Morgunblaðið - 05.06.2018, Side 27

Morgunblaðið - 05.06.2018, Side 27
CENELEC 2007-2010, varaforseti Evrópsku staðlasamtakanna CEN 2013-2017 og átti sæti í stjórn austur- rísku staðlastofnunarinnar ASI 2004- 2008. Hún var stjórnarformaður Lög- gildingarstofu 2003-2006, átti sæti í Íslenskri málnefnd 1998-2006 og 2010-2017, sat í stjórn Vottunar hf. 2005-2017, í stjórn Stéttarfélags verkfræðinga 1994-98, var formaður þess 1996-97, í stjórn Verkfræðinga- félags Íslands 2005-2007, var for- maður FAS, samtaka foreldra og að- standenda samkynhneigðra, 2008- 2013 og var í Útsvarsliði Skaga- fjarðar 2011-2016. Helstu áhugamál Guðrúnar eru ferðalög, útivera og fjallgöngur: „En það er nú ekki jafn auðhlaupið á fjöll í Belgíu og á Íslandi. Ég á, með systkinum mínum, sumarbústað á æskuslóðunum í Akrahreppi og hef dvalið þar talsvert undanfarin ár. Ég les mikið, helst glæpasögur, og auðvitað margt fleira. Ég hef mikinn áhuga á tungumálum, en næst á tungumálakennsluskránni er franska. Auk þess er ég nýlega byrjuð að prjóna og hekla eftir meira en 30 ára hlé. Það verður eflaust framhald á því þar sem von er á fyrsta barnabarninu í haust.“ Fjölskylda Guðrún giftist 25.6. 1983, Bjarna Þór Björnssyni, f. 3.11. 1959, stærð- fræðingi. Foreldrar hans voru Björn Tryggvason f. 13.5. 1924, d. 23.10. 2004, aðstoðarbankastjóri Seðla- bankans, og k.h., Kristjana Bjarna- dóttir f. 10.3. 1928, d. 3.3. 1990, hús- freyja. Börn Guðrúnar og Bjarna Þórs eru 1) Helga Kristjana, f. 26.1. 1987, starfar við teiknimyndagerð í Kil- kenny á Írlandi; 2) Ragna Sigríður, f. 13.4. 1989, fatahönnuður í Kaup- mannahöfn en sambýlismaður henn- ar er Þráinn Halldór Halldórsson; 3) Svava Hildur, f. 12.6. 1993, tölvunar- fræðingur í Reykjavík en sambýlis- maður hennar er Elmar Helgi Ólafs- son. Systkini Guðrúnar eru Eiríkur, f. 1.6. 1955, prófessor í íslensku við HÍ, búsettur í Reykjavík; Nanna, f. 20.3. 1957, ritstjóri hjá Forlaginu og mat- reiðslubókahöfundur í Reykjavík, og Sigríður, f. 4.1. 1964, ritstjóri hjá For- laginu, búsett á Seltjarnarnesi Foreldrar Guðrúnar voru Rögn- valdur Gíslason, f. 16.12. 1923, d. 7.4. 2014, aðalbókari hjá Sýslumanninum á Sauðárkróki, og k.h., Sigríður Jóns- dóttir, f. 30.11. 1928, d. 18.10. 2012, verslunarmaður á Sauðárkróki. Guðrún Rögnvaldardóttir algerður Eiríksdóttir húsfr. á Húsavík Þorbergur Númason skósmiður á Húsavík Nanna Þorbergsdóttir húsfr. í Djúpadal Jón Eiríksson b. í Djúpadal í Blönduhlíð Sigríður Jónsdóttir húsfr. og verslunarm. á Sauðárkróki Sigríður Hannesdóttir húsfr. í Djúpadal Eiríkur Jónsson b. og trésmiður í Djúpadal Gísli Árnason kennari og form.Karlakórsins Heimis Rúnar Már Sigurjónsson knattspyrnu- maður í Sviss Þórarinn Magnússon b. á Frostastöðum Sindri Sigurjónsson skrifstofustj. við Landssímann Katrín Júlíusdót- tir framkv. stj. SFF og fyrrv. alþm. og ráðherra Júlíus Stefáns- son fyrrv. framkv. stj. í Garða- bæ Stefán Eiríksson slökkviliðsstjóri Árni Gíslason b. í Eyhildarholti Magnús Gíslason b. og blaðamaður á Þjóðviljanum Anna Sveins- dóttir prestsfrú í Kirkjubæ í Hróarstungu Eiríkur Eiríksson trésmíðameistari Sigurlaug K. Konráðsdóttir kennari á Sauðárkróki SveinnArnar Sæmunds- son organisti áAkranesi Sigurgeir Sigurðsson bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi V Stefán