Fréttablaðið - 17.09.2018, Side 38
Hazard daðraði við Real Madrid í
sumar, eitt stærsta félagslið heims,
og leist Madridingum vel á að hann
yrði arftaki Cristiano Ronaldo þar
á bæ. Honum er að takast að sýna
af hverju Madridingar sóttust eftir
kröftum hans og að mati Sarri er
enginn í heiminum að spila betur
þessa dagana.
„Áður en ég kom hingað hélt ég
að hann væri einn af bestu leik-
mönnum Evrópu en mér hefur
snúist hugur. Hann er besti leik-
maður Evrópu í dag og hann getur
bætt sig. Ég hef rætt við hann um að
eyða minni tíma í varnarleikinn til
að spara orku fyrir sóknarleikinn.
Reyna að einblína á svæðið í kring-
um vítateig andstæðinganna og að
mínu mati getur hann skorað yfir
þrjátíu mörk í vetur fyrir Chelsea.“
Þessi orð hljóma eflaust vel fyrir
Hazard og má búast við því að hann
blómstri sem aldrei fyrr í vetur. Er
það undir honum komið hversu
langt Chelsea fer í vetur og fyrstu
teikn eru jákvæð fyrir Chelsea.
kristinnpall@frettabladid.is
Enska úrvalsdeildin
Staðan
Úrslit 5. umferðar 2018-19
Tottenham - Liverpool 1-2
0-1 Georginio Wijnaldum (39.), 0-2 Roberto
Firmino (54.), 1-2 Erik Lamela (90+3.).
Bournem. - Leicester 4-2
1-0 Ryan Fraser (19.), 2-0 Fraser (37.), 3-0
Joshua King (41., víti), 4-0 Adam Smith (81.),
4-1 James Maddison (88., víti), 4-2 Marc
Albrighton (89.).
Rautt spjald: Wes Morgan, Leicester. (69.).
Chelsea - Cardiff 4-1
0-1 Sol Bamba (16.), 1-1 Eden Hazard (37.),
2-1 Hazard (44.), 3-1 Hazard (80., víti), 4-1
Willian (83.).
Huddersf. - C. Palace 0-1
0-1 Wilfried Zaha (38.)
Man. City - Fulham 3-0
1-0 Leroy Sane (2.), 2-0 David Silva (21.), 3-0
Raheem Sterling (47.).
Newcastle - Arsenal 1-2
0-1 Granit Xhaka (49.), 0-2 Mesut Özil (58.),
1-2 Cieran Clark (90+1).
Watford - Man. United 1-2
0-1 Romelu Lukaku (35.), 0-2 Chris Smalling
(38.), 1-2 Andre Gray (65.).
Rautt spjald: Nemanja Matic, Man. Utd.
(90+3.).
Wolves - Burnley 1-0
1-0 Raul Jimenez (61.)
Everton - West Ham 1-3
0-1 Andriy Yarmolenko (11.), 0-2 Yarmolenko
(32.), 1-2 Gylfi Þór Sigurðsson (45+2), 1-3
Marko Arnautovic (61.).
FÉLAG L U J T MÖRK S
Chelsea 5 5 0 0 14-4 15
Liverpool 5 5 0 0 11-2 15
Man. City 5 4 1 0 14-3 13
Watford 5 4 0 1 10-5 12
Bournem. 5 3 1 1 10-7 10
Tottenham 5 3 0 2 10-6 9
Arsenal 5 3 0 2 10-9 9
Man. United 5 3 0 2 8-8 9
Wolves 5 2 2 1 5-5 8
Everton 5 1 3 1 8-9 6
Leicester 5 2 0 3 8-9 6
C. Palace 5 2 0 3 4-6 6
Southampt. 4 1 1 2 4-4 4
Brighton 4 1 1 2 5-7 4
Fulham 5 1 1 3 7-12 4
West Ham 5 1 0 4 5-11 3
Cardiff 5 0 2 3 3-9 2
Huddersf. 5 0 2 3 2-11 2
Newcastle 5 0 1 4 4-8 1
Burnley 5 0 1 4 3-10 1
Fjötralaus Hazard sjóðheitur í
framlínunni undir stjórn Sarri
Eden Hazard fór á kostum fyrir Chelsea í 4-1 sigri á nýliðum Cardiff þrátt fyrir að hafa lent undir á Brúnni.
Chelsea er með fullt hús stiga og hefur Hazard blómstrað undir stjórn hins ítalska Maurizio Sarri í upphafi
tímabils. Ekki er að sjá neina HM-þreytu á Belganum sem er kominn með fimm mörk og tvær stoðsendingar.
FÓTBOLTI Chelsea sýndi enn og aftur
í sumar að það er lítil biðlund á
Brúnni ef árangur næst ekki. Anton-
io Conte var rekinn aðeins ári eftir
að hafa náð sögulega góðum árangri
og þrátt fyrir að hafa unnið tvo titla
á aðeins tveimur árum í Lundúnum.
Síðasta ár Conte var skrautlegt,
deilur hans við stjórn félagsins
voru ítrekað á forsíðum blaðanna
og smitaðist það eflaust inn í spila-
mennsku liðsins.
Án Diego Costa vantaði heilmikið
bit í sóknarleik liðsins og agað leik-
kerfi Conte gaf mönnum ekki mikið
frelsi til að njóta sín fram á við.
