Fréttablaðið - 01.10.2018, Síða 39
Hryggðarmynd í sýningu í Leikhúsi draumanna
Pressan á José Mourinho jókst enn frekar eftir 3-1 tap Manchester United fyrir West Ham í 7. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn. United er í 10. sæti. Portú-
galski stjórinn hefur verið í fýlu frá því í sumar og ekki fundið leiðir til að snúa gengi United við. Mourinho þykir vera orðinn valtur í sessi eftir slæma byrjun á tímabilinu.
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, var ekki upplitsdjarftur á laugardaginn þegar hans menn töpuðu fyrir West Ham á Lundúnaleikvanginum. Staða Portúgalans veikist með hverri vikunni. NordicPHotoS/Getty
Tabula gratulatoria
Jón Baldvin Hannibalsson áttræður
Þann 21. febrúar 2019 verður hinn aldni leiðtogi íslenskra jafnaðar-
manna, Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi fjármála- og utanríkis-
ráðherra, áttræður. Af því tilefni verður gefin út bók eftir Jón Baldvin
þar sem hann mun einkum fjalla um frumkvæði Íslands að stuðningi
við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða, samningana við ESB um Evr-
ópska efnahagssvæðið (EES) og Norræna módelið sem raunhæfan
valkost við auðræði nýfrjálshyggjunnar.
Velunnurum Jóns Baldvins gefst nú kostur á að skrá nafn sitt á heilla-
óskaskrá í tilefni þessara tímamóta og að fá bókina á forlagsverði, eða
á kr. 6.000 með sendingarkostnaði. Hægt er að panta verkið hjá út-
gefandanum á netfanginu skrudda@skrudda.is eða í síma 552 8866.
Bókin verður send í byrjun febrúar 2019.
Til að panta bókina og fá nafn sitt jafnframt á heillaóskaskrána þarf
að senda inn nafn, kennitölu og heimilisfang. Sé óskað eftir að greiða
verkið með greiðslukorti þarf að senda kortanúmer og gildistíma, ann-
ars verður stofnuð krafa í heimabanka. Nánari upplýsingar fást hjá
forlaginu.
SKRUDDA
Hamarshöfða 1
110 Reykjavík
skrudda@skrudda.is
West Ham vann Man
chester United með tveggja
marka mun í deildarleik í
fyrsta sinn síðan í október
1982. Þá unnu Hamrarnir
einnig 31.
Fyrsta markið var
rangstaða, annað
markið var sjálfsmark og
það þriðja kom eftir dóm
aramistök.
José Mourinho
West Ham, og mörgum öðrum leikj-
um á tímabilinu, munu Börsungar
ekki snerta á honum, nema með
töngum. Pogba hefur engan veginn
fylgt eftir góðri frammistöðu á HM.
Ábyrgðin á slæmu gengi United í
upphafi tímabils liggur ekki bara hjá
Pogba og Mourinho heldur einnig
hjá hæstráðendum félagsins. Ed
Woodward virðist vera frábær við-
skiptamaður en fótboltavitið reiðir
hann ekki í þverpokum.
Hann hefur þegar látið tvo knatt-
spyrnustjóra, David Moyes og
Louis van Gaal, fara síðan hann tók
við stjórnartaumunum hjá United
fyrir fimm árum. Hann stendur nú
frammi fyrir þeirri stóru spurningu
hvað hann eigi að gera við Mour-
inho, mann sem hann réð til að
koma United aftur á toppinn. Þótt
Woodward hafi staðið þétt við
bakið á Mourinho, allavega út á
við, gróf hann undan honum þegar
hann neitaði að kaupa þá miðverði
sem voru efstir á óskalista Portú-
galans.
Mourinho getur þó ekki kvartað
yfir því að hafa ekki fengið fjár-
muni til að spila úr síðan hann tók
við United. Samt er árangurinn
ekki merkilegur og liðinu hefur
farið aftur. Þótt United hafi lent
í 2. sæti á síðasta tímabili, sem er
besti árangur liðsins síðan Fergu-
son hætti, var bilið á milli þeirra og
toppliðs Manchester City 19 stig.