Eiríkur Pétursson vélstj., skipstj. og útgerðarm. á Húsavík Konráð Gíslaon b. og kennari á Frostastöðum Þorbjörg Gísladóttir húsfr. á Syðstu-Grund Ingibjörg Eiríksdóttir húsfr. á Sauðárkróki Hólmfríður Eiríksdóttir húsfr. á Húsavík Hannes Bjarnason fyrrv. forsetafram- bjóðandi Máni Fjalarsson læknir Heimir Sindrason tannlæknir Einar Sindrason yfirlæknir Sindri Sindrason fjárfestir Sigurður Hansen menningarb. í Kringlu- mýri í Akrahreppi Eiríkur Skarphéðinsson b. í Djúpadal Guðmundur Már Stefánsson lýtalæknir Bjarni Gíslason b. í Ey- hildarholti og skólastj. við Barnaskóla Rípurhrepps Fjalar Sigurjónsson prófastur á Kálfasfellsstað Sigríður Eiríksdóttir Hansen húsfr. á Sauðárkróki Skarphéðinn Eiríksson b. í Djúpadal Þorbjörg Bjarnadóttir húsfr. á Skatastöðum Sveinn Eiríksson b. og kennari á Skatastöðum í Austurdal Stefanía Guðrún Sveinsdóttir húsfr. í Eyhildarholti Gísli Magnússon b. og organisti í Eyhildarholti Kristín Guðmundsdóttir húsfr. á Frostastöðum Magnús Gíslason b. á Frostastöðum Úr frændgarði Guðrúnar Rögnvaldardóttur Rögnvaldur Gíslason aðalbókari á Sauðárkróki Frosti Sigurjónsson læknir Máni Sigurjónsson organisti og tónlistarkennari í Rvík Vaka Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur í Rvík ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2018 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 295 Vinnuvettlingar PU-Flex Öflugar Volcan malarskóflur á frábæru verði frá 365 Ruslapokar 120L Ruslapokar 140L Sterkir 10/50stk Greinaklippur frá 595 585 Strákú á tann verði Garðkl a/Garðskófla 595 Öflug stungu- skófla Garðverkfæri í miklu úrvali frá 995 Garðslöngur í miklu úrvali Fötur í miklu úrvali 3.995 Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar, sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur, balar, vatnstengi, úðarar, stauraborar......... Léttar og góðar með 100 kg burðarge frá 995 999Barna- garðverk- færi frá 395 Ruslatínur frá 295 Laufhrífur frá 999 Laufsugur 7.495 Úðabrúsar í mörgum stærðum Sigríður J. Magnússon var fæddí Otradal í Arnarfirði 5.6. 1892.Foreldrar hennar voru hjónin Jóhanna Pálsdóttir húsfreyja og Jón Árnason, prestur í Otradal og á Bíldudal og oddviti Auðkúluhrepps. Sigríður var elst átta systkina, en sex þeirra komust til fullorðinsára. Meðal þeirra var Anna G.J. Bjarna- son, móðir Önnu Bjarnason blaða- manns og Jóns Páls gítarleikara. Eftir barnafræðslu heima var Sig- ríður einn vetur við nám á Ísafirði og síðan við Kvennaskólann í Reykja- vík. Árið 1912 réðst hún til hjúkrunarnáms að heilsuhælinu á Vífilsstöðum og 1913 giftist hún yfir- lækninum þar, prófessor Sigurði Magnússyni. Börn þeirra: Magnús landmælingamaður; Páll, rafmagns- eftirlitsstjóri; Margrét húsfreyja og Jóhanna húsfreyja. Sigríður er vafalaust merkust fyrir störf sín innan Kvenréttindafélags Islands. Árið 1947 var hún kosin for- maður þess og gegndi því starfi næstu 17 ár, var oft fulltrúi félagsins á fundum erlendis, bæði Kvenrétt- indasamtaka Norðurlanda og Al- þjóðasamtaka kvenréttindafélaga, International Alliance of Women. Hún átti um tíma sæti í stjórn þeirra samtaka. Á þessum mótum, sem haldin eru víðsvegar um heim, kynntist hún konum af ýmsu þjóð- erni, m.a. Indiru Gandhi og Goldu Meir. Hún aflaði sér og þjóð sinni vinsælda og virðingar. Þegar tímaritið „19. júní“ hóf göngu sína árið 1951 var Sigríður í fyrstu ritnefndinni og mörgum sinn- um síðar og ritstjóri. Hún skrifaði jafnframt mikið í ritið. Sigríður var aðalhvatamaður að stofnun Félagssamtakanna Verndar og vann hún árum saman mikið og fórnfúst líknarstarf og var þar í stjórn til æviloka. Sigriður var ung í anda til hinstu stundar, þótt líkamskraftar færu þverrandi, og full áhuga um fram- gang þeirra mörgu góðu málefna, sem hún hafði helgað krafta sína. Sigríður lést 21.11. 