun markaðar og — ef auðið væri — nema ný svið. Skýrsla Helga Guðmundssonar skýrir frá því helsta, sem fyrir okkur bar og við höfðumst að í förinni. Jeg flutti erindi um förina á fimm stöðum. Fjallaði það um flest atriðin, sem eru í skýrslu Helga, og hefir ekki borið á milli í frásögn okkar. Var skýrsla hans fyllri um staðreyndir og sjálft ferðalagið, en jeg drap aftur á ýms atriði í erind- um mínum, sem kalla mætti hugleiðing- ar út af förinni. Eru kaflarnir hjer á eft- ir af því tagi. I. Af því jeg var einn á ferð hjeðan til Barcelona, og að sunnan aftur hingað, þykir mjer rjett að minnast nokkuð á það, sem jeg sá á þeirri leið. Jeg lagði af stað með Lyru 21. febrúar til Bergen. Hentugra hefði verið að fara frá Reykjavík beint til Hamborgar eða Englands, en þá hefði jeg þurft að bíða

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.