Mourinho hefur aðeins einu sinni
verið lengur en þrjú tímabil hjá liði
og þá var hann rekinn þegar fjórða
tímabilið var nokkurra vikna gam-
alt. Það kæmi mikið á óvart að hann
yrði við stjórnvölinn hjá United
þegar næsta tímabil hefst, og jafn-
vel þegar árið 2019 gengur í garð.
Mögulegir eftirmenn eru hins vegar
ekki margir, nema Zinedine Zidane,
sem ku samkvæmt fjölmiðlum ytra
vera byrjaður að læra ensku, og það
er mögulega það eina sem heldur
Mourinho í starfi. Uppskeran og
spilamennskan það sem af er tíma-
bili gerir það allavega ekki mikið
lengur. ingvithor@frettabladid.is
Þriðja þrennan
fyrir Augsburg
fótbolti Alfreð Finnbogason skoraði
þrennu þegar Augsburg bar sigur orð
af Freiburg, 4-1, á heimavelli í þýsku
úrvalsdeildinni í gær. Þetta var fyrsti
leikur Alfreðs á tímabilinu en hann
hefur verið frá vegna meiðsla.
Þetta er þriðja þrennan sem Alfreð
skorar fyrir Augsburg. Hann skoraði
einnig þrennu gegn Frei burg og Köln
á síðasta tímabili.
Alfreð hefur alls skorað 25 deildar-
mörk fyrir Augsburg og er orðinn
markahæsti leikmaður liðsins í
þýsku úrvalsdeildinni frá upphafi.
Tobias Werner átti metið (23 mörk).
Caiuby kom Augsburg yfir á
19. mínútu í leiknum í gær. Fimm-
tán mínútum síðar bætti Alfreð öðru
marki við með laglegri hælspyrnu.
Freiburg minnkaði muninn í
upphafi seinni hálfleiks þegar Jon-
athan Schmid skoraði sjálfsmark. Á
68. mínútu jók Alfreð muninn aftur
í tvö mörk með marki úr vítaspyrnu.
Þegar sjö mínútur voru til leiks-
loka skoraði Alfreð svo þriðja mark
sitt og fjórða mark Augsburg með
skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá
Andre Hahn. – iþs
Öruggur sigur
Evrópumanna
golf Evrópa vann Ryder-bikarinn
2018 eftir 17,5-10,5 sigur á Banda-
ríkjunum á Le Golf National vell-
inum í París. Þetta er í fjórða sinn í
síðustu fimm keppnum sem Evrópa
vinnur Ryder-bikarinn.
Evrópa var með vænlega for-
ystu fyrir lokadaginn. Bandaríkin
byrjuðu hann hins vegar vel og
minnkuðu forystuna niður í eitt stig,
10,5-9,5. En nær komst bandaríska
liðið ekki.
Jon Rahm og Thorbjörn Olesen
unnu sína leiki og Ítalinn Francesco
Molinari tryggði Evrópu sigurinn
þegar hann sigraði Phil Mickelson
á 16. holu, 4/2. Hann varð þar með
fyrsti Evrópubúinn í sögu Ryder-
bikarsins til að vinna alla fimm
leikina í einni keppni. Molinari lék
einkar vel í Ryder-bikarnum í ár og
samvinna hans og nýliðans Tommys
Fleetwood var frábær. – iþs
HVAÐ ER AÐ
FRÉTTA?
Frettabladid.is færir þér nýjustu
fréttir dagsins og ítarlega umöllun
um málefni líðandi stundar.
Ekki missa af neinu, fylgdu
Fréttablaðinu á Facebook
Save the Children á Íslandi
thomas Bjørn, fyrirliði evrópu, lyftir
ryderbikarnum. NordicPHotoS/Getty
Alfreð fagnar fyrsta marki sínu gegn
Freiburg. NordicPHotoS/Getty
S p o r t ∙ F r É t t A B L A ð i ðf b l 19M Á N U D A g U r 1 . o k t ó b e r 2 0 1 8
0
1
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:2
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
F
3
-5
8
F
4
2
0
F
3
-5
7
B
8
2
0
F
3
-5
6
7
C
2
0
F
3
-5
5
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
3
0
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K