Fréttablaðið - 01.10.2018, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 01.10.2018, Blaðsíða 40
Ástkæri maðurinn minn, pabbi okkar, tengdapabbi og afi, Árni Guðmundsson Lyngprýði 2, Garðabæ, lést á krabbameinsdeild LSH að kvöldi fimmtudagsins 20. september umkringdur ástvinum sínum. Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 3. október kl. 13.00. Sérstakar þakkir færum við öllu því frábæra starfsfólki sem annaðist hann af alúð. Sigríður Huld Konráðsdóttir Guðmundur Örn Árnason Elísabet Mary Arnaldsdóttir Erla María Árnadóttir Róbert Karl Hlöðversson Íris Björk Árnadóttir Kristján Jón Jónatansson Unnur Svanborg Árnadóttir Sigríður Hulda Árnadóttir Sveinbjörn Claessen Árni Konráð Árnason Birgitta Björt Garðarsdóttir og barnabörn. Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen andaðist í gær 72 ára að aldri. Kim hafði glímt við krabba­mein í blöðruhálskirtli og sjúkdómurinn hafði að lokum betur. Einn helsti aðdáandi kapp­ ans á Íslandi segir að hálfgerð þjóðarsorg sé nú í Danmörku. „Ég var sjö ára þegar ég heyrði fyrst af Kim Larsen. Þá var ég búsettur í Dan­ mörku og hann átti að koma fram í spjall­ þætti. Það voru allir að tala um þáttinn og gera ráðstafanir hvar þeir ætluðu að horfa á hann. Það var nánast eins og það væri stórviðburður á borð við lok seinna stríðs eða tungllendingin að eiga sér stað,“ segir Kjartan Guðmundsson, fjölmiðlamaður og poppfræðingur. Vinur Kjartans brá á það ráð að taka upp frammistöðu Larsens þetta kvöld í þættinum og varð hinn versti þegar einhver opnaði sælgætispoka meðan tónlistar maðurinn flutti lög sín. Það kom nefnilega niður á hljómgæðum kasett­ unnar. „Eftir því sem maður eltist gerði maður sér betur grein fyrir því að Kim tókst að tappa inn í dönsku þjóðarsálina með hætti sem engum hefur tekist. Þó hann hafi orðið stjarna náði hann alltaf að halda sterkri tengingu við litla manninn og náði að vera gæinn á götunni. Það er erfitt að finna einhvern sem var illa við hann,“ segir Kjartan. Sem dæmi um slíkt nefnir Kjartan að hann hafi alla tíð verið á móti konungs­ veldinu og því prjáli sem því fylgir. Afþakkaði hann meðal annars riddara­ kross þeirra Dana af þeirri ástæðu. Þá tap­ aði hann sér þegar Danir stefndu að því að banna reykingar á opinberum stöðum og varði miklum tíma og orku í að berjast gegn því með kjafti og klóm. Sat hann meðal annars fundi með ráðherrum og stjórnmálamönnum vegna þessa. Það má fylgja sögunni að reykingabannið danska er talsvert smærra í sniðum en víða ann­ ars staðar. Aðspurður um eftirminnilegustu minningu sína sem tengist Kim segir Kjartan að það að sjá hann á sviði sé ofar­ lega en það gerði hann alls fimm sinnum, þrisvar í Danmörku og tvisvar á Íslandi. Ein minning standi þó upp úr. „Um aldamótin var ég búsettur í Kaup­ mannahöfn og ætlaði að fara með vini mínum, sem var í heimsókn, út á lífið. Þegar við komum á staðinn sem við ætl­ uðum á var búið að skella í lás. Ég bank­ aði upp á til að kanna hvort dyravörður­ inn sæi aumur á okkur,“ segir Kjartan. Dyravörðurinn gerði gott betur en það en hann tók á móti þeim líkt og kónga­ fólk væri á ferðinni. Þegar hann leit til baka sá hann að Kim og kona hans stóðu fyrir aftan þá en þau voru mætt til að sjá son sinn spila á staðnum. „Dyravörðurinn hélt að við værum í slagtogi með honum,“ segir Kjartan og hlær. „Við spjölluðum örstutta stund og svo kvöddumst við með því að ég gaf honum eld.