Morgunblaðið - 05.06.2018, Side 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2018
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is
FYRIR
HUNDA
80% kjöt
20% jurtir
grænmeti
ávextir
O% kornmet
– fyrir dýrin þín
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er góð regla að læra eitthvað
nýtt á hverjum degi. Ekki pína sjálfa/n þig
til þess að gera eitthvað sem þér hugnast
ekki.
20. apríl - 20. maí
Naut Sígandi lukka er best svo þú skalt
bara halda þínu striki og klára hvert mál
eins og það kemur fyrir. Sinntu peningamál-
unum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er sárt þegar vinir okkar geta
ekki samglaðst okkur. Leyfðu barninu í þér
að leika sér og finndu hvernig þú endurnær-
ist á sál og líkama. Þú gerir engum greiða
með því að þjóna öllum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Vertu á varðbergi gagnvart vinum
sem eiga í deilum. Gefist tækifæri til að öðl-
ast starfsframa skaltu grípa það. Þú munt
seint fara troðnar slóðir.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Vertu á varðbergi gagnvart þeirri miklu
orku sem býr innra með þér. Verið gæti að
einhver vildi fela þér aukna ábyrgð, þú munt
standa undir væntingum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þátttaka þín í heimilislífinu fer nú
vaxandi svo að eftir er tekið. Mundu að það
er ekki til neins að hafa betur í rökræðum
ef það kostar vinslit.
23. sept. - 22. okt.
Vog Farðu vel yfir allar peningafærslur í dag
og gættu þess að týna hvorki veskinu né
töskunni. Vertu róleg/ur, það birtir upp um
síðir.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Ef aðstæður valda þér óþæg-
indum skaltu endilega endurskoða þær og
nú með hjartanu en ekki skynseminni. Hik-
aðu ekki við að segja hug þinn.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Einhverjar breytingar liggja í
loftinu og þú getur ekki komið í veg fyrir
þær. Við látum allt of oft hjá líða að segja
vissa hluti hreint út. Veldu vini vandlega.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú skalt ekki hika við að rétta
fram hjálparhönd ef þér finnst á annað borð
að einhver sé hjálparþurfi. Eitthvað bærist
undir yfirborðinu sem þú áttar þig ekki fylli-
lega á.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Taktu frá hálftíma í dag og
reyndu að bæta skipulagið heima fyrir og í
vinnunni. Láttu þér ekki bregða þótt fleiri
keppi að sama marki og þú.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Nýjar upplýsingar berast þér í dag.
Þú neytir allra bragða til að fá börnin til að
hjálpa til með heimilisverkin.
Kosningarnar og hvað við tekurer ofarlega í huga manna.
Ólafur Stefánsson yrkir á Leir:
Ein sorgarfrétt um bæinn barst,
að brást hjá Degi lið,
sem hafði’ann lengi í hendi sinni
haldið borðið við.
Þá var fyrsta hugsun hans,
að húkka Viðreisn með.
Þó víða sé oft villugjarnt,
þá verra hefur skeð.
Því Viðreisn eru virktarkratar,
sem vilja í ESB,
byggja dýra borgarlínu,
– burt með óþörf tré.
Þeirra sýn er þétting byggðar,
og þúsund-hjóla-bær.
Við Dag sú hugsjón harmónerar
hrein og silfurtær.
Ármann Þorgrímsson segir
meirihlutaviðræður ganga vel í
Reykjavík en að mörgu sé að
hyggja:
Viðfangsefni víða sjá.
Veðrið þarf að laga.
Reykvíkinga rignir á
með roki alla daga.
Davíð Hjálmar Haraldsson sagði
frá því á laugardag að á göngu-
ferðum sínum í Krossanesborgum
hefði hann síðustu daga rekist á
ýmsa vísindamenn við athuganir
og skráningu á fuglum:
Hér er már og önd og ugla,
auðnutittling má og sjá.
Hér er mikill fjöldi fugla
og fræðinga að telja þá.
Jón Arnljótsson er með á nót-
unum:
Fuglar telja fræðinga
og flokka þá svo niður
í slöttólfa og slæðinga
slembiúrtak viður.
