Morgunblaðið - 05.06.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2018
Vél
atvinnuman
Japönsku MITOX-Kawasa
vélorfin hafa um árabil ver
val atvinnumannsins þeg
kemur að því að velja öflu
og endingargott vélorf
krefjandi slátt.
nsins
ki
ið
ar
gt
í
ÞÓR FH
Akureyri:
Baldursnes 8
603 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
ICQC 2018-20
AF TÓNLIST
Lilja María Ásmundsdóttir
Björk kom á dögunum fram ánýrri tónlistarhátíð semhaldin var í Victoria Park í
London. Hátíðin var hluti af tíu
daga viðburði sem kallaðist All
Points East og samanstóð af
þriggja daga tónlistarhátíð sem
hófst 25. maí, ýmsum fríum sam-
félagsviðburðum og sérstökum
sýningum. Ýmsir listamenn komu
fram á hátíðinni, svo sem LCD
Soundsystem, The xx, Yeah Yeah
Yeahs, Beck og Lorde. Úti undir
berum himni, með eldingar og
tunglið í bakgrunni, flutti Björk lög
af nýju plötunni Utopia, ásamt
nokkrum eldri lögum. Flautusept-
ettinn Viibra, raftónlistarmaðurinn
Bergur Þórisson, hörpuleikarinn
Katie Buckley og trommuleikarinn
Manu Delago deildu sviði með
henni.
Tónleikarnir hófust á skýrum
skilaboðum frá Björk sem endur-
speglast í lögunum, textunum og
umgjörðinni í kringum Utopiu.
Sviðsetningin, búningarnir, grím-
urnar og myndefnið á stóran þátt í
því að koma þeim boðskap til skila
en á tjaldinu á sviðinu mátti lesa,
lauslega snarað af ensku: Parísar-
sáttmálinn er útópía nútímans, að
ímynda sér hana er ómögulegt en
að sigrast á áskorunum í umhverf-
ismálum okkar tíma er eina leiðin
fyrir okkur til að lifa af.
Í viðtali í þætti Jools Holland,
sem var sjónvarpað á BBC 26. maí,
sagði Björk að Utopia væri annars
vegar leit að alheimsútópíu og hins
vegar persónulegri útópíu. Út frá
alheimssjónarmiði fælist leitin í
jafnvægi á milli náttúrunnar og
tækninnar en út frá persónulegri
nótum sé markmiðið að byggja sér
öruggan samastað og leita leiða til
að komast á þann stað. Síðan væri
ákveðin togstreita á milli þessa
ímyndaða staðar og raunveruleik-
ans. Persónulega útópían er ákveð-
ið framhald af viðfangsefni síðustu
plötu Bjarkar, Vulnicura, og leið út
úr sorginni. „Hugmyndin er líka,
að með þessari útópíu verður rosa-
leg opnun, á móti því sem einkennir
síðustu plötu sem liggur meira inn
á við,“ sagði Melkorka Ólafsdóttir
einn flautuleikari Viibra-septetts-
ins.
Pottþétt spilamennska
Tónleikarnir hófust með lag-
inu „Arisen My Senses“ þar sem
myndband af litsterkum blómum
að springa út opnaði tónleikana
með krafti. Í framhaldi voru flutt
þrjú önnur lög af Utopiu; „The
Gate“ sem var fyrsta smáskífa plöt-
unnar, titillagið „Utopia“ og „Bliss-
ing Me“ þar sem harpan er í áber-
andi hlutverki. Katie Buckley
hörpuleikari spilaði af öryggi og
innlifun. Lagið „Isobel“ af plötunni
Post var fyrsta eldra lagið sem
flutt var og útsetningin féll sér-
staklega vel að þessari hljóðfæra-
samsetningu. Upphaflega útsetn-
ingin var fyrir strengi, gerð af
brasilíska tónlistarmanninum Deo-
Upphaf Útópíu-ferðar Bjarkar
Ljósmyndir/Santiago Felipe
Töfrandi Björk á sviði með flautuseptettinum Vibra á tónleikum í Victoria Park í London í síðasta mánuði. Hátíðin var hluti af viðburðinum All Points East.
dato sem hefur útsett fyrir margar
helstu stjörnur brasilískrar tónlist-
ar. Nýja flautuútsetningin virkaði
einstaklega vel fyrir þetta klass-
íska Bjarkarlag.