“ Tónlistarmaðurinn tilkynnti í desem­ ber að hann væri veikur en fæstir vissu af því að svo stutt væri í endalokin. Hann spilaði á tónleikum í sumar en þurfti að fresta nokkrum af heilsufarsástæðum. Þá vann hann að nýrri plötu skömmu fyrir andlátið og áttu því flestir von á því að hann væri að ná heilsu. „Ég held að fólk hafi ekki verið búið undir þetta enda eru viðbrögðin úti eftir því. Í minningarorðum Berlingske Tidende var Kim Larsen lýst sem Dan­ mörku. Það er nokkuð nálægt sannleik­ anum,“ segir Kjartan. joli@frettabladid.is Kim Larsen snerti dönsku þjóðina beint í hjartað Danir syrgja nú tónlistarmanninn og alþýðuhetjuna Kim Larsen sem lést í gær. Banamein hans var krabbamein í blöðruhálskirtli. Fáum hefur tekist að tappa sig jafnlangt inn í dönsku þjóðarsálina og Kim Larsen segir einn helsti aðdáandi hans hér á landi. Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen lék oftar en einu sinni á tónleikum hér á Ísland, meðal annars áriðð 2005. FréttabLaðið/Heiða Kjartan Guðmundsson er meðal þeirra sem syrgja Kim Larsen sárt. FréttabLaðið/eyþór Ég held að fólk hafi ekki verið búið undir þetta enda eru viðbrögðin úti eftir því. Kjartan Guðmundsson, fjölmiðlamaður og poppfræðingur Merkisatburðir 1786 Séra Oddur Gíslason, prestur á Miklabæ í Skagafirði, hvarf. Talið var að draugurinn Miklabæjar-Sólveig hefði verið þar að verki. 1800 Spánverjar afhenda Frökkum Louisiana-landsvæðið. Þeir seldu Bandaríkjunum svæðið um þrjátíu mánuðum síðar. 1814 Vínarþingið, sem ætlað var að draga landamæri Evrópuríkja upp á nýtt eftir ósigur Napóleons Bonaparte, formlega sett. 1874 Kvennaskólinn í Reykjavík tekur til starfa. 1891 Kennsla hefst í hinum bandaríska Stanford-háskóla. 1918 Arabískar hersveitir, undir forystu T. E. Lawrence, ná sýrlensku borginni Damaskus á sitt vald. 1931 George Washington-brúin, sem tengir New York og New Jersey, opnuð fyrir umferð. 1933 Ásta Magnúsdóttir tekur fyrst kvenna við opinberu embætti hér á landi er hún er skipuð ríkisféhirðir. 1936 Francisco Franco tekur við völdum á Spáni. 1946 Eftirlifandi stjórnendur úr röðum nasista hljóta dóm eftir réttarhöld í Nürnberg. 1949 Mao Zedong lýsir yfir stofnun Kínverska alþýðulýð- veldisins. 1952 Hljóðritun á ræðum á Alþingi hefst. 1958 Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, stofnuð. 1960 Nígería fær sjálfstæði frá Bretum. 1969 Concorde nær að rjúfa hljóðmúrinn fyrsta sinni. 1975 Muhammad Ali hefur betur gegn Joe Frazier í bar- daga í Maníla á Filippseyjum. 1977 Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið (SÁÁ) stofnuð. 1978 Túvalú fær sjálfstæði frá Bretum. 1979 Lögræðisaldur lækkaður niður í átján ár úr tuttugu árum. 1979 Mesta sólarhringsúrkoma sem mælst hefur hér á landi, 243 millimetrar, fellur á Kvískerjum í Öræfum. 1982 Helmut Kohl tekur við af Helmut Schmidt sem kanslari Þýskalands eftir að sá síðarnefndi tapaði van- traustskosningu. 1987 Ríkissjónvarpið hefur sjónvarpsútsendingar á fimmtudögum en fram að því höfðu þeir verið sjónvarps- lausir dagar. 1989 Samkynhneigðir Danir geta skráð sig í staðfesta samvist í fyrsta sinn. 2003 Eyririnn lagður niður en síðan þá hefur ein króna verið minnsta gjaldmiðilseining landsins. 2012 38 farast og 102 særast þegar tvær ferjur rekast á fyrir utan Hong Kong. 2014 Sprenging verður í búlgarskri byssupúðursverk- smiðju. 15 týna lífi. 2015 280 farast í skriðuföllum í Gvatemala sem voru af- leiðing gífurlegs vatnsveðurs. 2017 Katalónar kjósa um hvort héraðið eigi að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni. 2017 58 myrtir og 851 særist í skotárás á hóteli í Las Vegas. 1 . o k t ó b e r 2 0 1 8 M Á N U D A G U r20 t í M A M ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót 0 1 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 F 3 -5 D E 4 2 0 F 3 -5 C A 8 2 0 F 3 -5 B 6 C 2 0 F 3 -5 A 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.