Verslunartíðindi - 01.12.1930, Blaðsíða 12

Verslunartíðindi - 01.12.1930, Blaðsíða 12
114 VERSLUNAIíTÍÐINDI gildið, ef aðalbankarnir sæu ekki um, að koma í veg fyrir þetta, og í annan stað hefir verið svo mikil bylting á ýms- um framleiðslusviðum, sem hefir gert vöruframleiðsluna svo miklu ódýrari, en menn bjuggust við fyrir stuttu síðan. Má þar t. d. benda á ýmsar vjelar, sem draga úr framleiðslukostnaðinum, og enn- fremur ýmsar framfarir, sem gjöra flutn- ingskostnaðinn mun minni en áður átti sjer stað. — Alt þetta bendir í áttina t:l ])ess, að vöruverð myndi fara lækkandi, en jafn mikið og á jafn stuttum tíma og reynd hefir orðið á, myndi það þó ekki hafa orðið, ef ekki lægju fleiri orsakir til, en þær, sem þegar hefir verið minst á. Á mörgum framleiðslusviðum — má t. d. nefna hveiti, kaffi og gúmmí — höfðu hrúgast saman miklar birgðir, ýmist sem afleiðing af sjerlega góðri uppskeru, eða af því að sáðlöndin höfðu verið stækkuð hlutfallslega meira en á þurfti að halda. Með ýmsum ráðum höfðu framleiðendur reynt að hindra verðfallið. En þegar upp- ])otið varð í Wall-street haustið 1929, komst vörumarkaðurinn ekki undan ])eim óróleikabylgjum, er þaðan stöfuðu, og áhrifin komu fljótt í ljós, því nú var eng- inn kaupandi sjáanlegur. 1 heilt ár hefir lækkun haldið áfram, og undir hana hef- ir ýmislegt utanaðkomandi ýtt, svo sem ýmsar pólitískar sveiflur, bæði í Rúss- landi og í Þýskalandi, og ennfremur hefir verndarstefna sú, sem nú er allvíðast ríkjandi, átt sinn þátt í þessu. Af eftirfarandi yfirliti má bæði sjá hvað verð hefir lækkað á eftirtöldum vörutegundum og birgðir aukist frá ])ví um miðbik ársins 1923 til jafnlengdar 1930. VeríS. BirgtSir. M. ágúst 1929= 100 Kopar............... 59.2 166 Zink .............. 63.0 234 Tin : . . . . 63.5 179 Blý . . 81.5 88 Bómull . . 62.8 133 Silki (óunnið) . . . . 59.1 362 Hveiti . . 66.6 109 Sykur . . 54.7 125 Kaffi . . 38.5 203 Gúmmí . . 38.1 152 Eins og sjá má, hafa margar af þess- um vörum fallið í verði um meira en ])ríðjung, og samt aukast birgðirnar mán uð eftir mánuð, af því að enginn treysti ])ví, að enn])á sje komið til botnsins. Þab er ljóst, að þetta núverandi lága verðlag getur ekki haldist til lengdar, en hvenær breytingin kemur, veit enginn, nje held- ur hve hátt stigið verður ])á, þar til jafnvægispunktinum verður svo aftur náð. Aðeins má segja svo mikið, að eftir öllum líkum kemur afturkippur fyr eða seinna, og hann sennilega talsvert roikill, vegna þess að vaxandi vörubirgðir hjá framleiðendum hljóta að leiða til ]>ess að birgðirnar minka hjá kaupmönnum og nejdendum. En eins og nú er ástatt, má samt varla búast við því, að vöruverðið komist fyrst um sinn á sama stig og það var haustið 1929. Hi'er á eftir eru nokkrar tölur, sem sýna nánar verðlagsbreytingar frá því á árinu 1913. Amerískar vftru- ágúst max.síð. min.síð. ágúst ágúst skráningar 1913 1913 1913 1929 1930 Cement, Portl. (doll. pr. bbl.). 0.90 2.50 145 1.45 1.75 Kopar, elektr. (cents pr. lb.). 15.68 35 74 10.50 17.79 10.50 Bómull, Middl. (cents pr. lb.). 12.11 43.75 11.00 18.90 11.70 Húðir (cents pr. lb.). 18.75 53.50 11.00 19.50 13.50 Kálfsskinn (cents pr. lb.). 19.00 100.00 12.50 21,50116.25

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.