Morgunblaðið - 05.06.2018, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2018
✝ Ingibjörg Þor-leifsdóttir
fæddist á Gjögri í
Árneshreppi 5.
september 1924.
Hún lést á Hrafn-
istu 28. maí 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Þorleifur F.
Friðriksson, f.
1891, d. 1964, og
Hjálmfríður R.S.
Hjálmarsdóttir, f.
1896, d. 1973. Þau bjuggu á
Gjögri í Árneshreppi, síðar á
Litlanesi og loks í Vestmanna-
eyjum.
Systkini Ingibjargar voru: a)
Lilja, f. 1922, d. 2008, húsfreyja í
Eyjum. Maður hennar er Brynj-
úlfur Jónatansson. Þau eignuð-
ust sjö börn og ólu upp fóst-
urbarn. b) Klara, f. 1926, d.
2011, starfsm. á Landspítalan-
um. Klara eignaðist son með
Jóni Hjaltasyni. c) Hjálmar, f.
1927, d. 2011, rafvirki í Eyjum.
Kona hans er Kristín Björns-
dóttir. Þau eignuðust fjögur
börn.
Foreldrar Ingibjargar ólu
auk þess upp tvö fósturbörn,
Sigrúnu Guðmundsdóttur og
Auðun H. Jónsson.
Maður Ingibjargar var
Haraldsson og sonur Úlfar
Bjarni. 2) Þorgeir, f. 1951, sál-
fræðingur. Kona hans er Erla
Guðjónsdóttir, kennari og fv.
skólastjóri. Börn þeirra: a)
Brynja, f. 1974, fjölmiðlakona
og nemi, synir hennar Jökull
Breki Arnarson og Þorgeir Nói
Atlason. b) Þóra Margrét, f.
1980, viðskiptalögfræðingur.
Maður hennar er Ögmundur
Hrafn Magnússon og börn Þor-
gerður Erla, Magnús og Theo-
dór Hrafn. 3) Þorleifur Friðrik,
f. 1955, byggingameistari. Kona
hans er Anna Björg Aradóttir
hjúkrunarfræðingur. Börn
þeirra: a) Ari, f. 1982, bygginga-
fræðingur. Kona hans er Soffía
Arna Ómarsdóttir og synir
þeirra Ómar og Emil. b) Ingi-
björg, f. 1988, líffræðingur.
Sambýlismaður hennar er Guð-
mundur Helgi Harðarson. 4)
Viðar, f. 1960, húsasmiður.
Kona hans er Sigríður Elín
Thorlacius flugfreyja. Börn
þeirra: a) Ólafur Thorlacius, f.
1987, flugmaður. Kona hans er
Sunna Lind Jónsdóttir og sonur
Birkir Jaki Thorlacius. b) Björk
Thorlacius, f. 1991, nemi. 5)
Snorri, f. 1960, ungbarnasund-
kennari og þroskaþjálfi. Kona
hans er Elín Steiney Krist-
mundsdóttir flugumferðar-
stjóri. Börn þeirra: a) Berglind,
f. 1990, flugfreyja og b) Steiney,
f. 1990, flugfreyja.
Útför Ingibjargar verður
gerð frá Garðakirkju í dag, 5.
júní 2018, og hefst klukkan 13.
Magnús Þorgeirs-
son vélfræðingur, f.
1920, d. 2001. Hann
var sonur Þorgeirs
Þórðarsonar og
Önnu Magnús-
dóttur sem lengi
bjuggu í Garða-
hverfi. Þau Ingi-
björg hófu búskap
árið 1951, bjuggu
fyrst við Andakíls-
árvirkjun, síðan
lengi á Akranesi og í Garðabæ
frá 1995.
Þau eignuðust fjóra syni en
fyrir átti Ingibjörg dóttur: 1)
Hjálmfríður R. Sveinsdóttir, f.
1948, lengi skólastjóri í Eyjum
og deildarstjóri við Öldutúns-
skóla. Faðir hennar var Sveinn
Guðmundsson. Börn Hjálm-
fríðar: a) Magnús Friðrik Val-
geirsson, f. 1968, vélfræðingur.
Kona hans er Dagný S.
