Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.08.2018, Side 18

Víkurfréttir - 30.08.2018, Side 18
18 LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA f immtudagur 30. ágúst 2018 // 33. tbl. // 39. árg. Störf í boði hjá Reykjanesbæ Háaleitisskóli – Baðvörður drengja Leikskólinn Tjarnarsel – Leikskólakennari Málefni aldraðra – Deildarstjóri : Hjúkrunarfræðingur í dagdvalir Heilsuleikskólinn Heiðarsel – Leikskólakennari/ starfsmaður Háaleitisskóli – Skólaliðar Leikskólinn Hjallatún – Deildarstjóri og annað starfsfólk Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Viðburðir í Reykjanesbæ Vetur í Reykjanesbæ - vetur.rnb.is Hvað verður í boði fyrir ungt fólk og foreldra í Reykjanes- bæ í vetur? Upplýsingar um námskeið og afþreyingu send- ist á hafthor.birgisson@reykjanesbaer.is sem allra fyrst. Hæfingarstöðin - opið hús Í tilefni Ljósanætur verður Hæfingarstöðin opin gestum kl. 13-16 föstudaginn 31. ágúst. Vörur úr Hæfó prentsmiðju, hin víðfræga chili sulta, kaffi og með því. Allir velkomnir. Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Fimmtudagur 30. ágúst kl. 16:30: Opnun á „List sem gjald- miðill/ARTMONEY NORD“. Föstudagur 31. ágúst kl. 16:00: Tónleikar með S.hel og sýning á Battleship Potemkin. Björgin - Geðræktarmiðstöð Suðurnesja er falin perla við skrúðgarðinn í Keflavík. Þar er rekin grunnendurhæfing og athvarf fyrir einstaklinga með einhverskonar geðheilsuvanda. Fólk sækir þangað til að koma í veg fyrir félagslega einangrun. Þar er opið yfir daginn og fólki frjálst að koma þegar það vill til að hitta annað fólk og taka þátt í því starfi sem þar fer fram. Skjólstæðingar Bjargarinnar ætla að vera með Geðveikt kaffihús og Geðveikan markað á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Starfsemi Bjargarinnar er rekin af Reykjanesbæ en þjónustan sem þar er veitt er fyrir einstaklinga frá öllum sveitarfélögum Suðurnesja. Írena Guðlaugsdóttir, félagsráðgjafi hjá Björginni, segir í samtali við Víkur- fréttir að Suðurnesjafólk sé duglegt að sækja úrræðið. Í Björgina koma 30-50 manns á dag og yfir mánuðinn eru það um 90 einstaklingar sem eru virkir í starfinu. Það getur verið erfitt fyrir fólk að brjóta ísinn og koma í Björgina í fyrsta skiptið. Það staðfestir Tinna Sigurósk Pálsdóttir, starfsmaður Bjargarinnar. Hún var áður skjól- stæðingur Bjargarinnar og kom þangað í fyrsta skiptið í febrúar í fyrra. Hún segist hafa gert margar tilraunir áður en henni tókst að stíga skrefið og mæta í Björgina. „Þetta voru þung og erfið skref,“ segir hún og segir að margar spurningar hafi sótt á sig: „Á ég heima hérna og hvaða fólk er hérna,“ segir hún. Tinna segir að á þessu eina og hálfa ári sem hún eigi að baki í Björginni, þá hafi líf hennar algjörlega snúist við og til betri vegar. „Þetta er besti staður sem ég veit um,“ segir Tinna. Þrír ráðgjafar starfa hjá Björginni og aðstoða skjólstæðinga hennar við ýmis réttindamál og fjölbreytta hluti hins daglega lífs. Þá er ákveð- in dagskrá í gangi sem hefur tekið miklum breytingum síðustu vikur og mánuði en stofnuð hefur verið „Bjargarnefnd“ sem vinnur að fjöl- breyttu starfi. Nefndin starfrækir einnig sjoppu innan Bjargarinnar og hagnaðurinn af henni er nýttur til að auka á fjölbreytni í starfinu og standa straum af kostnaði við það. Á ljósanótt verður Björgin t.a.m. með Geðveikt kaffihús í Hvammi við Suðurgötu og einnig markaður þar sem ýmis varningur verður boðinn til sölu. Skjólstæðingar Bjargarinnar hafa síðustu daga verið að baka fyrir kaffihúsið, auk þess sem rjúkandi rjómavöfflur verða á boðstólnum þá daga sem kaffihúsið verður opið. Kaffihúsið verður opið föstudag, laugardag og sunnudag kl. 13:00 til 18:00. Nánar verður fjallað um starfsemina í Björginni í Sjónvarpi Víkurfrétta í haust. - á vegum skjólstæðinga Bjargarinnar á Ljósanótt Tinna Pálsdóttir starfsmaður og félagsráðgjafarnir Írena Guðlaugsdóttir og Elín Arnbjörnsdóttir framan við húsnæði Bjargarinnar við Suðurgötu í Keflavík. VF-mynd: Hilmar Bragi Geðveikt kaffihús og Geðveikur markaður Lögreglumaðurinn Sigvaldi Arnar Lárusson lauk nýverið leiðbeinandanámskeiði í skyndihjálp frá Rauða Krossi Íslands. Eftir að hann fékk réttindi sem leiðbeinandi í skyndihjálp hefur hann haldið nokkur námskeið en Sigvaldi stofnaði Skyndihjálparkennsluna þar sem einstaklingar og starfsmenn fyrirtækja geta fengið kennslu í skyndihjálp. „Ástæðan fyrir því að ég skráði mig á þetta námskeið hjá Rauða krossinum er sú að ég hef bjargað mannslífi með því að kunna skyndihjálp. Tilfinningin að bjarga manns- lífi er mögnuð og þess vegna vildi ég öðlast réttindi til að kenna skyndihjálp svo aðrir geti upplifað þessa tilfinningu komi til þess að þeir verði í sömu sporum og ég var í,“ segir Sigvaldi í samtali við Víkurfréttir. „Í starfi mínu sem lögreglumaður sl. 18 ár hef ég oft þurft að beita skyndihjálp og hef því talsverða reynslu af þessum málum“. Margar tegundir af námskeiðum eru í boði og einnig getur Sigvaldi sett saman námskeið eftir þörfum hvers og eins. Hann hvetur fólk til að setja sig í samband hafir það áhuga á að kynna þér þetta frekar. Sigvaldi er með skyndi- hjálparnámskeiðin á Facebook undir skyndihjálpar- kennslan. Einnig er hægt að senda tölvupóst á skyndi- hjalparkennslan@gmail.com eða bara með því að slá á þráðinn í síma 854-0401. „Tilfinningin að bjarga mannslífi er mögnuð“ - segir lögreglumaðurinn Sigvaldi Arnar Lárusson, sem nú leiðbeinir um skyndihjálp Sigvaldi Arnar Lárusson leiðbeinir einstaklingum og fyrirtækjahópum um skyndihjálp. Hér er Sigvaldi með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á góðri stund í Reykjaneshöll. LJÓSANÓTT Í BEINNI Á FÉSBÓK VÍKURFRÉTTA FYLGIST MEÐ DAGSKRÁNNI OKKAR Á VF.IS

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.