1977. Merkir Íslendingar Sigríður J. Magnússon 85 ára Gunnar Guðmundsson Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir Kristján L. Jónsson Margrét Anna Sigurðardóttir 80 ára Marinó Sæberg Þorsteinsson Svanhvít Ásmundsdóttir 75 ára Arndís Finnsson Ólafur Hansson Sólveig Sigurbjörnsdóttir 70 ára Ásthildur Sigurðardóttir Brynleifur Hallsson Emilía Ólafsdóttir Gísli Einarsson Guðlaug Ragnhildur Jónsdóttir Guðrún Halldóra Jóhannesdóttir Gunnhildur Elíasdóttir Gylfi Óskarsson Ingibjörg Dröfn Ármannsdóttir Páll Arnór Pálsson Pétur Ó. Skarphéðinsson Una Sigurðardóttir Vilmar Þór Kristinsson 60 ára Ari Þórir Hallgrímsson Arne Júlíus Henriksen Finnbogi Baldur Óskarsson Guðrún Rögnvaldardóttir Jóhanna Hallsdóttir Jóhann Pétur Margeirsson Rútur Pálsson Sergia Margrét Leonar Stefán Friðleifsson Sturlaugur Sturlaugsson Wolfgang Frosti Sahr 50 ára Aðalsteinn H. Magnússon Elísabet Ármannsdóttir Guðný Sigurðardóttir Guðrún M. Sigurðardóttir Kjartan Sævarsson Kristín Sigurðardóttir Hagalín Óli Árelius Sigurðsson Tómas Einarsson Valdimar Svavarsson 40 ára Alina Maria Baluta Alma Ýr Ingólfsdóttir Einar Hreinn Ólafsson Guðný Kristjánsdóttir Guðrún Erla Tómasdóttir Helgi Guðvarðarson Ingvi Ágústsson Jette Corrine Jonkers Jóhann Böðvar Skúlason Kristín Eva Jónsdóttir Sigríður Sigurðardóttir Torfi Leósson Þorbjörg Valdimarsdóttir Þorleifur Jón Brynjarsson 30 ára Andri Jónsson Edvins Rautenbergs Guðrún Guðnadóttir Heiðar Pétur Halldórsson Janis Livmanis Jeannette Daomilas Katrín Ósk Kjellsdóttir Kristine N.S.A.N. Tobiassen Marie Luise Alf Michal Kitka Nazanin Askari Sirad Mohamed Jimale Til hamingju með daginn 30 ára Signý ólst upp á Sauðárkróki, býr í Hvera- gerði, lauk M.Ed.-prófi frá HÍ og er leikskólakennari við Óskaland. Maki: Jóhann Þórir Hjalta- son, f. 1976, starfsmaður við Álverið í Straumsvík. Börn: Árni Snær, f. 2010, og Hekla Sól, f. 2012. Foreldrar: Bryndís Helga Kristmundsdóttir, f. 1958, leiðbeinandi og Sigurjón Jónsson, f. 1958, eigandi Rafstillingar. Signý Ósk Sigurjónsdóttir 30 ára Íris ólst upp í Keflavík, býr í Reykja- nesbæ og er umsjónar- maður frístundaheimilis- ins Ásbrúar í Háaleitis- skóla. Börn: Thelma, f. 2011; Sara Lind, f. 2014, og Hafþór Logi, f. 2016. Foreldrar: María And- rews, f. 1962, húsfreyja í Reykjanesbæ, og Guðni Þór Andrews, f. 1964, d. 2004, verslunarmaður og fisksali. Íris Guðnadóttir 30 ára Gísli ólst upp í Stykkishólmi, býr þar, lauk BA-prófi í fjölmiðla- fræði við HA og starfar hjá Arion banka. Maki: Þóra Sonja Helga- dóttir, f. 1987, sjúkraliði. Dóttir: Hrafntinna Krist- ín, f. 2013. Foreldrar: Gretar D. Páls- son, f. 1955, starfsmaður hjá RARIK, og Ingibjörg Hildur Benediktsdóttir, f. 1954, bókari hjá Skipavík. Þau búa í Stykkishólmi. Gísli Sveinn Gretarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.