Morgunblaðið - 05.06.2018, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2018
✝ Erla Magnús-dóttir fæddist í
Reykjavík 1. jan-
úar 1928. Hún lést
25. maí 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Anna
Ólafsdóttir frá
Seyðisfirði, f. 1898,
d. 1987, og Magnús
Ásgeirsson, ljóða-
þýðandi og skáld,
frá Reykjum í
Lundarreykjadal, f. 1901, d.
1955. Erla var yngst í röð
þriggja systra. Hinar voru Re-
bekka Stella, f. 1923, og Eygló,
f. 1925. Þær eru báðar látnar.
Magnús og Anna slitu sam-
vistir og giftist Magnús aftur og
eignaðist dótturina Ingunni
Þóru, f. 1944. Hún er búsett í
Reykjavík.
Tveggja ára var Erla sett í
fóstur hjá sómahjónunum Þor-
steini Kristleifssyni og Kristínu
Vigfúsdóttur á Gullberastöðum í
Lundarreykjadal. Á Gullbera-
stöðum eignaðist
Erla eina uppeld-
issystur, Kristínu
Herbertsdóttur, f.
1944. Hún er búsett
í Reykjanesbæ.
Erla giftist 14.
október 1949 Ingólfi
Eide Eyjólfssyni,
sjómanni frá Fá-
skrúðsfirði, f. 1925,
d. 1991, og eign-
uðust þau þrjú börn:
Hafstein, f. 1949, maki hans er
Aldís Jónsdóttir og eiga þau
þrjú börn; Þór, f. 1952, maki
hans er Hallfríður Þorsteins-
dóttir, þau eiga tvö börn en fyrir
átti Þór eina dóttur. Yngst er
Kristín Anna, f. 1955, sambýlis-
maður hennar er Ríkharður
Sverrisson. Hún á einn son.
Ingólfur Þór, sonur Kristínar
Önnu, ólst upp hjá ömmu sinni
og afa.
Útför Erlu fer fram frá Út-
skálakirkju í dag, 5. júní 2018,
klukkan 13.
Elsku amma mín. Nú eftir rúm
90 ár á þessari jörðu hefurðu
kvatt okkur í hinsta sinn. Mikil
voru þau forréttindi mín að fá að
alast upp í Garðinum hjá þér og
afa.
Lífið á Garðbrautinni var ró-
legt og gott. Þar var ávallt haldið
í gömul og góð gildi sem eru
gjarnan þau sem maður getur
ekki lært af lestri bóka, heldur
þau sem maður lærði af því sem
fyrir manni var haft.
Ávallt var mikið lagt upp úr
því að standa sig til vinnu, vera
heiðarlegur, vera stöðugt að
bæta við sig fróðleik og menntun,
bera virðingu fyrir öllu fólki og
nálgast alla hluti af yfirvegun.
Þessum gildum miðluðuð þið afi
svo vel til okkar sem ólumst upp
hjá ykkur sem og til annarra fjöl-
skyldumeðlima.
Amma var víðlesin og meðan
hún hafði heilsu til voru bækurn-
ar aldrei langt undan. Hún náði
oft á tíðum góðu sambandi við
fólk á öllum aldri í gegnum ein-
lægan áhuga á umræðuefninu.
Skipti þar litlu hvort um var að
ræða ættfræði eða stærðfræði,
alltaf skyldi hún sýna áhuga og
vilja til að læra meira og skilja.
Hún var á margan hátt sérstök
kona. Hún hafði sterka skapgerð,
var sjálfri sér næg, hafði aldrei
horn í síðu nokkurs manns,
móðgaðist ekki svo ég muni til,
þótti afar vænt um fólkið sitt og
var alltaf trú uppruna sínum í
Lundarreykjadalnum.
Alla tíð talaði amma fyrir því
við alla sem vildu heyra hve
mikilvægt það væri að feta
menntaveginn og bæta við sig
þekkingu og fróðleik. Það er eitt
af því mikilvæga sem amma skil-
ur eftir hjá okkur og við munum
halda áfram að miðla þeim skila-
boðum til okkar afkomenda.
Nú þegar þú ert horfin á braut
er ég svo þakklátur fyrir stund-
irnar sem við áttum saman á
Garðbrautinni, allar fórnirnar
sem þú færðir fyrir mig og allt
sem þú kenndir mér.
Hvíl í friði, elsku amma mín.
Ingólfur Þór Ágústsson.