Ingimar Halldórsson skrifar
mér og segir að vísa sem hér birt-
ist í Vísnahorni hinn 2. júní sl. og
ég þekkti ekki höfund að sé í
Silfurplötum Iðunnar. Þar er höf-
undur skráður Guðrún Þorkels-
dóttir (1831-1931), húsfreyja á
Hvalnesi á Skaga, síðast á Hof-
stöðum í Skagafirði, fóstra Bald-
vins Jónssonar skálda. Nokkur
orðamunur er í fyrrihluta vís-
unnar:
Lifnar hagur hýrnar brá
hefst nú bragagjörðin.
Ó, hve fagurt er að sjá
ofan í Skagafjörðinn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hlaupið í skarðið
og skráning fugla
„AÐ MINNSTA KOSTI ER HÚN AÐ REYNA AÐ
TJÁ SIG.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að hjálpa til í
eldhúsinu.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
„ÞÚSUND MÍLNA FERÐ
HEFST Á EINU SKREFI!“ ÁI!
TÁKRAMPI!
TÁKRAMPI!
HANN ER SVO
MIKIL FYRIRMYND
HELGA SEGIR AÐ ÉG SÉ MEÐ
STÓRA VÖMB ÞVÍ ÉG DREKKI
SVO MIKINN BJÓR!
KANNSKI ER ÞAÐ BARA ÞANNIG
AÐ ÞÚ DREKKIR MIKINN BJÓR
AF ÞVÍ AÐ ÞÚ ERT MEÐ SVO
STÓRA VÖMB!
MÉR LÍKAR VIÐ
HUGSUNARHÁTT ÞINN!
Víkverji hefur gaman af því aðfylgjast með knattspyrnu. Svo
mjög að hann er enn að velta fyrir sér
úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á
dögunum. Ekki beint úrslitunum
heldur umræðunni og viðbrögðunum
eftir á. Það er alveg merkilegt að sjá
hvaða tilfinningar einn fótboltaleikur
getur vakið hjá fullorðnu fólki. Sumir
misstu sig strax í kjölfarið og sögðu
hluti sem þeir hljóta að sjá eftir. Aðrir
voru kannski aðeins varkárari en
gátu, og geta sjálfsagt ekki enn, leynt
vonbrigðunum. Hér er auðvitað verið
að tala um stuðningsmenn liðsins sem
tapaði leiknum. Þeim liggur gjarnan
hátt rómur og eru roggnir. Þess
vegna var þeim mun áhugaverðara að
sjá viðbrögðin þegar leikurinn tap-
aðist, skrúðgöngunni var aflýst og
gaurinn sem prentaði 6 times aftan á
treyjuna varð að athlægi á netinu.
Víkverji þekkir meira að segja einn af
þessum þjóðflokki, formann stuðn-
ingsmannaklúbbs á vinnustað hér á
landi, sem skipti um vinnu til að afmá
vonbrigðin.
x x x
Nú ber þó svo við að Víkverji hefurákveðið að gleyma áðurnefndum
leik og fara að einbeita sér að HM.
Ekki eru nema ellefu dagar fram að
fyrsta leik Íslands og að ýmsu að
huga. Víkverji er ekki í hópi þeirra
heppnu sem fengu miða á leiki í Rúss-
landi og þarf því að búa sér til sinn
eigin heimavöll. Síðustu vikur hafa
staðið yfir samningaviðræður á heim-
ilinu um kaup á nýju sjónvarpi og sátt
hefur náðst í málinu. Næsta mál á
dagskrá er að fara að kynna sér
niðurröðun leikja og ákveða hverjum
þeirra ekki má missa af.
x x x
Fyrsti leikdagur Íslands, laugar-dagurinn 16. júní, verður sér-
staklega annasamur með alls fjórum
leikjum. Og hver öðrum safaríkari. Sá
fyrsti er leikur Frakklands og Ástr-
alíu klukkan tíu um morguninn.
Klukkan eitt er leikur Íslands og
Argentínu. Klukkan fjögur Perú og
Danmörk og klukkan sjö Króatía og
Nígería. Og þannig heldur veislan
áfram. Af hverju hafði Víkverji ekki
vit á því að bóka sér sumarfrí allan
mánuðinn sem keppnin stendur?
vikverji@mbl.is
Víkverji
Kunnan gerðir þú mér veg lífsins,
gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í
hægri hendi þinni að eilífu.
(Sálm: 16.11)