Spilamennska flautuseptetts-
ins Viibra á tónleikunum var mjög
pottþétt, samspilið milli flautu-
leikaranna var nákvæmt og tón-
myndun falleg. Einnig var eftir-
tektarvert hversu vel hreyfingar
flautuleikaranna virkuðu með tón-
listinni.
Náttúran í forgrunni
Efnisskrá tónleikanna innihélt
að mestu leyti lög af Utopiu, sem
dregur fram hvernig Björk er stöð-
ugt að móta listsköpun sína og
stefna fram á við með því að flytja
nýja tónlist. Hugmyndir um stöð-
uga þróun og endurnýjun voru
ríkjandi í listrænni nálgun kyn-
slóðar Bjarkar og hefur henni tek-
ist að halda í þær hugmyndir og
koma áheyrendum sínum stöðugt á
óvart. Af þeim eldri lögum sem
hljómuðu á tónleikunum mátti
greina að mikil hugsun lá á bak við
valið á þeim, því þau tónuðu vel við
þann tónlistarheim sem Björk er að
skapa í dag og skilaboð textanna
pössuðu vel inn í hugmyndina sem
liggur að baki Utopiu. Sem dæmi
má nefna lagið „Human Behav-
iour“ af plötunni Debut sem Björk
skrifaði undir áhrifum af heim-
ildarmyndum David Attenborough
um tengslin milli mannverunnar og
dýranna. Björk sagði eitt sinn í
Rolling Stone-viðtali: „Human
Behaviour er skrifað út frá sjónar-
horni dýrs og sýn þess á mennina.“
Náttúran, plöntur og dýr voru
meginþemu myndefnisins sem unn-
ið var með í myndböndunum sem
varpað var uppi á sviðinu og allri
sviðsetningunni í kringum Utopiu.
Náttúran var í forgrunni því það er
kominn tími til að horfa á veröldina
út frá hennar sjónarhorni og finna
jafnvægi milli náttúrunnar og
mannverunnar.
Björk var augsýnilega í góðu
formi út í gegnum alla tónleikana
og náði vel til áhorfenda. Ryþmísk-
ur krafturinn í tónlist hennar náði
hámarki í lögunum „Losss“ og „Sue
Me“. Sá hápunktur leiddi yfir í
lokalagið, „Notget“, sem Björk gaf
allt í. Myndbandið sem þróað var
fyrir VR sýningu Bjarkar frá árinu
2016-2017, ýtti undir þá sterku
upplifun. Erfitt var að ímynda sér
að eitthvað gæti komið á eftir „Not-
get“ en uppklappslagið „Features
Creatures“ var falleg stund og góð-
ur endir á viðburðinum.
Tónleikarnir voru upphaf á
tónleikaferðalagi Bjarkar en
hópurinn heldur næst til Barselóna
og þá til Frakklands, Danmerkur
og Ítalíu. Aðrir áfangastaðir taka
síðan við í júlí og ferðalagið heldur
áfram út sumarið. Að lokum má
vitna aftur í skilaboðin sem birtust
við upphaf tónleikanna í London:
Ímyndum okkur framtíð og höldum
til móts við hana. Handan þess sem
er rangt og þess sem er rétt er
staður; ég mun hitta ykkur þar.
» Björk var augsýni-lega í góðu formi út í
gegnum alla tónleikana
og náði vel til áhorfenda.
Ryþmískur krafturinn í
tónlist hennar náði há-
marki í lögunum
„Losss“ og „Sue Me“.
Sá hápunktur leiddi yfir
í lokalagið, „Notget“,
sem Björk gaf allt í.
Litadýrð Raftónlistarmaðurinn Bergur Þórisson í bleiku ljósabaði.