Erla Magnúsdóttir
✝ BjörgúlfurAndrésson
fæddist 3. febrúar
1946 í Reykjavík.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu 27. maí 2018.
Björgúlfur var
sonur hjónanna
Andrésar S. Jóns-
sonar vélstjóra, f.
28. júní 1902, d.
1971, og Bjargar
Pálsdóttur húsmóður, f. 8.
ágúst 1906, d. 1985. Systkini
Björgúlfs voru: Harald S. Andr-
ésson, f. 27. júní 1934, d. 7. maí
2017, og Kristín P. Andrés-
dóttir, f. 13. nóvember 1938, d.
3. janúar 2018, maki hennar
var Sigurður Jóhannesson, d.
1996.
Hinn 28. júní 1980 kvæntist
Björgúlfur eftirlifandi eigin-
konu sinni, Hafdísi Jónsdóttur
gjaldkera, f. 21. ágúst 1952.
Foreldrar hennar voru Jón V.
Guðjónsson, f. 15. nóvember
1922, d. 27. desember 2012, og
Gyða Valdimarsdóttir, f. 31.
október 1922, d. 15. janúar
1998.
Dóttir Hafdísar
og fósturdóttir
Björgúlfs er Gyða
Margrét Péturs-
dóttir, f. 3. maí
1973, dósent við
Háskóla Íslands,
maki Matthías M.D.
Hemstock tón-
listarmaður, f. 22.
apríl 1967, börn
þeirra: Ýmir Gísla-
son, Elvin G. Hemstock og
Bragi Hemstock.
Björgúlfur lærði rafvirkjun í
Iðnskólanum í Reykjavík og
starfaði hjá Póst- og síma-
málastofnuninni fyrstu ár
starfsævinnar. Hann var fram-
kvæmdastjóri Hjálpartækja-
bankans frá 1976 og þar til
stoðtækjafyrirtækið Össur
keypti fyrirtækið. Frá 2001 og
þar til í byrjun árs 2018 starf-
aði hann hjá Eirbergi, lengst af
sem lagerstjóri.
Björgúlfur verður jarðsung-
inn frá Seltjarnarneskirkju í
dag, 5. júní 2018, og hefst at-
höfnin klukkan 11.
Góðar minningar um Björgúlf
rifjast upp.
Björgúlfur starfaði sem lager-
stjóri hjá Eirbergi ehf. frá stofn-
un, þegar Hjálpartækjabankinn
varð ein af grunnstoðum þess um
aldamótin síðustu. Við fráfallið
minnumst við hans með þakklæti
fyrir góð störf.
Hann var drengur góður og
einstakur samstarfsfélagi.
Traust og trygglyndi gagnvart
vinnustaðnum og félögunum voru
einkennandi fyrir hann. Það má
segja að hann hafði reisn til að
bera og föðurlegt yfirbragð.
Björgúlfur var góður starfs-
maður, fróður og minnugur.
Þekkti lagerinn eins og handar-
bakið á sér og voru sölumenn
duglegir að leita til hans enda
þekkti hann vörurnar og marga
skjólstæðinga Eirbergs afburða
vel.
Björgúlfur var staðfastur,
þrautseigur, orðheldinn og með
góða kímnigáfu. Hann vann vel
og var afkastamikill í störfum
sínum þrátt fyrir að hafa tak-
markaða sjón, sem maður
gleymdi þó í dagsins önn því ekki
bar á því í störfum hans. Hann
vildi hafa hlutina á hreinu og
skipulag og snyrtimennska voru
honum í blóð borin.
Þegar Björgúlfur ákvað að
fara í hlutastarf fyrir nokkrum
árum og eftirmaður hans hóf
störf, tók hann vel á móti honum
og lagði sig fram um að koma
honum inn í starfið. Sú aðlögun
var eins og best varð á kosið.
Björgúlfur hafði ákveðið að
ljúka störfum þegar hann varð
72ja ára.
Eftir starfslok leit Björgúlfur
reglulega í heimsókn til að heilsa
upp á vinnufélagana, sem sýnir
hversu traustur og góður félagi
hann var.
Upplífgandi var að fá hann í
heimsókn. Þegar hann kom í síð-
ustu heimsóknina, nokkrum dög-
um fyrir andlátið, lá vel á honum
og hann leit vel út – glaður og
hress.
Vel sé þér, vinur,
þótt vikirðu skjótt
Frónbúum frá
í fegri heima.
