Kiwanisfréttir - 01.12.2005, Blaðsíða 2

Kiwanisfréttir - 01.12.2005, Blaðsíða 2
2 RITSTJÓRAPISTILL Kiwanis Útgefandi: Kiwanisumdæmið Ísland - Færeyjar Ábyrgðarmaður: Guðmundur Baldursson, umdæmisstjóri Ritstjóri: Þyrí Marta Baldursdóttir Forsíðumynd: Sigríður Lára Einarsdóttir Ritstjórn: Ragnar Örn Pétursson Prentvinnsla: Grágás ehf., Reykjanesbæ 35. árg. • 1. tbl. • Desember 2005 1 Ágætu félagar Nú er hafið nýtt starfsár og vetur konungur hefur barið að dyrum. Við horfum eins og ávallt björtum augum til fram- tíðarinnar og áður en við vit- um af eru jólin gengin í garð með allri sinni dýrð. Klúbb- félagar leggja mikið á sig fyrir jólin við að selja jólavarning sem rennur síðan í styrktar- sjóð klúbbanna og má segja að þarna leggi Kiwanisfélagar á sig auka álag svona rétt fyrir jólin. Ekki bitnar það síst á fjöl- skyldum okkar, sem eins og ávallt standa þétt við bakið á okkur í þessu sjálfboðastarfi. Við í ritstjórninni höfum ákveðið að vera með blaðið á svipuðum nótum og það var á síðasta starfsári enda virðist það hafa gefið góða raun. Dreifing á blaðinu verður með sama hætti og áður hefur verið. Þá vil ég hvetja alla félaga að senda okkur fréttir hvort sem þær eru smáar eða stórar og ef þú Kiwanisfélagi góður, hefur eitthvað gott í pokahorninu handa okkur, þá láttu okkur endilega vita. Enn á ný og aftur og aftur hvet ég ykkur til að láta Umdæmið vita um allar breytingar á félagatalinu, svo það auðveldi Umdæminu að koma til ykkar því efni sem þarf að berast til ykkar. Við í ritstjórninni óskum ykkur gleðilegra jóla og gæfu- ríks komandi árs. Með jólakveðjum Þyrí Marta Baldursdóttir ritstjóri Kiwanisfrétta KYNNING Á UMDÆMISSTJÓRA Guðmundur Karl Baldursson er fæddur 12. desember 1949 á Selfossi. Fjögurra ára gamall flutti hann til Þorlákshafnar með foreldrum sínum Baldri Karlssyni skipstjóra og Guð- rúnu Jónu Jónsdóttur og hefur átt heima þar síðan. Guðmundur fór snemma að stunda sjómennsku og gerði hana að sínu aðalstarfi. Hann útskrifaðist árið 1970 úr Stýri- mannaskólanum í Reykjavík og var skipstjóri og stýrimað- ur á fiskiskipum þar til að hann fór að mestu í land árið 1985 til að sinna sínu eigin fyrirtæki. Árið 1975 stofnaði hann ásamt Unnþóri B. Hall- dórssyni útgerðafyrirtækið Ljósavík hf. og var hann fram- kvæmdastjóri þar lengst af. Síðustu tvö ár hefur hann starfað við ýmis verk tengd útgerð sinna eigin skipa. Eiginkona Guðmundar er Kim Brigit Sorning, hún er fædd í Reykjavík og ólst þar upp. Móðir hennar er íslensk en faðir hennar var frá Banda- ríkjunum. Kim starfar sem leiðbeinandi við leikskólann Bergheima í Þorlákshöfn. Þau hafa eignast fjögur börn Magnús Joachim 22 ára og er hann að ljúka námi sem húsa- smiður, Gunnar Jón sem lést í bílslysi 16 ára gamall, Valdísi Klöru 20 ára nemi við Háskóla Íslands og Guðmund Karl 14 ára nemi í Grunnskóla Þor- lákshafnar. Áhugamálin eru mörg og fyr- ir utan fjölskylduna og Kiw- anis, eru íþróttir barnanna, knattspyrna og körfubolti ofarlega á listanum. Guð- mundur er dyggur aðdáandi Manchester United og hefur farið nokkrar ferðir erlendis til að fylgjast með sínu liði. Stangveiði hefur alltaf heillað hann, og þá sérstaklega veiði í Veiðivötnum, eða eins og hann segir sjálfur þá eru það ákveðin forréttindi að geta verið með börnunum sínum ásamt góðum félögum við veiðar þar. Núna síðustu árin hefur áhugi fyrir golfi farið vaxandi og ósk hans er sú að fleiri stundir gefist til að stunda golf í framtíðinni. Guðmundur hefur verið fé- lagi í Kiwanisklúbbnum Öl- ver frá 1989 og hefur starfað mikið fyrir klúbbinn. Hann hefur gegnt þar nær öllum embættum og verið í flestum nefndum klúbbsins, var for- seti starfsárið 1997-1998. Á vegum umdæmisins var hann svæðisstjóri Sögusvæðis starfsárið 2000-2001, sat í fræðslunefnd umdæmisins 2002-2003 og nú umdæmis- stjóri. Þá hefur hann jafnframt setið í stjórnum hinna ýmsu fyrir- tækja og starfað mikið á vett- vangi sjávarútvegs við slík störf. Kim og Guðmundur búa að Lýsubergi 16 í Þorlákshöfn. STARFSÁRIÐ 2005 - 2006 Guðmundur Karl Baldursson ásamt eiginkonu sinni Kim Brigit Sorning.

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.