Kiwanisfréttir - 01.12.2005, Blaðsíða 11

Kiwanisfréttir - 01.12.2005, Blaðsíða 11
11 langt skeið ríktu þarna ætt- flokkadeilur og togstreita milli ættarhöfðingja og þeim lauk ekki fyrr en á átjándu öld er allar eyjarnar voru sameinað- ar undir einum konungi. Ekkert ritmál var til á Hawai og varðveittist sagan í frá- sögnum frá einni kynslóð til annarra en seinna var búið til ritmál og í dag er unnið að því að auðga það nýjum orðum og þróa það á allan hátt. Stafrófið samanstendur af 12 stöfum og er því framburður og framburðareinkenni marg- vísleg og erfið. Við fórum einn daginn í heil- dagshringferð um Oahu eyj- una með góðum fararstjóra og fengum góðar upplýsingar um það sem fyrir augun bar, sáum ógleymanlega fegurð, og fagrar strendur, falleg hús en einnig hluta af fátækt sem allstaðar finnst. Ferð um plan- tekru Dole fyrirtækisins, an- anasrækt, bátsferð um höfn- ina í Honolulu, kvöldverður um borð og hula dans var eft- irminnilegt og skemmtilegt. Svo var einnig um skoðunar- ferð um konungshöllina í Honolulu, þá einu sem finnst í Bandaríkjunum. Margt fleira hefðum við viljað skoða en gafst ekki tími til, t.d. gafst ekki tími til að skoða Pearl Harbour þar sem fjöldi ferða- manna var svo mikill að margra tíma bið þurfti til að komast að herskipum sem varðveitt eru til minningar um þessa miklu árás. Verslunarferðir eru líka ómiss- andi a.m.k. fyrir suma og fengum við okkar skammt af því og höfðum bara gaman að skoða þá hlið mannlífsins. Það vakti held ég athygli okkar allra hversu fallegt og mynd- arlegt fólk hinir innfæddu eru en þeir eru þó orðnir í miklum minnihluta, því Kínverjar, Fil- ipseyingar, Portúgalir og fleiri auk að sjálfsögðu Bandaríkja- manna eru í meirihluta og leiðsögumaður sagði aðeins um 10% vera innfædda. Okk- ur var að sjálfsögðu kynnt menning innfæddra og mest bar á dansinum en einnig ýmiskonar handverki mjög fallegu. Bæði á opnunarhátíð og lokakvöldi þingsins var dagskrá þar sem m.a. annars börn dönsuðu og sungu og var unun á að horfa, einnig voru aldagamlar venjur dregnar fram þegar heimsfor- seti Case van Kleef var kvadd- ur og Steve Siemens nýr for- seti var kallaður til starfa. Sjálf þingstörfin gengu vel, svo vel að hægt var að af- greiða allar lagabreytingar og kosningar á einum degi og gekk allt heim og saman. Merkasta breytingin og kannski sú sem kom mest á óvart var að hin gömlu ein- kennisorð hreyfingarinnar „Við byggjum” var fellt út og í stað þess tekið upp hið nýja sem er „Hjálpum börnum heimsins.” Í ræðu hins nýja forseta lagði hann áherslu á nú væri kom- inn tími til breytinga, það væri ekki lengur hægt að fresta því að taka til höndum. Því til áréttingar lét hann færa inn á sviðið líkkistu og brá þá mörg- um, en tilgangur hans var að kasta í kistuna öllum þeim gömlu hindrunum sem staðið hafa í vegi fyrir vexti og við- gangi hreyfingarinnar að hans mati en það voru m.a. annars gömul viðhorf sem alltaf standa í vegi fyrir breyting- um, eins og t.d, að „þetta er ekki rétti tíminn” „Þetta hefur nú verið reynt áður” og mörg fleiri sem hann henti í kistuna og bað Kiwan- isfélaga að taka nú til hend- inni og gera hreyfinguna sterkari en nokkru sinni fyrr. Árið 2015 þegar hreyfingin verður 100 ára er markið sett á eina milljón félaga. Hvenær á að hefjast handa ef ekki nú. Hver á byrja ef ekki við spurði Steve Siemens frá Nebraska hinn nýi forseti Kiwanis Inter- national. Að loknu heimsþinginu, eftir góða daga í Honolulu flugum við aftur til San Fransisco og áttum þar einnig fimm mjög góða daga. Mér finnst þetta einhver skemmtilegasta borg sem ég hef komið í. Full af fjöri, fólki, skemmtilegum matstöðum, skemmtilegu hafnarhverfi. Stærsta kína- hverfi vesturlanda. Borg full af orku og lífi sem gaman er að taka þátt í. Allt öðruvísi en þær bandar- ísku borgir sem ég hef komið í amk. Ég er til í að fara þangað aftur og þó flugið sé kannski langt er það fljótt að gleymast og með skemmtilegu fólki eins og samferðarhópurinn var er alltaf gaman að ferðast. Næsta heimsþing er í Mon- treal í Kanada að ári. Ég vil bara skora á alla Kiw- anisfélaga að fara á heimsþing og kynnast því að eigin raun. Þetta var sjöunda ferð mín á heimsþing, og ég fer örugg- lega aftur. Ég vil að lokum þakka sam- ferðafólki mínu fyrir góða ferð, skemmtun og góða við- kynningu. Innilega jólakveðjur til allra Kiwanisfélaga. Ástbjörn Egilsson

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.