Ljós var leið þín
og lífsfögnuður,
æðra, eilífan
þú öðlast nú.
(Jónas Hallgrímsson)
Við minnumst Björgúlfs með
söknuði og hlýhug.
Fyrir hönd samstarfsfólks,
Agnar H. Johnson.
Björgúlfur
Andrésson
✝ Þórður Á.Helgason
fæddist í Reykja-
vík 2. október
1942. Hann varð
bráðkvaddur á
heimili sínu á Sel-
fossi 28. maí 2018.
Foreldrar hans
voru Ragna Sig-
þrúður Ingimund-
ardóttir, f. 12.6.
1910, d. 29.6. 1988,
og Helgi Kristjánsson, f. 1.1.
1903, d. 21.3. 1985. Bræður
Þórðar eru: Ingimundur Krist-
ján, f. 17.9. 1931; Leifur Rún-
ar, f. 2.5. 1936, d. 19.12. 1981,
og Davíð Sævar, f. 27.1. 1941,
d. 4.12. 2004.
Þórður var barnlaus en sam-
býlismaður hans til margra
ára var Björn Jó-
hannsson, sem er
látinn.
Þórður lærði
hárskeraiðn við
Iðnskólann í
Reykjavík og hjá
Rakarastofu Skúla
við Tryggvagötu í
Reykjavík. Þórður
var um tíma bú-
settur í Danmörku
og átti og rak
rakarastofu á Skólavörðustíg
17 í Reykjavík. Um árabil bjó
hann á Selvogsgrunni og síðar
Vesturgötu í Reykjavík.
Síðastliðin ár var Þórður bú-
settur á Selfossi.
Útför Þórðar fer fram frá
Neskirkju í dag, 5. júní 2018,
klukkan 13.
Þórður frændi minn var eng-
um líkur. Hann hafði alltaf þessa
jákvæðu áru í kringum sig, sama
hvað á gekk.
Eins og gengur tekur lífið á sig
ýmsar myndir, bæði jákvæðar og
neikvæðar í tímans rás og Þórður
frændi fór ekki varhluta af því og
fékk kannski stærri sneið af þeim
neikvæðu en margir aðrir. Samt
var alltaf undirliggjandi gleði í
kringum Þórð, björt og litrík ára
sem fylgdi honum hvert sem
hann fór.
Ég man ekki betur en að allir
hafi komist í gott skap hvar sem
hann birtist.
Ungur fór Þórður að læra
hárskeraiðn. Um það leyti sem
hann útskrifaðist vann hann stór-
an happdrættisvinning sem var
það stór að hann gat komið hár-
skerastofu sinni á laggirnar, sem
hann rak stóran hluta af sinni
starfsævi.
Einhver peningur var afgangs
og skellti hann sér í skemmtiferð
til útlanda og kom ekki heim fyrr
en ári síðar, sennilega þegar pen-
ingurinn var uppurinn. Þessi
saga er dæmigerð fyrir Þórð
frænda. Hann lifði fyrir líðandi
stund og naut hins ljúfa lífs þegar
hann hafði tækifæri til.
Mér var alltaf mjög hlýtt til
Þórðar frænda. Þótti vænt um
þegar hann kom til mín og sagði
að móðir mín hefði birst sér í
draumi skömmu áður en hún lést,
fyrir tæpu ári. Hún hefði brosað
svo undurfallega til sín og andlit
hennar borið það með sér að
henni hefði liðið afskaplega vel.
Ég veit að þér líður líka vel
þarna hinum megin, elsku besti
frændi minn.
Jóhannes.
Þórður frændi minn var ein-
stakur og sérstaklega góður við
mig á mínum unglingsárum.
Hann kom oft heim og sótti mig í
helgartúra. Þá var ýmist lagað til
á rakarastofunni eða gramsað í
dótinu hans, sem var hálfgerð
gullkista í mínum augum. Mark-
aðir með gömlu dóti voru okkar
skemmtistundir. Þá þótti okkur
gott að fá okkur saman prins póló
og kók.
Nú er hann Þórður frændi
minn farinn og ég segi eins og
alltaf – þú ert bestur og flottast-
ur. Sumarlandið tekur á móti þér.
Sakna þín.
Ragna.
Þegar ég kynntist Davíð,
eiginmanni mínum, eignaðist ég
yndislega tengdafjölskyldu.
Rögnu og Helga, foreldra hans
og bræður hans, Inga og Svövu
konu hans, Leif og Þórð. Núna
eru bara Ingi og ég eftir og svo
auðvitað börnin.
Þórður var rakari og gerði
hann það vel. Hann var góður
vinur minn í 57 ár og eigum við,
ég og mín fjölskylda, eftir að
sakna hans mikið.
Kæri Þórður, takk fyrir allt.
Auk þess langar mig að þakka
Rögnu bróðurdóttur hans fyrir
hvað hún hefur hugsað vel um
hann síðan Björn dó.
Auður Ragnarsdóttir.
Þórður Á.
Helgason
Elsku Sonja mín,
það er skrýtin til-
finning að geta ekki
hringt í þig framar
og spjallað eins og
við gerðum nær daglega, um allt
milli himins og jarðar og leyst-
um málin ef okkur lá eitthvað á
hjarta.
Margs er að minnast eftir
langa samfylgd. Ég var 16 ára
þegar ég kom til Reykjavíkur og
bjó hjá ykkur Þórði á Brávalla-
götunni og áttum við margar
ánægjustundir saman. Upp frá
því varðst þú mín stoð og stytta
í lífinu. Þið fluttuð síðan í Sól-
heimana og ég fylgdi með.
Árin liðu, þið fluttuð í
Borgarnes, ég giftist Magnúsi
og við fórum að búa í Kópavog-
Sonja
Guðlaugsdóttir
✝ Sonja Guð-laugsdóttir
fæddist 12. júní
1936. Hún lést 17.
maí 2018.
Útför Sonju fór
fram 2. júní 2018.
inum. Árið 1967
varð viðburðaríkt í
lífi okkar beggja,
við eignuðumst
hvor um sig okkar
fyrsta barn, þú
Guðlaug Þór sem
þú gafst alla þína
takmarkalausu ást
og umhyggju, ég
Birgi. Ræddum við
mikið saman um
uppeldi og umönn-
un barna. Árin liðu og ég hafði
eignast þrjú börn, Birgi, Hákon
og Sonju og síðar Henný. Kom-
um við oft í heimsókn og hlökk-
uðu þau alltaf jafn mikið til og
myndaðist mikil vinátta með
börnunum sem hefur haldist síð-
an. Fylgdist þú með börnunum
mínum fjórum mennta sig og
stofna fjölskyldu. Þú samgladd-
ist okkur af heilum hug á gleði-
stundum. Þegar við Magnús
eignuðumst barnabörn varðst þú
amma í Borgarnesi eða Sonja
frænka, sem gladdi þig mikið.
Hamingjusöm varðstu svo, elsku
Sonja, þegar sólargeislarnir
ykkar Þórður Ársæll og Sonja
Dís fæddust og þú varðst amma.
Áhugamálin voru mörg; bók-
menntir, listir og leikhús enda
fróð um flesta hluti. Þú naust
hannyrða og að púsla og liggja
fjölmörg listaverkin eftir þig.
Garðvinnan var þín hugleiðsla.
Þú naust þess að ferðast, en
ferðalaganna á húsbílnum
naustu af öllu hjarta og heillaði
hálendið þig mest, enda mikill
náttúruunnandi sem kom best í
ljós í ógleymanlegu ferðalagi
okkar um hringveginn. Þetta
var tjaldferðalag með öllu til-
heyrandi, finna tjaldstæði, tjalda
og koma öllum í ró sem reyndist
auðvelt eftir viðburðaríkan sól-
skinsdag. Við keyrðum Austfirð-
ina, skoðuðum náttúrufegurðina,
kirkjur og sögufræga staði og
tjölduðum síðast í Ásbyrgi.
Héldum svo á Siglufjörð í faðm
fjölskyldunnar. Þú varst ein-
staklega góð manneskja og
sagðir börn og dýr það dýrmæt-
asta í lífinu. Þú máttir ekkert
aumt sjá án þess að bregðast við
og sýndir það í verki. Elsku
systir mín, þú varst mjög trúuð,
hreinskilin, heiðarleg og
ákveðin. Gast verið snögg upp á
lagið og vildir hafa allt á hreinu
í samskiptum við fólk.
Við rifjuðum oft upp kvöldið
þegar ég var 10 ára og átti að
vera sofnuð. Ég heyrði ykkur
Þórð koma inn í eldhús til
mömmu og pabba svo leyndar-
dómsfull að ég lagði við hlustir
og viti menn þið voruð búin að
trúlofa ykkur. Sofnaði ég alsæl
með leyndarmálið sem enginn
vissi nema mamma, pabbi og ég.
Það fyllir mig alltaf stolti að
þú varst beðin að vera fjall-
konan 17. júní á Siglufirði og þú
varst svo falleg í skautbúningn-
um með síða ljósa hárið þegar
þú fluttir ljóð eftir Matthías
Jochumsson.
Þá er hjartað sorgin skekur
góður guð í faðm sinn tekur
og leiðir þig inn í ljósið bjarta
er kveðjum við hér með sorg í
hjarta
En bráðum kemur bjart og eilíft vor
og breiðir yfir öll þín gengin spor
hið bjarta ljós er inn í mistrið skín
til landsins þar sem ástvinir bíða
þín
(BG)
Elsku Þórður, Gulli og fjöl-
skylda, okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Góður Guð gefi
ykkur styrk í sorginni.
Birgitta Guðlaugsdóttir
og fjölskylda.
✝ Unnur Jóns-dóttir fæddist í
Reykjavík 21. októ-
ber 1922. Hún lést á
heimili sínu 11. maí
2018. Foreldrar
hennar voru Jón
Þorsteinsson bif-
reiðastjóri frá
Laugardalshólum í
Laugardal, f. 19.12.
1892, d. 31.8. 1994,
og Guðrún Jó-
hannsdóttir, f. 19.12. 1900, d.
23.8. 1979.
Bróðir Unnar er Jóhann
Gunnar, f. 7.12. 1939, maki hans
er Edda Herbertsdóttir, f. 1945.
Börn Jóhanns Gunnars og Eddu
eru: Ragna Soffía, f. 1965, Jón
Birgir, f. 1969, og Gústav, f.
1974.
Fyrri eiginmaður Unnar var
Þórarinn Hinriksson frá Ölvers-
holti í Holtum, Rangárvalla-
sýslu, f. 7.9 1921, d. 6.1. 1967.
Börn Unnar og Þórarins eru: 1)
Jón Reynir, f. 21.6. 1942, d.
2005. 2) Guðrún, f. 1943, d. 2001.
Gift Friðriki Pétri Magnússyni
Welding, f. 12.11. 1937, d. 17.7.
2010. Börn Guðrúnar og Frið-
riks eru: Jóna Fanney, f. 17.8.
1963, Þórarinn, f. 1.1. 1965,
Unnur Munda, f. 6.9. 1967, d.
25.2. 2013, Stefán Hinrik, f. 21.1.
1969, og Róbert Daði, f. 15.6.
1972, d. 13.2. 2009.
3) Stefán Hinrik, f.
1.4. 1945, d. 25.6.
1954. 4) Stefanía, f.
22.12. 1954, gift
Kristjáni Elíassyni,
f. 12.12. 1950, þau
skildu en börn
þeirra eru: Elías
Þórarinn, f. 13.4.
1976, Egill Fannar,
f. 18.1. 1980, og
Eva, f. 12.10. 1984.
5) Sigríður Ragna, f. 21.12.
1957, gift Þrándi Rögnvalds-
syni, f. 31.8. 1954. Þeirra börn
eru: Erla, f. 18.3. 1974, Þórhild-
ur, f. 28. maí 1978, Þórarinn
Örn, f. 15.10. 1984, og Solveig, f.
9.1. 1988.
Árið 1982 giftist Unnur Skúla
Helgasyni prentara, f. 31.5.
1925, d. 30.6. 2010, en þau slitu
samvistir árið 1992.
Auk uppeldisstarfa innan
heimilisins vann Unnur ýmis
störf á ævinni, s.s. við aðhlynn-
ingu, eldhússtörf og heimilis-
störf. Lengst af bjó hún í
Austurbrún í Reykjavík við
ágæta heilsu en flutti síðar í
þjónustuíbúð á Dalbraut 27.
Hún flutti síðan á hjúkrunar-
heimilið Sóltúni 2 í Reykjavík.
Útför Unnar fór fram 28. maí
2018, í kyrrþey að hennar eigin
ósk.
Elsku amma mín, ég kveð þig
eftir góða samvist og kærleiksrík-
ar minningar. Takk fyrir allt og
allt. Þú átt ávallt stað í hjarta mér.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Jóna Fanney Friðriksdóttir.
Unnur Jónsdóttir