Kiwanisfréttir - 01.12.2005, Síða 8

Kiwanisfréttir - 01.12.2005, Síða 8
8 Villibráðarhátíð Kiwanis- klúbbsins Hraunborgar var haldin laugardaginn 5. nóv- ember sl. í Haukahúsinu og hófst kl 12:00, það var frábær mæting 215 manns fylltu sal- inn, til hátíðarinnar var vand- að að venju og sá matreiðslu- snillingurinn Francois L. Fons um kræsingarnar og var villi- réttahlaðborðið eitt það glæsi- legasta frá upphafi. Forseti Hraunborgar Gísli G. Gunnarsson setti skemmtun- ina og tók síðan Jón A. Karls- son við veislustjórninni, ungir tónlistamenn léku á píanó og trompet, heiðursgesturinn var Einar K. Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra og var á léttu nótunum og það var enginn kvóti á hans sögum, Bjartmar Guðlaugsson söng „fúll á móti” og fleiri frábæra slagara við góðar undirtektir, Jóhann- es Kristjánsson flutti gaman- mál af sinni alkunnu snilld og var frábært að fá alla þessa karektera í einum manni, Jó- hannes hefur verið fastagestur á næstum öllum villibráðar- hátíðum klúbbsins í tæp 20 ár. Dregið var í happdrætti og var aðalvinningur sturtuklefi að verðmæti 180 þús. kr. frá „sturta.is” ásamt fjölda eigu- legra muna. Gissur Guð- mundsson lögreglumaður og bæjarfulltrúi sá um listaverka- uppboðið og fylgdi því svo fast eftir að metsala varð. Að lokum dansaði magadans- mærin og leikkonan Helga Bragadóttir á lokkandi hátt og sveiflaði barmi, mjöðmum og slæðum af mikilli list. Í lokin þakkaði forseti öllum þeim sem höfðu lagt sig fram í undirbúningi til þess að gera villibráðarhátíðina svo glæsi- lega og þakkaði gestum fyrir komuna og frábæra þátttöku í aðal fjáröflun klúbbsins með því að mæta, kaupa happ- drættismiða og síðast en ekki síst við að fjárfesta í góðum listaverkum og með því að leggja fé í styrktarsjóð klúbb- sins en ágóðinn af hátíðinni rennur síðan í styrktarsjóð og síðan í styrktarverkefni. Bráðabirgða uppgjör sýnir að ljóst verður að útkoman verð- ur sú besta frá upphafi með tekjur yfir 1,5 milljón. Fleira ekki tekið fyrir. Gylfi Ingvarsson v. ritari. Villibráðarhátíð Hraunborgar 2005 HRAUNBORG 20 ÁRA Glæsileg villibráðarhlaðborð Hraunborgar. Gestir á hátíðinni. Heiðursgestur hátíðarinnar Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra flytur ávarp.

x

Kiwanisfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.