Guðmundsdóttir og börn þeirra
Ingunn Ósk, Ragnheiður Lilja
og Alex Grétar. b) Ingibjörg Ey-
borg Hjálmfríðardóttir, f. 1973,
viðskiptafræðingur. Maður
hennar er Óskar B. Óskarsson
og börn Magnús Loki og Hjálm-
fríður Rán. c) Sigrún Bjarna-
dóttir, f. 1988, hjúkrunarfræð-
ingur. Maður hennar er Andri
Við lát móður minnar er fallið
frá síðasta systkinið frá Litla-
nesi í Árneshreppi. Þau voru
fjögur talsins auk tveggja fóst-
ursystkina, öll mótuð af lífskjör-
um sem eitt sinn ríktu en eru
okkur nútímafólki illskiljanleg.
Lífsbarátta þessa fólks sner-
ist um frumþarfirnar, húsaskjól-
ið, að fæða og klæða hópinn, að
halda heilsu. Samheldnin ein-
kenndi mannlífið á Gjögri við
Reykjarfjörð, samhjálpin var
sjálfsögð og í raun forsenda þess
að fólk lifði af.
Við þessar aðstæður lærði
móðir mín það hlutverk sem hún
gegndi alla tíð síðan af mikilli
samviskusemi, en það var að
annast um aðra, bera ábyrgð á
heimili og fjölskyldu, sjá sér og
sínum farborða. Þjónustan við
þá sem næstir standa reyndist
alla tíð hennar hlutskipti, að
vera sjálfbjarga og koma sínum
til þroska, það var markmiðið.
Líf hennar varð enda farsælt og
gæfan fylgdi henni og föður mín-
um flestar stundir. Iðju- og
reglusemin, samúðin og sam-
viskusemin, réttsýnin og metn-
aðurinn skilaði sér í velgengni
hennar fólks og það var eigin-
lega það eina sem hún óskaði
sér.
Því sama gegndi raunar um
systkini hennar öll, allt var þetta
ábyrgt og raungott dugnaðar-
fólk sem mátti ekki vamm sitt
vita.
Hafi þau öll heila þökk fyrir
lífsstarf sitt og móðir mín sér-
staklega fyrir gæsku sína við
mig og mína. Starfsfólki Hrafn-
istu í Hafnarfirði og Vífilsstaða
sendum við systkinin alúðar-
þakkir fyrir umönnun hennar
síðustu mánuðina.
Þorgeir Magnússon.
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
(Jóhannes úr Kötlum)
Ingibjörg tengdamóðir mín
hefur nú kvatt okkur sem áttu
hana að í síðasta sinn, að ég held
sátt við það og að fá að hitta sína
á öðrum stað í tilverunni.
Nú eru komin 43 ár frá því að
ég kynntist henni þegar ég og
Þorleifur sonur hennar ákváðum
að binda trúss okkar saman. Á
svona löngum tíma verða til
minningar um góðar stundir og
þátttöku hennar í öllu því sem
fylgir fjölskyldustundum.
Ekki verður annað sagt en að
Ingibjörg hafi verið góð kona og
trygg sínum. Hún var ástrík og
sinnti fjölskyldu sinni vel á svo
margan máta, fylgdist vel með
vegferð allra og gladdist með
okkur öllum yfir þeim áföngum
sem fylgja svo stórri fjölskyldu.
Ingibjörg var með afbrigðum
iðin og verklagin og prjónaskap-
ur hennar hefur veitt okkur yl,
mörgum landsmönnum og út-
lendingum þar sem peysur henn-
ar voru til sölu hjá Handprjóna-
sambandinu.
Þegar Magnús maður hennar
kvaddi fannst mér við hæfi að
vitna í Hávamál sem eru ráð-
leggingar frá Óðni um hvernig
við eigum að hegða okkur í lífinu.
Þar er þetta sagt um góðar
manneskjur:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Ég þakka Ingibjörgu fyrir
samfylgdina.
Nú er stillt og rótt ein stjarna á himni
skín,
sú stjarna leiðir huga minn til þín.
(Ól. Jóh. Sig.)
Anna Björg Aradóttir.
Elsku amma er nú búin að
kveðja þennan heim eftir langa
og farsæla ævi. Amma var ein-
stök kona, hreinskilin og sönn
sjálfri sér, einlæg og hjartahlý.
Þegar við hugsum um hana
ömmu minnumst við helst sam-
verustundanna á Akranesi,
fjöruferða með þeim ömmu og
afa og síðdegishressingar í Vall-
holti.
Fjölskylduferð til sólarlanda
stendur líka upp úr sem og góðar
minningar úr Boðahleininni þar
sem þau afi bjuggu eftir að þau
fluttust frá Akranesi og þar sem
hún eyddi efri árunum.
