Kiwanisfréttir - 01.12.2005, Blaðsíða 18

Kiwanisfréttir - 01.12.2005, Blaðsíða 18
18 Veturinn kominn og nýtt starfsár hafið hjá Kiwanis- klúbbnum Ölver í Þorlákshöfn líkt og hjá öðrum klúbbum. Starf okkar er þróttmikið. Klúbbfélagar eru nú 44 talsins og mæting allgóð en betur má ef duga skal og er markmið nýs forseta að auka hana um 20% sem þýðir að 2/3 félags- manna mæti allajafna á fundi. Í vor voru fimm nýir félaga teknir inn. Í haust hefur fækk- að um tvo. Einn er hættur og einn félagi okkar Halldór Rafn Ottóson lést - Halldór Rafn var Kiwanisfélagi í aldarfjórð- ung og ritari klúbbsins á síð- asta starfsári. Halldór Rafn var einn af þessum ötulu fél- ögum okkar og einn af okkar aðalsprengisérfræðingum en Kiwanis klúbburinn Ölver selur flugelda til fjáröflunar og og annast flugeldasýningar í Þorlákshöfn. Blessuð sé minning góðs félaga. Nú eru tveir verðandi kiwanismenn í aðlögun í klúbbnum og klúbburinn stefnir að því að taka inn fjóra félaga á starfs- árinu. Nýr forseti klúbbsins er Jón Páll Kristófersson en Þorleif- ur Björgvinsson lét af embætti eftir að hafa stýrt klúbbnum með miklum myndarbrag síð- asta starfsár. Þorleifur Björg- vinsson hefur starfað í klúbbn- um frá upphafi og varð forseti í þriðja sinn á síðasta ári. Ræðumaður á síðasta fundi Kiwanisklúbbsins var annar af forsvarsmönnum menningar- hússins Hólmarastar á Stokks- eyri Björn Ingi Bjarnason en þar þrífst nú í stað fiskvinnslu sem áður var fjölbreytt öflugt menningarstarf með drauga- setur sem flaggskip. Oft er ræðumaður fenginn á fundi klúbbsins. Starfið er annars nokkuð fjölbreytt. Auk hef- ðbundinna funda höldum við konukvöld, golfmót, skotmót, fjölskylduferð er farin að ógleymdri gellunni upp úr ár- amótum. Reglulegir fundir eru aðra hvora viku. Kiwanisklúbburinn styrkir að- allega velferðarmálefni heima í héraði svo sem vera ber, af- hendir börnum í Þorlákshöfn og Hveragerði reiðhjólahjálma svo þau meiði sig síður, styrk- ir bæði grunnskólann og leik- skólann með ýmsum hætti, svo og heilsugæslustöðina og björgunarsveitina og einnig ungmenni sem skara fram úr svo það helsta sé nefnt. Til fjáröflunar í styrktarsjóð selja klúbbfélagar jólatré og flug- elda eins og áður segir en hvort tveggja er uppistaðan í fjáröflun klúbbsins. Líf og fjör er á fundum klúbb- sins. Menn eru auðvitað form- fastir og strangir á siði og hefðir en menn eru líka léttir í lund og hafa gaman að þessu. Það er gaman að segja frá því að gott starf Ölvers hefur skil- að sér út í hreyfinguna en klúbburinn á núna forystu- menn á tveimur vígstöðvum. Guðmundur Baldursson er umdæmisstjóri Kiwanis fyrir Ísland og Færeyjar og Hall- grímur Sigurðsson er svæðis- stjóri Sögusvæðis en klúbb- arnir á Suðurlandi tilheyra því. Báðir hafa þessir félagar okkar verið ötulir í starfi klúbbsins heimafyrir. Með kiwaniskveðju, Baldur Kristjánsson. FRÉTTIR AF KIWANISKLÚBBNUM ÖLVER Kæru Kiwanisfélagar, það sem er helst að frétta síð- an síðast frá okkur í Sólborg er að við vorum með stjórnar- skiptin þann 1. október með Eldborg og Hraunborg og tókst það frábærlega. Snædd- um við góðan kvöldverð og stigin var dans fram eftir nóttu. Þann 11. nóvember fór- um við í keilu, mættu þar 21 félagi ásamt mökum. Þetta er upphafið á þriggja kvölda keilukeppni sem verður á dagsskrá í vetur. Á aðalfundi í vor verður af- hendur bikar sem við fengum á 10 ára afmælinu til keilu- meistara ársins, en þetta verð- ur farandsbikar sem meistar- inn fær að varðveita fram að næstu keppni sem vonandi verður árlega. Nú í nóvember vinnum við að því að útbúa kertaskreytingar sem við af- hendum á fyrsta degi í að- ventu og hefur sala þeirra gengið nokkuð vel. Að sjálf- sögðu verum við aftur í Jóla- þorpinu í Hafnarfirði. Nú erum við helgina þann 3. og 4. desember og verðum við með heitt súkkulaði og vöflur, við munum einnig bjóða uppá nýbakaðar kleinur. Okkar ár- lega sala á leiðiskrossum og greinum verður síðan í versl- uninni Fjarðarkaupum þann 16. til 18. desember, þeir hafa ávallt verið svo elskulegir að leyfa okkur að vera þar með sölu og eiga þeir ómældar þakkir skyldar fyrir þennan stuðning. Við hvetjum alla Kiwanisfélaga til að líta við hjá okkur. Á dagskrá í janúar 2006 er stefnt á leikhúsferð og einnig að halda gestafund. Sólborgar konur eru því hressar og kátar því nú er nóg að gera fram- undan. Við viljum því óska öllum Kiwanisfélögum gleði- legra jóla og farsældar á kom- andi ári. Sjáumst hress á nýju ári. Munum kraftmikið Kiwanis- starf - Látum verkin tala. Með Kiwaniskveðju, Erla María Kjartansdóttir Blaðafulltrúi Sólborgar. FRÉTTIR FRÁ KIWANISKLÚBBNUM SÓLBORG Jón Páll Kristófersson.

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.