Verslunartíðindi - 01.12.1930, Blaðsíða 8

Verslunartíðindi - 01.12.1930, Blaðsíða 8
110 VERSLUNARTÍÐINDI svo framarlega sem það á að geta ráðið yfir iðnaðinum, og í öðru lagi virðist þeim þankastarfsemi vera sú verslunar- grein, sem einna auðveldast sje að þjóð- nýta. Því er haldið fram, að þjóðnýting bankastarfsemi sje ekki annað en eðli- legt framhald af þjóðnýtingu peninga, sem þegar er komin á hvarvetna. Banka- starfsemi er mjög svo einföld verslunar- grein, í öllum atriðum nema einu, sem sje, hvað snertir útlánin, og þeir, sem framkvæma þau, og hafa því á hendi hinn vandasamasta hluta starfseminnar, eru bankastjórar en ekki bankaeigend- ur. Þessir menn eru annara þjónar, og staða þeirra — þjóðfjelagslega og tekju- lega — er engu æðri en embættismanna af hærri flokkum. Breytingin verður því sáralítil, þótt þeir hættu að vera starfs- menn einstakra manna og gerðust em- bættismenn ríkisins. Jafnvel þeir, sem ekki eru jafnaðar- menn, hljóta að verða þess varir, að all- mjög sækir í þá áttina, að þjóðnýta banka starfsemi, rjett eins og raun er á um önn- ur fyrirtæki, sem heita að vera einka- eign, enn sem komið er, svo sem járn- brautarfjelög. Áhrif bankanna á þjóðina eru svo víðtæk, að fjármálastjórn land- anna hlýtur að vera nokkurs ráðandi um starfsemi þeirra, jafnvel þótt samvinna milli hennar og aðalbankans sje ekki svo náin, að stjórnin hafi þar úrslitaatkvæði. Þó er þjóðnýting bankastarfsemi ekki eins einfalt mál, og jafnaðarmenn vilja vera láta. Fjármál, nú á dögum, eru al- þjóðamál. í hverri höfuðborg, og á hverj- um þeim stað, sem heitið getur f jármála- miðstöð, svo nokkuð kveði að, eru útbú eða umboðsmenn fyrir marga erlenda banka, og allir stórir bankar, hverrar þjóðar, hafa upplýsingasambönd um allan heim. I hverju landi er þessi al- þjóða-fjármálastarfsemi all mikil tekju- lind fyrir ríkissjóðinn. — Að amast við starfsemi þessara banka frá útlöndum eða nýlendum, væri óhugsandi, því að engin þjóð mætti við því, að missa þær tekjur, sem hún hefir í för með sjer. En þjóðnýttir bankar, sem eru óhjákvæmi- lega dýrari í rekstri, myndu lúta í lægra haldi í samkeppninni við þessa einka- banka, sem legðu sig í framkróka, til að ná sem mestum viðskiftum og auka arð sinn. Einnig myndu koma til greina mikils- verð alþjóða-pólitísk atriði. Aðalbankar lieimsins eru sem stendur í nánu sam- bandi, þannig, að þeir lána hverir öðrum, ef á þarf að halda; samkvæmt hinum sameiginlega tilgangi þeirra, að varð- veita jafnvægið á peningamarkaðinum. Allir hagfræðingar eru á einu máli um það, að þessi samvinna sje nauðsynleg, en hún myndi reynast erfið, ef bankarnir væru ekki einkastofnanir, sem gætu far- ið með lán algjörlega eftir verðleikum þeirra. Ef einn ríkisbanki neitaði öðrum ríkisbanka um lán, yrði úr því „Alþióða- viðburður", og alþjóðafjármál yrðu enn meir eitt með alþjóðapólitík en nú á sjer stað. — Satt er það að vísu, að bankastarfsemi er að öllu samanlögðu fremur einföld, og geta má þess, að þetta var og skoðun Walter Bagehot. — En ólíklegt er, að stjórnarskrifstofan myndi framkvæma þetta einfalda verk eins vel og einka- banki, eða vera jafn fljót til að takast á hendur nýjar starfsgreinar, og bankar eru, þar sem samkeppnisfyrirkomulagið ríkir. — En útlánin eru hið erfiðasta í allri bankastarfsemi, og eru alls ekki einfalt mál. Á þau verður að líta frá tveim hlið- um: f fyrsta lagi, eftir hvaða meginregl- um er farið við útlán, og í öðru lagi af- staða bankans til einstaklingsins, sem

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.