Sarri kom með ferskan blæ á
Brúna frá Ítalíu og sótti leikmenn
sem falla vel inn í leikkerfi hans.
Jorginho hefur smellpassað inn á
miðjuna og hefur spilamennskan
heilt yfir verið góð sem hefur skilað
sér í fimmtán stigum og toppsætinu
eftir fimm umferðir.
Frelsaði Hazard
Sarri virðist hafa lagt áherslu á að
veita Eden Hazard, einum besta
leikmanni liðsins, aukið frelsi inni
á vellinum og losað hann undan því
að þurfa að vinna mikið til baka. Í
þessu nýja hlutverki hefur Hazard
blómstrað með tvær stoðsendingar
og fimm mörk í fyrstu fimm umferð-
unum.
Ekki hefur verið hægt að sjá neina
HM-þreytu á Hazard sem var í lykil-
hlutverki hjá Belgíu sem vann til
bronsverðlauna í Rússlandi. Hann
kom seinna til móts við liðið og
þurfti að koma inn af bekknum í
fyrstu umferðunum en sýndi það,
bæði gegn Íslandi á dögunum og
um helgina, að hann hefur líklegast
aldrei leikið betur á ferlinum.
Leikmaður helgarinnar
Ryan Fraser reyndist hetja Bournemouth í 4-2 sigri á
Leicester í ensku úrvalsdeildinni um helgina, skoraði
tvö mörk og lagði upp eitt er góð byrjun Bourne-
mouth-manna hélt áfram.
Ári eftir að hafa verið án stiga eftir fjórar
umferðir er Bourne mouth í 5. sæti með
tíu stig að fimm umferðum loknum.
Hann sýndi lipra takta þegar hann lék á Wes
Morgan og afgreiddi boltann snyrtilega í hornið.
Hann fylgdi því eftir með því að skora eftir öfluga
skyndisókn og lagði svo upp fjórða markið sem
gerði endanlega út um vonir Leicester-manna.
Stóru málin
eftir helgina í enska boltanum
Stærstu úrslitin
Fyrsta stóra próf Liverpool var
um helgina þegar liðið mætti
Tottenham á útivelli. Fyrir ári
koðnaði það niður á Wembley og
fékk skell en allt annað var upp
á teningnum um helgina. Virtust
Liverpool-menn vera að sigla
sigrinum örugglega heim en kæru-
leysislegur varnarleikur
hleypti Tottenham inn í
leikinn á ný á lokamínút-
unum. Liverpool er ásamt
Chelsea með fullt hús stiga.
Hvað kom á óvart?
Everton hafði byrjað tímabilið vel
en varð af mikilvægum stigum
á heimavelli. West Ham var án
stigs fyrir leikinn en
Hamrarnir voru flottir á
Goodison Park og áttu
sigurinn fyllilega skilið.
Mestu vonbrigðin
Burnley, sem náði sögulega
góðum árangri í fyrra, hefur hikst-
að talsvert í upphafi tímabils.
Lærisveinar Seans Dyche hafa
tapað fjórum leikjum í röð og sitja
á botni deildarinnar með eitt stig.
Það hentaði liðinu vel í fyrra að
vera í fáum keppnum. Þjálfara-
teymið fékk nægan tíma til að
setja upp leikina og leikmenn-
irnir til hvíldar en leikjaálagið í
upphafi tímabils þegar
undankeppni Evrópu-
deildarinnar kom inn
virðist hafa verið of mikið
fyrir Burnley.
Leikmenn Chelsea fagna af innlifun með einum besta leikmanni deildarinnar, Eden Hazard. Hafði hann heppnina með sér í einu marki um helgina en fyrsta
mark hans í leiknum var stórbrotið eftir góðan samleik við Olivier Giroud. Fullkomnaði hann svo þrennuna af vítapunktinum undir lokin. NORDICPHOTOS/GETTY
Okkar menn
Íslendingar í efstu tveimur
deildunum í Englandi
Everton
Gylfi Þór Sigurðsson
Bar fyrirliðabandið og
skoraði eina mark Everton
með snyrtilegum skalla í óvæntu
tapi fyrir West Ham á heimavelli.
Cardiff City
Aron Einar Gunnarsson
Var ekki í leikmannahóp
Cardiff í 1-4 tapi fyrir
Chelsea á útivelli.
Reading
Jón Daði Böðvarsson
Kom inn af bekknum en
náði ekki að komast á
blað í 3-2 sigri á Preston á útivelli.
Aston Villa
Birkir Bjarnason
Var ekki í hóp vegna
bakmeiðsla í jafntefli við
Blackburn á útivelli.
Burnley
Jóhann Berg Guðm.
Sneri aftur í lið Burnley
og lék allar 90. mínúturnar
í tapi fyrir Wolves
á útivelli. Sarri er fjórði knatt-spyrnustjórinn sem stýrir
liði til sigurs í fyrstu fimm
leikjum sínum í ensku
úrvalsdeildinni.
1 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 M Á N U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
7
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
D
7
-7
A
4
4
2
0
D
7
-7
9
0
8
2
0
D
7
-7
7
C
C
2
0
D
7
-7
6
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
1
6
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K