Amma tók vel á móti Soffíu í
fjölskylduna og deildu þær og
Imma áhuga á prjónaskap.
Pönnukökurnar hennar ömmu
slógu alltaf í gegn og svo gladdi
það hana alltaf mikið að sjá
Nemó – „mikið er hann snoppu-
fríður hundur“, sagði hún og
stakk að honum kleinubita. Eins
er það ómetanlegt að hafa fengið
að sjá hana ömmu með
langömmustrákunum sínum.
Þú varst góð amma og við vilj-
um þakka þér fyrir þær stundir
sem við áttum saman.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Ari Þorleifsson,
Ingibjörg Þorleifsdóttir.
Hún elsku amma er nú sofnuð
svefninum langa, Strandakonan
sem alla tíð tengdist heimahög-
unum sterkum böndum. Í hug-
anum hljóma hlátrasköll hennar
og Klöru systur hennar á ferða-
lagi okkar um Strandirnar fyrir
áratug. Fáir aðrir staðir voru
þeim jafn kærir.
Veðrabrigðin þar þekkti
amma svo vel að hún gat þrefað
við afa Magnús um hvort lognið
sem ríkti á Reykjarfirðinum eitt
júlíkvöldið væri stafalogn eða
rjómalogn. Þá má ímynda sér að
Strandabakgrunnurinn hafi átt
þátt í að amma skellti sér á hval-
veiðar með afa á fertugsafmælis-
daginn.
Það var merkilegt og gefandi
fyrir okkur systur að spjalla við
ömmu um lífshlaup hennar. Í
þessari 93 ára konu kjarnast
saga 20. aldarinnar á Íslandi,
lífsbaráttan við ysta haf, síldar-
ævintýrið, hernámið, verkalýðs-
og kvenfrelsisbaráttan og sú
gjörbylting sem hefur orðið á
lífsháttum á Íslandi. Það var
okkur dýrmætt að fá aðgang að
þessari reynslu hennar, enda
fækkar þeim óðum sem henni
deila.
Hún var ein af alþýðukonum
20. aldar, framlag þeirra fór oft-
ast hljótt og dult en var um leið
allt.
Amma var gáfuð kona og hefði
svo gjarnan viljað mennta sig, en
þurfti barnung að byrja að vinna
fyrir sér sem vinnukona á heim-
ilum annarra, þar til hún stofn-
aði sitt eigið. Yfir henni var alla
tíð mikil reisn. Hún var hávaxin,
myndarleg og bein í baki, óað-
finnanlega tilhöfð á hverjum
degi. Yfir heimili hennar og afa
var sama reisn, allt var vandað
þótt gert væri af litlum efnum í
upphafi og alltaf var þar nóg af
góðum bókum.
Í lok heimsókna til ömmu og
afa stóðu þau hjónin alltaf úti á
hlaði og veifuðu uns maður var
horfinn sjónum þeirra; einföld
kveðjuathöfn sem var full af
hlýju. Amma hélt þessum fallega
sið meðan hún gat. Nú hefur
elsku amma veifað okkur í hinsta
sinn og við lítum til baka með
djúpum söknuði og þakklæti,
ásamt miklu stolti af þessari
merkilegu konu.
Þóra Margrét og
Brynja Þorgeirsdætur.
Elsku amma mín fékk loksins
sína hvíld, mikið verður nú tóm-
legt án hennar.
Hún amma mín var góð og
dugleg kona sem passaði vel upp
á börnin sín, barnabörnin og
barnabarnabörnin.
Ég var það heppin að fá að
verja miklu af mínum frítíma
uppi á Skaga hjá ömmu og afa,
þetta voru ófá sumur, jól og
páskar.
Það var bara fastur liður að
fara upp á Skaga á Vallholt 9.
Þar fékk ég skilyrðislausa um-
hyggju og ást. Minnist sérstak-
lega þess að fá alltaf kvöldkaffi
áður en ég fór að sofa, sem sam-
anstóð af mjólk og köku, síðan
var burstað og farið í rúmið. En
þegar nóttin skall á þá oftar en
ekki var laumast upp í til ömmu
og afa, það var gott að komast í
hlýjuna til þeirra.
Þegar ég var aðeins nokkurra
mánaða passaði amma mig þar
sem mamma þurfti að fara að
kenna og amma talaði oft um það
að þegar mamma fór með mig í
rúmið til ömmu á morgnana, þá
var það fyrsta sem ég gerði að
líta til hliðar til að athuga hvort
amma væri nú ekki við hlið mér.
