Verslunartíðindi - 01.08.1930, Qupperneq 12

Verslunartíðindi - 01.08.1930, Qupperneq 12
70 VERSLUNARTÍÐINDI Jafnframt er ákveðið, að tollurinn skuli endurgreiddur, ef að sannað er áður én þrjú ár eru liðin frá því ullin var innflutt, að hún hafi verið notuð í teppi eða gólfdúka, í prjónaða eða inn- fóðraða skó, eða í þykka sokka handa mönnum við skógarhögg o. fl. Danskur iðnvöruútflutningur. Þrátt fyrir það, þó landbúnaðurinn skipi heiðurssessinn á meðal dönsku at- vinnuveganna, og útflutningurinn af þeirri vöru mestur, þá hefir þó útflutn- ingur af iðnaðarvörum vaxið töluverfc síðan um aldamót, eins og sjá má á eft- irfarandi yfirliti: Útfl. samtals. Þar af iðnaðarvörur milj. kr. milj. kr. % 1900 ........... 281.9 23.7 8.4 1913 ........... 637.4 61.2 9.6 1923 1538.6 216.6 14.1 1928 1545.0 273.0 17.7 1929 1610.4 301.2 18.7 Eins og sjá má, er stefnan sú hjer rjetta, þó langt sje frá, að iðnvöruút- flutningurinn sje eins mikill og æskilegt væri. Hvað verðið snerti, var nærri því 50% af þessum útflutningi árið 1929 járn- og málmvörur, og 19% komu á olíuiðnaðinn (olíu og kökur). Samtals námu þessar tegundir um 70%, hvað verðið snerti, en þess verður að gæta, að nálega alt hráefnið er innflutt og stundum nokkuð unnið, einkum hvað snertir bílaiðnaðinn. Niðursuðuvörur (undant. smjör í dósum) námu 7.7% og sement 4%, Járn og málmvöruútflutningurinn hef- ur aukist töluvert, eins og sjá má af eftirf arandi: Milj.kr. 1913 1923 1929 Vjelar o. s. frv...... 1.1 21 35 Nýbygð skip . ......... 1 5 28 Hjólhestar, bílar, járn- brautarvagnar m. m.. . 0 18 25 Strengir, steypt smíði, verk- færi o. fl.......... 1 12 15 Rafmagnsáhöld m. m. . . 1 5 10 Blikkvörur ................ 1 1 2 Aðrar vörur........... 1 4 5 16 66 120 Megnið af þessum 35 milj. kr., sem vjelaiðnaðurinn nemur, er bátamótorar, skotvopn, sementsvjelar, kælivjelar og mjólkurbúsvjelar. Athugavert er, að Danmörk skuli ekki hafa neinn útflutn- ing að ráði á landbúnaðarvjelum. Þar stendur Svíþjóð miklu framar í flokki. Á þessu sviði eins og svo mörgum öðr- um kemur það fram, að ekki hefur ver- ið nægilega að því unnið að afla mark- aðar fyrir danskar iðnarvörur. Markaðs- nefndin hefur því snúið sjer til danskra sendiherra og ræðismanna í útlöndum með fyrirspurnum um álit þeirra í þessu efni, og hvað gera ætti til þess að auka þennan útflutning. Að vísu er ekki mik- ið á þeim svörum að græða, sem komið hafa, en þó eru nokkur þeirra, sem hafa upplýsingar og bendingar inni að halda, sem eru þess verðar, að þeim sje einhver gaumur gefinn. Fyrir ýmsum vakir sam- lagshugmyndin. Konsúllinn í Mexikó stingur t. d. upp á, að allar danskar verksmiðjur og kaupsýslumenn, sem hefðu hug á viðskiftum við Mexikó, stofnuðu með sjer fjelag. Flestir eru þeirrar skoðunar, að best muni vera að stofna sameiginlegar söluskrifstofur og

x

Verslunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.