Verslunartíðindi - 01.12.1930, Blaðsíða 6

Verslunartíðindi - 01.12.1930, Blaðsíða 6
108 VERSLUNARTlÐINDI miklu betur, hann hefir vitsmuni, kjark, snarræði, afl, fimleik og æfingu í að ein- beita þessum eiginleikum öllum í einu, líklega á hluta úr sekúndu. Hann hefir alla yfirburði fram yfir nautið nema lík- amsaflið og þungann. — Nautið ætti að liggja á hryggnum áður en það er búið að átta sig. Jeg sá nautabanana (matadorana) fást við nautin. Nautin rjeðust að þeim, en þeir breiddu úr hinu rauða klæði sínu og skutust til hliðar sjálfir. Nautin gerðu margar atrennur, smugu undir handar- krika mattadoranna, strukust þjett að þeim, en gripu altaf í tómt, rjeðust að- eins á klæðið. Þau urðu rugluð og reyndu að átta sig, þá notuðu nautabanarnir tækifærið til þess að vega að þeim með örvum eða korða. Þau augnablik voru v ci fallin til að leggja þau að velli. Hvað mundu þessi 30—40 þúsund manna seg.ja ef glímumaður rjeðist inn á sviðið og fleygði þessum tröllmögnuðu griðungum til jarðar? — Slíkt afrek myndi eflaust vekja aðdáun, og verða lengi í minnum haft. Og þessi maður væri úr landi salt- fiskjarins, og hefði unnið að framleiðslu hans og líklega haft hann að aðalfæðu. Þá daga yrði etinn saltfiskur þar í borg. Mjer datt í hug, að líklega væri engin auglýsing um Island betri en þessi á Spáni. Mjer var það ljóst, að slík viður- eign væri hið mesta dirfskubragð, en þó fanst m.jer, að vel gæti komið til mála, að þetta væri mögulegt. Jeg trúi því, að glíma sje allra íþi'ótta máttugust í því, að leggja að velli — og halda velli. 1 glímunni er líka falið innra afl, sem iðk- endur hennar finna og vita af, þó p? kannske þeirn og einkum öðrum s.je það óskiljanlegt- Jeg hefi sjeð öldung, gamlan glímumann, horfa á góða glímu. Hann var náfölur, nötrandi af töframætti glím- unnar, en mátti ekki aðhafast — annað en snúa sundur húfu sína milli hand- anna. ;Jeg mintist síðar á þessa hugmynd mína við tvo eða þr.já Spánverja. Þeir voru sammála mjer um það, að fátt mundi vekia meiri eftirtekt á íslandi og íslenskum saltfiski þar í landi, og þetta. En er þetta framkvæmanlegt? Jeg hefi borið það undir kappana Sigurjón P.jet- ursson og Jóhannes Jósefsson. Sigurjón vildi athuga málið betur. Jóhannesi þótti hugmyndin góð og athyglisverð og taldi hana ails ekki óframkvæmanlega. — En hver vill nú koma henni í framkvæmd? Frh. Frá Finnlandi. Eftir L. Andersen, konsúl. Þingkosningar. Svo sem lög standa til, fóru þingkosningar fram hinn 1. og 2. október. Kosningabaráttan var óvenju hörð að þessu sinni, og beindist sóknin einkum gegn hinum ,,vinstri“. Höfðu and-sósí- alistar gjört bandalag með sjer, í næst- um helmingi allra k.jördæma landsins. Kosningar voru betur sóttar en dæmi eru til áður, og kusu um 1,130,000. Skiftist sú atkvæðatala sem hjer segir: A t k v æ ð i . 1930. 1929. Sambandsflokkurinn 206.713 138.008 Bændaflokkurinn 311.572 248.762 Framsóknarfl. 66.280 53.301 Sænski flokkurinn 121.995 108.886 Smábændaflokkurinn 19.917 10.154 Social-Demokratar 397.309 260.254 Kommúnistar 11.503 128.164 Sökum kjördæmaskiftingarinnar, er þingsætatala hvers flokks ekki nákvæm-

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.