Þegar það var staðfest þá gat ég
sofnað róleg og örugg. Hvort
þetta er satt eða ekki þá þótti
mér alltaf gaman að heyra hana
segja mér frá þessu.
Á Skaganum kynntist maður
fullt af krökkum og það var mik-
ið líf við götuna og má þar helst
nefna Öddu Lilju og Kristján á
Vallholti 11. Alltaf voru allir
krakkarnir velkomnir á heimili
ömmu og afa og öllum gert jafn
hátt undir höfði, því þannig var
hún amma.
Þau amma og afi voru sam-
hent og heyrði ég þau aldrei ríf-
ast, afi kannski bara lækkaði í
heyrnatækinu glottandi þegar
amma var farin að nöldra of mik-
ið að hans mati. Þeir voru ófáir
bíltúrarnir sem farið var í og
honum afa þótti það nú ekki
leiðinlegt.
Eftir að hann féll frá sagði
amma mér hvað það hefði tekið á
sig að ganga frá fötunum hans
og fara með þau í Rauða kross-
inn, ég man sorgina í augunum á
henni, það þótti mér erfitt að sjá.
Á seinni árum átti hún amma
það til að segja hlutina svolítið
umbúðalaust. Sem dæmi ef ein-
hver var ekki nógu vel til hafður
þá fékk sá alveg að heyra það, en
hún amma var alltaf vel til höfð
og ég held svei mér þá að hún
hafi byrjað að fara í lagningu áð-
ur en hún varð fertug.
Elsku amma, glæsilega kona,
þín verður saknað, ég mun heim-
sækja þig og afa í fallega garð-
inn. Ég veit að þið bæði munuð
vaka yfir okkur eins og áður.
Nú kveð ég þig með bæninni
sem þú kenndir mér og við fór-
um svo oft með saman
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Ingibjörg Eyborg.
Ingibjörg
Þorleifsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HALLDÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður að Sjafnargötu 12, Reykjavík,
lést á Hrafnistu að morgni 23. maí.
Útför hennar fer fram frá Hjallakirkju fimmtudaginn 7. júni
klukkan 13.
Edda G. Björgvinsdóttir
Birgir Björgvinsson Ásta Edda Stefánsdóttir
Áslaug Högnadóttir Páll Haraldsson
Andri Björn Birgisson Johanna Velásquez
Brynja Dóra Birgisdóttir Ragnar B. Ragnarsson
Týr Fáfnir Stefánsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og
langafi,
MAGNÚS GUÐJÓNSSON
prentari,
Engjavöllum 5a, Hafnarfirði,
lést á Landakotsspítala föstudaginn 1. júní.
Útförin verður auglýst síðar.
Þórunn Haraldsdóttir
Bylgja Magnúsdóttir
Þórunn Maggý Jónsdóttir
Birta Sól Utley og Rebekka Huld Utley
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐBJÖRG JÓHANNA VAGNSDÓTTIR,
Fífumóa 1d, Njarðvík,
er látin.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey.
Fyrir hönd fjölskyldunnar.
Guðsteinn Einarsson
Kristín Einarsdóttir
Haukur Einarsson
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BRAGI EINARSSON,
Yrsufelli 2, Reykjavík,
andaðist á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund miðvikudaginn 30. maí.
Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju
föstudaginn 8. júní klukkan 15.
Soffía Bragadóttir Sigurður Daníelsson
Sigrún Bragadóttir Knútur G. Hauksson
Helga Bragadóttir
Kjartan Broddi Bragason Ása B. Stefánsdóttir
Brynhildur Bragadóttir Ingólfur Kristjánsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku hjartans móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
BJÖRG BJARNDÍS SIGURÐARDÓTTIR
frá Hesteyri,
Boðahlein 15,
Garðabæ,
lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, fimmtudaginn 31. maí. Útförin fer
fram föstudaginn 8. júní klukkan 11 frá Garðakirkju, Garðabæ.
Soffía Margrét Jónsdóttir
Guðmundur Jón Jónsson Hjördís Alexandersdóttir
Marín Rún Jónsdóttir Brynjúlfur Erlingsson
Gunnar Jónsson
Steinar S. Jónsson Sigrún Gissurardóttir
Rósa Ingibjörg Jónsdóttir Oddgeir Björnsson
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn-
ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar