Kiwanisfréttir - 01.12.2005, Síða 13

Kiwanisfréttir - 01.12.2005, Síða 13
13 vikum síðar vorum við orðnir Kiwanisfélagar aftur (og sjá- um ekki eftir því). Í framhaldi af því gekk þriðji „Sundboða- maðurinn” til liðs við Hof, en það var Jón Guðmundsson. Í vor fengum við síðan fjórða Grindvíkinginn í hópinn. Frá upphafi höfum við haldið því hátt á lofti að vera Kiwanis- menn, jafnt í okkar bæjarfél- ögum (Garði og Grindavík) sem og annars staðar. Oftar en ekki hefur fólk hváð við og spurt, er ekki Kiwanis löngu hætt? (þ.e.a.s. í Grindavík). Eftir tilheyrandi útskýringar, segir fólk iðulega, gott mál. Í dag eru Grindjánar 25% af Hofsfélögum og því vaknaði sú spurning hvort ekki væri æskilegt að benda á þá stað- reynd í starfi okkar. M.a. vegna þess, að þannig gætum við hugsanlega átt betri að- gang að styrkjum, þannig ætt- um við líka auðveldara með að styrkja menn og málefni í Grindavík, jafnframt því sem kynning á Kiwanishreyfing- unni yrði víðtækari og von- andi jákvæðari. Líkt og hjá öðrum Kiwanis- klúbbum er það markmið okkar að safna fé í styrktar- sjóð, sem síðan er notað til að styðja og styrkja hin ýmsu félög og í sumum tilvikum einstaklinga. Okkar aðalfjár- öflunarleið er flugeldasala um áramót, sem gerir okkur kleift að standa undir þessum mark- miðum okkar. Á undanförnum misserum hefur Hof styrkt myndarlega við skátastarfið í Garðinum með því að leggja þeim til að- stöðu í Kiwanishúsinu. Vorið 2004 gaf klúbburinn ásamt kvenfélaginu Gefn, dvalar- heimilinu Garðvangi veglegt og öflugt sjúkrarúm. Í maí s.l. afhentu Hofsfélagar Heilsu- gæslunni í Grindavík, lazy- boy stól, sem m.a. hefur nýst mjög vel verðandi og nýorð- num mæðrum. Einstaklingar sem átt hafa við veikindi að stríða hafa verið aðstoðaðir. Þann 8. og 9. nóvember s.l. af- hentu Hofsfélagar öllum leik- skólabörnum í Garði og Grindavík litabækur og liti að gjöf. Þessari gjöf fylgdi lesn- ing til foreldra þar sem farið var yfir sögu Kiwanishreyf- ingarinnar og Kiwanisklúbbs- ins Hofs í stuttu máli. Var góður rómur gerður að þess- ari gjöf og skein ánægjan og þakklætið úr augum barn- anna. Að lokum þakka Hofsfélagar ykkur öllum ánægjuleg sam- skipti á árinu sem er að líða. Megi komandi ár verða ykkur öllum og fjölskyldum ykkur heillaríkt og gott. Með Kiwaniskveðju Kjartan Fr. Adólfsson ritari Hofs. Í framhaldi af lokum 1. verk- efnis KEP-nefndar umdæmis- ins sem var að senda tölvur og kennsluáhöld til Lettlands hefur styrktaraðilum verkefn- isins hér á landi verið afhent innrömmuð þakkarskjöl og Kiwanisfréttir þar sem m.a. var fjallað um verkefnið og myndir af móttökum á bún- aðnum í Riga í Lettlandi. Formaður nefndarinnar Gylfi Ingvarsson og Sigurður R. Pétursson fráfarandi umdæm- isstjóri, fóru í heimsókn til fyrirtækjanna og afhentu þakkarskjölin og voru fulltrú- ar fyrirtækjanna einnig sæmd- ir KEP- merkinu, einnig var verkefnið kynnt sérstaklega og kom fram góður vilji til þess að vera áfram með í verk- efninu. KEP-nefndin þakkar Anza og Símanum, Samskipum, Micro- soft á Íslandi, Pökkun og flutningum og Kiwanis- klúbbum kærlega fyrir þeirra mikla framlag við menntunar átak Kiwanis til hjálpar fá- tæku námsfólki til mennta í Austur Evrópu. Nú hefur borist beiðni um stuðning við tónlistarnám í Lettlandi með því að safna hljóðfærum til frumkennslu í tónlistarnámi barna og er verið að kanna hugsanlega möguleika á slíku verkefni. FRÉTT KEP-NEFNDARINNAR Afhending á þakkarskjalinu til Samskipa f.v. Sigurður R. Pétursson umdæmisstjóri, Ásbjörn Gíslason forstjóri Samskipa og Gylfi Ingvarsson formaður KEP-verkefnisins. Afhending á þakkarskjalinu til Pökkun og Flutningar f.v Viðar Pétursson forstjóri Pökkun og flutningar og Gylfi Ingvarsson formaður KEP-verkefnisins.

x

Kiwanisfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.